Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 12

Laxdœla saga 12 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 12)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
111213

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það varð til tíðinda um sumarið öndvert að konungur fór í
stefnuleiðangur austur í Brenneyjar og gerði frið fyrir land
sitt eftir því sem lög stóðu til hið þriðja hvert sumar. Sá
fundur skyldi vera lagður höfðingja í milli að setja þeim
málum er konungar áttu um að dæma. Það þótti skemmtileg för
að sækja þann fund því að þangað komu menn nær af öllum
löndum þeim er vér höfum tíðindi af. Höskuldur setti fram
skip sitt. Vildi hann og sækja fund þenna því að hann hafði
eigi fundið konung á þeim vetri. Þangað var og kaupstefnu að
sækja. Fundur þessi var allfjölmennur. Þar var skemmtan
mikil, drykkjur og leikar og alls kyns gleði. Ekki varð þar
til stórtíðinda. Marga hitti Höskuldur þar frændur sína þá
sem í Danmörku voru.



Og einn dag er Höskuldur gekk að skemmta sér með nokkura menn
sá hann tjald eitt skrautlegt fjarri öðrum búðunum. Höskuldur
gekk þangað og í tjaldið og sat þar maður fyrir í
guðvefjarklæðum og hafði gerskan hatt á höfði. Höskuldur
spurði þann mann að nafni.



Hann nefndist Gilli "en þá kannast margir við ef heyra
kenningarnafn mitt. Eg er kallaður Gilli hinn gerski."



Höskuldur kvaðst oft hafa heyrt hans getið, kallaði hann
þeirra manna auðgastan sem verið höfðu í kaupmannalögum.



Þá mælti Höskuldur: "Þú munt hafa þá hluti að selja oss er
vér viljum kaupa."



Gilli spyr hvað þeir vilja kaupa förunautar.



Höskuldur segir að hann vill kaupa ambátt nokkura "ef þú
hefir að selja."



Gilli svarar: "Þar þykist þér leita mér meinfanga um þetta er
þér falið þá hluti er þér ætlið mig eigi til hafa. En það er
þó eigi ráðið hvort svo ber til."



Höskuldur sá að um þvera búðina var fortjald. Þá lyfti Gilli
tjaldinu og sá Höskuldur að tólf konur sátu fyrir innan
tjaldið. Þá mælti Gilli að Höskuldur skyldi þangað ganga og
líta á ef hann vildi nokkura kaupa af þessum konum. Höskuldur
gerir svo.



Þær sátu allar saman um þvera búðina. Höskuldur hyggur að
vandlega að konum þessum. Hann sá að kona sat út við
tjaldskörina. Sú var illa klædd. Höskuldi leist konan fríð
sýnum ef nokkuð mátti á sjá.



Þá mælti Höskuldur: "Hversu dýr skal sjá kona ef eg vil
kaupa?"



Gilli svarar: "Þú skalt reiða fyrir hana þrjár merkur
silfurs."



"Svo virði eg," segir Höskuldur, "sem þú munir þessa ambátt
gera heldur dýrlagða því að þetta er þriggja verð."



Þá svarar Gilli: "Rétt segir þú það að eg met hana dýrra en
aðrar. Kjós nú einhverja af þessum ellefu og gjalt þar fyrir
mörk silfurs en þessi sé eftir í minni eign."



Höskuldur segir: "Vita mun eg fyrst hversu mikið silfur er í
sjóð þeim er eg hefi á belti mér," biður Gilla taka vogina en
hann leitar að sjóðnum.



Þá mælti Gilli: "Þetta mál skal fara óvélt af minni hendi því
að á er ljóður mikill um ráð konunnar. Vil eg að þú vitir það
Höskuldur áður við sláum kaupi þessu."



Höskuldur spyr hvað það væri.



Gilli svarar: "Kona þessi er ómála. Hefi eg marga vega leitað
mála við hana og hefi eg aldrei fengið orð af henni. Er það
að vísu mín ætlan að þessi kona kunni eigi að mæla."



Þá segir Höskuldur: "Lát fram reisluna og sjáum hvað vegi
sjóður sá er eg hefi hér."



Gilli gerir svo. Reiða nú silfrið og voru það þrjár merkur
vegnar.



Þá mælti Höskuldur: "Svo hefir nú til tekist að þetta mun
verða kaup okkar. Tak þú fé þetta til þín en eg mun taka við
konu þessi. Kalla eg að þú hafir drengilega af þessu máli
haft því að vísu vildir þú mig eigi falsa í þessu."



Síðan gekk Höskuldur heim til búðar sinnar. Það sama kveld
rekkti Höskuldur hjá henni.



En um morguninn eftir er menn fóru í klæði sín mælti
Höskuldur: "Lítt sér stórlæti á klæðabúnaði þeim er Gilli
hinn auðgi hefir þér fengið. Er það og satt að honum var
meiri raun að klæða tólf en mér eina."



Síðan lauk Höskuldur upp kistu eina og tók upp góð
kvenmannsklæði og seldi henni. Var það og allra manna mál að
henni semdi góð klæði.



En er höfðingjar höfðu þar mælt þeim málum sem þá stóðu lög
til var slitið fundi þessum. Síðan gekk Höskuldur á fund
Hákonar konungs og kvaddi hann virðulega sem skaplegt var.



Konungur sá við honum og mælti: "Tekið mundum vér hafa kveðju
þinni Höskuldur þótt þú hefðir nokkuru fyrr oss fagnað og svo
skal enn vera."

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.