Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 11

Laxdœla saga 11 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 11)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
101112

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þórður goddi hét maður er bjó í Laxárdal fyrir norðan á. Sá
bær heitir síðan á Goddastöðum. Hann var auðmaður mikill.
Engi átti hann börn. Keypt hafði hann jörð þá er hann bjó á.
Hann var nábúi Hrapps og fékk oft þungt af honum. Höskuldur
sá um með honum svo að hann hélt bústað sínum.Vigdís hét kona hans og var Ingjaldsdóttir, Ólafssonar
feilans. Bróðurdóttir var hún Þórðar gellis en systurdóttir
Þórólfs rauðnefs frá Sauðafelli. Þórólfur var hetja mikil og
átti góða kosti. frændur hans gengu þangað jafnan til
trausts. Vigdís var meir gefin til fjár en brautargengis.Þórður átti þræl þann er út kom með honum. Sá hét Ásgautur.
Hann var mikill maður og gervilegur en þótt hann væri þræll
kallaður þá máttu fáir taka hann til jafnaðar við sig þótt
frjálsir hétu og vel kunni hann að þjóna sínum meistara.
Fleiri átti Þórður þræla þó að þessi sé einn nefndur.Þorbjörn hét maður. Hann bjó í Laxárdal hið næsta Þórði, upp
frá bæ hans, og var kallaður skrjúpur. Auðigur var hann að
fé. Mest var það í gulli og silfri. Mikill maður var hann
vexti og rammur að afli. Engi var hann veifiskati við alþýðu
manns.Höskuldi Dala-Kollssyni þótti það ávant um rausn sína að
honum þótti bær sinn húsaður verr en hann vildi. Síðan kaupir
hann skip að hjaltneskum manni. Það skip stóð uppi í
Blönduósi. Það skip býr hann og lýsir því að hann ætlar utan
en Jórunn varðveitir bú og börn þeirra.Nú láta þeir í haf og gefur þeim vel og tóku Noreg heldur
sunnarlega, komu við Hörðaland þar sem kaupstaðurinn í
Björgvin er síðan. Hann setur upp skip sitt og átti þar
mikinn frænda afla þótt eigi séu hér nefndir. Þá sat Hákon
konungur í Víkinni. Höskuldur fór ekki á fund Hákonar konungs
því að frændur hans tóku þar við honum báðum höndum. Var
kyrrt allan þann vetur.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.