Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 39

Laxdœla saga 39 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 39)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
383940

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það var þá jafnan tíðhjalað í Breiðafjarðardölum um skipti
þeirra Hrúts og Þorleiks að Hrútur hefði þungt af fengið
Kotkatli og sonum hans. Þá mælti Ósvífur til Guðrúnar og
bræðra hennar, bað þau á minnast hvort þá væri betur ráðið að
hafa þar lagið sjálfa sig í hættu við heljarmenn slíka sem
þau Kotkell voru.



Guðrún mælti: "Eigi er sá ráðlaus faðir er þinna ráða á
kost."



Ólafur sat nú í búi sínu með miklum sóma og eru þar allir
synir hans heima og svo Bolli frændi þeirra og fóstbróðir.



Kjartan var mjög fyrir sonum Ólafs. Þeir Kjartan og Bolli
unnust mest. Fór Kjartan hvergi þess er eigi fylgdi Bolli
honum. Kjartan fór oft til Sælingsdalslaugar. Jafnan bar svo
til að Guðrún var að laugu. Þótti Kjartani gott að tala við
Guðrúnu því að hún var bæði vitur og málsnjöll. Það var allra
manna mál að með þeim Kjartani og Guðrúnu þætti vera mest
jafnræði þeirra manna er þá óxu upp. Vinátta var og mikil með
þeim Ólafi og Ósvífri og jafnan heimboð og ekki því minnur að
kært gerðist með hinum yngrum mönnum.



Eitt sinn ræddi Ólafur við Kjartan: "Eigi veit eg," segir
hann, "hví mér er jafnan svo hugþungt er þú ferð til Lauga og
talar við Guðrúnu. En eigi er það fyrir því að eigi þætti mér
Guðrún fyrir öllum konum öðrum og hún ein er svo kvenna að
mér þyki þér fullkosta. Nú er það hugboð mitt, en eigi vil eg
þess spá, að vér frændur og Laugamenn berum eigi allsendis
gæfu til um vor skipti."



Kjartan kvaðst eigi vilja gera í mót vilja föður síns, það er
hann mætti við gera, en kvaðst vænta að þetta mundi betur
takast en hann gat til. Heldur Kjartan teknum hætti um ferðir
sínar. Fór Bolli jafnan með honum. Líða nú þau misseri.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.