Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 40

Laxdœla saga 40 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 40)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
394041

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Ásgeir hét maður og var kallaður æðikollur. Hann bjó að
Ásgeirsá í Víðidal. Hann var son Auðunar skökuls. Hann kom
fyrst sinna kynsmanna til Íslands. Hann nam Víðidal. Annar
son Auðunar hét Þorgrímur hærukollur. Hann var faðir
Ásmundar, föður Grettis.Ásgeir æðikollur átti fimm börn. Son hans hét Auðun faðir
Ásgeirs, föður Auðunar, föður Egils er átti Úlfeiði dóttur
Eyjólfs hins halta. Þeirra son var Eyjólfur er veginn var á
alþingi. Annar son Ásgeirs hét Þorvaldur. Hans dóttir var
Dalla er átti Ísleifur biskup. Þeirra son var Gissur biskup.
Hinn þriðji son Ásgeirs hét Kálfur. Allir voru synir Ásgeirs
vænlegir menn. Kálfur Ásgeirsson var þann tíma í förum og
þótti hinn nýsti maður.Dóttir Ásgeirs hét Þuríður. Hún var gift Þorkeli kugga syni
Þórðar gellis. Þeirra son var Þorsteinn. Önnur dóttir Ásgeirs
hét Hrefna. Hún var vænst kvenna norður þar í sveitum og vel
vinsæl. Ásgeir var mikill maður fyrir sér.Það er sagt eitt sinn, að Kjartan Ólafsson byrjaði ferð sína
suður til Borgarfjarðar. Ekki er getið um ferð hans fyrr en
hann kom til Borgar. Þar bjó þá Þorsteinn Egilsson
móðurbróðir hans. Bolli var í ferð með honum því að svo var
ástúðigt með þeim fóstbræðrum að hvorgi þóttist nýta mega að
þeir væru eigi ásamt. Þorsteinn tók við Kjartani með allri
blíðu, kvaðst þökk kunna að hann væri þar lengur en skemur.
Kjartan dvelst að Borg um hríð.Þetta sumar stóð skip uppi í Gufuárósi. Það skip átti Kálfur
Ásgeirsson. Hann hafði verið um veturinn á vist með Þorsteini
Egilssyni. Kjartan segir Þorsteini í hljóði að það var mest
erindi hans suður þangað að hann vildi kaupa skip hálft að
Kálfi, "er mér á því hugur að fara utan" og spyr Þorstein
hversu honum virðist Kálfur.Þorsteinn kvaðst hyggja að hann væri góður drengur "er það
vorkunn mikil frændi," segir Þorsteinn, "að þig fýsi að kanna
annarra manna siðu. Mun þín ferð verða merkileg með nokkuru
móti. Eiga frændur þínir mikið í hættu hversu þér tekst
ferðin."Kjartan kvað vel takast munu.Síðan kaupir Kjartan skip hálft að Kálfi og gera
helmingarfélag. Skal Kjartan koma til skips þá er tíu vikur
eru af sumri. Gjöfum var Kjartan út leiddur frá Borg. Ríða
þeir Bolli heim síðan. En er Ólafur frétti þessa ráðabreytni
þá þótti honum Kjartan þessu hafa skjótt ráðið og kvaðst þó
eigi bregða mundu.Litlu síðar ríður Kjartan til Lauga og segir Guðrúnu utanferð
sína.Guðrún mælti: "Skjótt hefir þú þetta ráðið Kjartan."Hefir hún þar um nokkur orð þau er Kjartan mátti skilja að
Guðrún lét sér ógetið að þessu.Kjartan mælti: "Lát þér eigi þetta mislíka. Eg skal gera
annan hlut svo að þér þyki vel."Guðrún mælti: "Entu þetta því að eg mun brátt yfir því lýsa."Kjartan bað hana svo gera.Guðrún mælti: "Þá vil eg fara utan með þér í sumar og hefir
þú þá yfir bætt við mig þetta bráðræði því að ekki ann eg
Íslandi.""Það má eigi vera," segir Kjartan. "Bræður þínir eru óráðnir
en faðir þinn gamall og eru þeir allri forsjá sviptir ef þú
ferð af landi á brott og bíð mín þrjá vetur."Guðrún kvaðst um það mundu engu heita og þótti sinn veg hvoru
þeirra og skildu með því. Reið Kjartan heim.Ólafur reið til þings um sumarið. Kjartan reið með föður
sínum vestan úr Hjarðarholti og skildust í Norðurárdal. Þaðan
reið Kjartan til skips og Bolli frændi hans var í för með
honum. Tíu voru þeir íslenskir menn saman alls er í ferð voru
með Kjartani og engi vildi skiljast við Kjartan fyrir ástar
sakir. Ríður Kjartan til skips við þetta föruneyti. Kálfur
Ásgeirsson fagnar þeim vel. Mikið fé höfðu þeir utan, Kjartan
og Bolli. Halda þeir nú á búnaði sínum og þegar er byr gaf
sigla þeir út eftir Borgarfirði léttan byr og góðan og síðan
í haf. Þeim byrjaði vel, tóku Noreg norður við Þrándheim,
lögðu inn til Agðaness og hittu þar menn að máli og spurðu
tíðinda. Þeim var sagt að höfðingjaskipti var orðið í
landinu. Var Hákon jarl frá fallinn en Ólafur konungur
Tryggvason til kominn og hafði allur Noregur fallið í hans
vald. Ólafur konungur bauð siðaskipti í Noregi. Gengu menn
allmisjafnt undir það. Þeir Kjartan lögðu inn til Niðaróss
skipi sínu.Í þenna tíma voru margir menn íslenskir í Noregi, þeir er
virðingamenn voru. Lágu þar fyrir bryggjunum þrjú skip er
íslenskir menn áttu öll. Eitt skip átti Brandur hinn örvi son
Vermundar Þorgrímssonar. Annað skip átti Hallfreður
vandræðaskáld. Þriðja skip áttu bræður tveir. Hét annar
Bjarni en annar Þórhallur. Þeir voru synir Breiðár-Skeggja
austan úr Fljótshlíð. Þessir menn allir höfðu ætlað um
sumarið út til Íslands en konungur hafði lagt farbann fyrir
skip þessi öll því að þeir vildu eigi taka við sið þeim er
hann bauð. Allir íslenskir menn fagna vel Kjartani en þó
Brandur best því að þeir voru mjög kunnir áður. Báru nú
Íslendingar saman ráð sín og kom það ásamt með þeim að níta
sið þeim er konungur bauð og höfðu þessir allir samband þeir
sem fyrr voru nefndir. Þeir Kjartan lögðu nú skipinu við
bryggjur og ruddu skipið og stöfuðu fyrir fé sínu. Ólafur
konungur var í bænum. Hann spyr skipkomu þessa og það með
að þar munu þeir menn margir á skipi er mikilhæfir eru.Það var um haustið einn góðan veðurdag að menn fóru úr bænum
til sunds á ána Nið. Þeir Kjartan sjá þetta. Þá mælti Kjartan
til sinna félaga að þeir mundu fara til sundsins að skemmta
sér um daginn. Þeir gera svo. Einn maður lék þar miklu best.
Þá spyr Kjartan Bolla ef hann vilji freista sunds við
bæjarmanninn.Bolli svarar: "Ekki ætla eg það mitt færi.""Eigi veit eg hvar kapp þitt er nú komið," segir Kjartan, "og
skal eg þá til."Bolli svarar: "Það máttu gera ef þér líkar."Kjartan fleygir sér nú út á ána og að þessum manni er best er
sundfær og færir niður þegar og heldur niðri um hríð. Lætur
Kjartan þenna upp. Og er þeir hafa eigi lengi uppi verið þá
þrífur sá maður til Kjartans og keyrir hann niður og eru
niðri ekki skemur en Kjartani þótti hóf að, koma enn upp.
Engi höfðust þeir orð við. Hið þriðja sinn fara þeir niður og
eru þeir þá miklu lengst niðri. Þykist Kjartan nú eigi skilja
hversu sjá leikur mun fara og þykist Kjartan aldrei komið
hafa í jafnrakkan stað fyrr. Þar kemur að lyktum að þeir koma
upp og leggjast til lands.Þá mælti bæjarmaðurinn: "Hver er þessi maður?"Kjartan sagði nafn sitt.Bæjarmaður mælti: "Þú ert sundfær vel eða ertu að öðrum
íþróttum jafn vel búinn sem að þessi?"Kjartan svarar og heldur seint: "Það var orð á þá er eg var á
Íslandi að þar færu aðrar eftir. En nú er lítils um þessa
vert."Bæjarmaður mælti: "Það skiptir nokkuru við hvern þú hefir átt
eða hví spyrð þú mig engis?"Kjartan mælti: "Ekki hirði eg um nafn þitt."Bæjarmaður segir: "Bæði er að þú ert gervilegur maður enda
lætur þú allstórlega. En eigi því síður skaltu vita nafn mitt
eða við hvern þú hefir sundið þreytt. Hér er Ólafur konungur
Tryggvason."Kjartan svarar engu og snýr þegar í brott skikkjulaus. Hann
var í skarlatskyrtli rauðum. Konungur var þá mjög klæddur.
Hann kallar á Kjartan og bað hann eigi svo skjótt fara.
Kjartan víkur aftur og heldur seint. Þá tekur konungur af
herðum sér skikkju góða og gaf Kjartani, kvað hann eigi
skikkjulausan skyldu ganga til sinna manna. Kjartan þakkar
konungi gjöfina og gengur til sinna manna og sýnir þeim
skikkjuna. Ekki létu hans menn vel yfir þessu, þótti Kjartan
mjög hafa gengið á konungs vald. Og er nú kyrrt.Veðráttu gerði harða um haustið. Voru frost mikil og kuldar.
Heiðnir menn segja það eigi undarlegt að veðrátta léti illa:
"Geldur að nýbreytni konungs og þessa hins nýja siðar er
goðin hafa reiðst."Íslendingar voru allir saman um veturinn í bænum. Var Kjartan
mjög fyrir þeim. Veðrátta batnar og komu menn fjölmennt þá
til bæjarins að orðsending Ólafs konungs. Margir menn höfðu
við kristni tekið í Þrándheimi en hinir voru þó miklu fleiri
er í móti voru.Einnhvern dag átti konungur þing í bænum út á Eyrum og talaði
trú fyrir mönnum, langt erindi og snjallt. Þrændir höfðu her
manns og buðu konungi bardaga í mót. Konungur kvað þá vita
skyldu að hann þóttist átt hafa við meira ofurefli en berjast
þar við þorpara í Þrándheimi. Skaut þá bóndum skelk í bringu
og lögðu allt á konungs vald og var margt fólk þá skírt. En
síðan var slitið þinginu.Þetta sama kveld sendir konungur menn til herbergis
Íslendinga og bað þá verða vísa hvað þeir töluðu. Þeir gera
svo. Var þar inn að heyra glaumur mikill.Þá tók Kjartan til orða og mælti til Bolla: "Hversu fús ertu
frændi að taka við trú þeirri er konungur býður?""Ekki er eg þess fús," svarar Bolli, "því að mér líst siður
þeirra veiklegur mjög."Kjartan spyr: "Þótti yður konungurinn í engum hótum hafa við
þá er eigi vildu undir ganga hans vilja?"Bolli svarar: "Að vísu þótti oss konungur ganga úr skugga
berlega um það að þeir mundu miklum afarkostum mæta af
honum.""Engis manns nauðungarmaður vil eg vera," segir Kjartan,
"meðan eg má upp standa og vopnum valda. Þykir mér það og
lítilmannlegt að vera tekinn sem lamb úr stekk eða melrakki
úr gildru. Þykir mér hinn kostur miklu betri ef maður skal þó
deyja að vinna það nokkuð áður er lengi sé uppi haft síðan."Bolli spyr: "Hvað viltu gera?""Ekki mun eg því leyna," segir Kjartan, "brenna konunginn
inni.""Ekki kalla eg þetta lítilmannlegt," segir Bolli, "en eigi
mun þetta framgengt verða að því er eg hygg. Mun konungur
vera giftudrjúgur og hamingjumikill. Hann hefir og örugg
varðhöld dag og nótt."Kjartan kvað áræðið flestum bila þótt allgóðir karlmenn væru.
Bolli kvað það vant að sjá hverjum hugar þyrfti að frýja. En
margir tóku undir að þetta væri þarfleysutal. Og er
konungsmenn höfðu þessa varir orðið þá fóru þeir í brott og
segja konungi þetta tal allt.Um morguninn eftir vill konungur þing hafa. Er nú til stefnt
öllum íslenskum mönnum. Og er þingið var sett þá stóð
konungur upp og þakkaði mönnum þangaðkomu, þeim er hans vinir
vildu vera og við trú höfðu tekið. Hann heimti til tals við
sig Íslendinga. Konungur spyr ef þeir vildu skírn taka. Þeir
ræma það lítt. Konungur segir að þeir mundu þann kost velja
sér til handa er þeim gegndi verr "eða hverjum yðrum þótti
það ráðlegast að brenna mig inni?"Þá svarar Kjartan: "Það munuð þér ætla að sá muni eigi einurð
til hafa við að ganga er það hefir mælt. En hér máttu þann
sjá.""Sjá má eg þig," segir konungur, "og eigi smáráðan. En eigi
mun þér þess auðið verða að standa yfir höfuðsvörðum mínum og
ærna hefir þú sök til þess þótt þú heitaðist eigi við fleiri
konunga inni að brenna fyrir þá sök er þér væri hið betra
kennt. En fyrir það er eg vissi eigi hvort hugur fylgdi máli
þínu en drengilega við gengið þá skal þig eigi af lífi taka
fyrir þessa sök. Kann og vera að þú haldir því betur trúna
sem þú mælir meir í móti henni en aðrir. Kann eg og það að
skilja að það mun skipshöfnum skipta að þann dag munu við trú
taka er þú lætur ónauðigur skírast. Þykir mér og á því
líkindi að frændur yðrir og vinir muni mjög á það hlýða hvað
þér talið fyrir þeim er þér komið út til Íslands. Er það og
nær mínu hugboði að þú Kjartan hafir betra sið er þú siglir
af Noregi en þá er þú komst hingað. Farið nú í friði og í
griðum hvert er þér viljið af þessum fundi. Skal eigi pynda
yður til kristni að sinni því að guð mælir svo að hann vill
að engi komi nauðigur til hans."Var góður rómur ger að máli konungs og þó mest af kristnum
mönnum. En heiðnir menn mátu við Kjartan að hann skyldi svara
sem hann vildi.Þá mælti Kjartan: "Þakka viljum vér yður konungur er þér
gefið oss góðan frið og þannig máttu oss mest teygja að taka
við trúnni að gefa oss upp stórsakir en mælir til alls í
blíðu þar sem þér hafið þann dag allt ráð vort í hendi er þér
viljið. Og það ætla eg mér að taka því aðeins við trú í
Noregi að eg meti lítils Þór hinn næsta vetur er eg kem til
Íslands."Þá segir konungur og brosti að: "Það sér á yfirbragði
Kjartans að hann þykist eiga meira traust undir afli sínu og
vopnum heldur en þar sem er Þór og Óðinn."Síðan var slitið þinginu.Margir menn eggjuðu konung er stund var í milli að nauðga
þeim Kjartani til trúarinnar og þótti óráðlegt að hafa svo
marga heiðna menn nær sér. Konungur svarar reiðulega, kvaðst
það hyggja að margir mundu þeir kristnir er eigi mundu þeir
jafnháttagóðir sem Kjartan eða sveit hans "og skal slíkra
manna lengi bíða."Konungur lætur margt nytsamlegt vinna þann vetur. Lætur hann
kirkju gera og auka mjög kaupstaðinn. Sú kirkja var ger að
jólum. Þá mælti Kjartan að þeir mundu ganga svo nær kirkju að
þeir mættu sjá atferði siðar þess er kristnir menn höfðu.
Tóku margir undir og sögðu það vera mundu mikla skemmtan.
Gengur Kjartan nú með sína sveit og Bolli. Þar er og
Hallfreður í för og margt manna af Íslendingum. Konungur
talaði trú fyrir mönnum, bæði langt erindi og snjallt, og
gerðu kristnir menn góðan róm að hans máli. En er þeir
Kjartan voru gengnir í herbergi sín tekst umræða mikil
hvernig þeim hefði á litist konunginn nú er kristnir menn
kalla næst hinni mestu hátíð "því að konungur sagði svo að
vér máttum heyra að sá höfðingi hafi í nótt borinn verið er
vér skulum nú á trúa ef vér gerum eftir því sem konungur
býður oss."Kjartan segir: "Svo leist mér vel á konung hið fyrsta sinn er
eg sá hann að eg fékk það þegar skilt að hann var hinn mesti
ágætismaður og það hefir haldist jafnan síðan er eg hefi hann
á mannfundum séð. En miklu best leist mér þó í dag á hann og
öll ætla eg oss þar við liggja vor málskipti að vér trúum
þann vera sannan guð sem konungur býður og fyrir engan mun má
konungi nú tíðara til vera að eg taki við trúnni en mér er að
láta skírast og það eina dvelur er eg geng nú eigi þegar á
konungs fund er framorðið er dags því að nú mun konungur yfir
borðum vera en sá dagur mun dveljast er vér sveitungar látum
allir skírast."Bolli tók vel undir þetta og bað Kjartan einn ráða þeirra
máli. Viðræðu þeirra Kjartans hafði konungur fyrri spurt en
borðin væru í brottu því að hann átti trúnað í hvers þeirra
herbergi hinna heiðnu manna.Konungur verður allglaður við þetta og mælti: "Sannað hefir
Kjartan orðskviðinn, að hátíðir eru til heilla bestar."Og þegar um morguninn snemma er konungur gekk til kirkju
mætti Kjartan honum á strætinu með mikilli sveit manna.
Kjartan kvaddi konung með mikilli blíðu og kvaðst eiga skyld
erindi við hann. Konungur tók vel kveðju hans og kvaðst hafa
spurt af hið ljósasta um hans erindi "og mun þér þetta mál
auðsótt."Kjartan bað þá ekki dvala við að leita að vatninu og kvað þó
mikils mundu við þurfa.Konungur svarar og brosti við: "Já Kjartan," segir hann,
"eigi mundi okkur hér um harðfæri skilja þótt þú værir
nokkuru kaupdýrri."Síðan voru þeir Kjartan og Bolli skírðir og öll skipshöfn
þeirra og fjöldi annarra manna. Þetta var annan dag jóla
fyrir tíðir. Síðan bauð konungur Kjartani í jólaboð sitt og
svo Bolla frænda hans. Það er sögn flestra manna að Kjartan
hafi þann dag gerst handgenginn Ólafi konungi er hann var
færður úr hvítavoðum og þeir Bolli báðir. Hallfreður var eigi
skírður þann dag því að hann skildi það til að konungur
sjálfur skyldi halda honum undir skírn. Konungur lagði það
til annan dag eftir.Kjartan og Bolli voru með Ólafi konungi það er eftir var
vetrarins. Konungur mat Kjartan umfram alla menn fyrir sakir
ættar sinnar og atgervi og er það alsagt að Kjartan væri þar
svo vinsæll að hann átti sér engan öfundarmann innan hirðar.
Var það og allra manna mál að engi hefði slíkur maður komið
af Íslandi sem Kjartan. Bolli var og hinn vaskasti maður og
metinn vel af góðum mönnum. Líður nú vetur sjá. Og er vorar
búast menn ferða sinna, svo hver sem ætlaði.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.