Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Krók ch. 1

Króka-Refs saga 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Krók ch. 1)

Anonymous íslendingasögurKróka-Refs saga
12

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Á dögum Hákonar konungs Aðalsteinsfóstra bjó út á Íslandi í
Breiðafirði á bæ þeim er að Kvennabrekku heitir maður sá er
Steinn hét. Kona hans hét Þorgerður. Hún var Oddleifsdóttir,
systir Gests af Barðaströnd. Steinn var auðigur maður og hinn
besti bóndi og þá gamall mjög.



Son áttu þau er Refur hét. Hann var mikill vexti á unga
aldri, vænn að yfirliti og ódællegur. Engi maður vissi afl
hans. Hann var eldsetinn og öngva hafði hann aðra iðn fyrir
starfi en veltast fyrir fótum mönnum er þar gengu. Mikið mein
þótti þeim hjónum á þessu, að þeirra son skyldi svo lítt
vilja siðu nema annarra manna. Hann var af flestum mönnum
fífl kallaður.



Maður er nefndur Þorbjörn, auðigur og ódæll og vígamaður
mikill og hinn mesti ójafnaðarmaður. Hann hafði búið í öllum
landsfjórðungum. Höfðingjar og öll alþýða höfðu þenna mann
brott gervan, hver úr sínum landsfjórðungi, fyrir sakir
ójafnaðar og vígaferlis. Öngan mann hafði hann fé bættan.
Rannveig hét kona hans. Hún var heimsk og harðráð og það var
kallað að Þorbjörn mundi hafa unnið nokkurum óhöppum færra ef
hún hefði hann eigi fram æstan. Þorbjörn hafði nú keypt land
það er að Sauðafelli heitir. Margir menn kvíddu mjög við komu
hans, þeir er áður höfðu spurt til Þorbjarnar.



Skammt var á millum bæja þeirra Steins og Þorbjarnar og féll
þar á ein í millum sú er skildi lönd þeirra. En er Þorbjörn
hafði búið þar um stund þá tók fénaður hans að leggjast í
land Steins því að hann átti margt ganganda fjár.



Eitthvert sinn kom Steinn að máli við Þorbjörn búa sinn og
mælti: "Þanninn er farið að þú hefir búið í grennd við mig
tvo vetur og hefir okkar verið í milli heldur vel en illa en
þú ert kallaður maður ekki vinsæll af alþýðu. Hefi eg önga
raun af þér haft né þinni eign allt hingað til. En nú leggst
fé þitt í engjar mínar og beitast þær. Nú vil eg að þú látir
skipast við mína umræðu og látir betur geyma fjárins en hér
til hefir verið. Kann og vera, þar sem eg er engi
skröksmaður, að til verði einnhver að trúa mínum orðum þeir
er þig deili málum. Má eg þá slíkt fram bera að eigi hefir þú
mér sýnt ójafnað eða mitt með röngu ágirnst."



Þorbjörn kvað þann öngan verið hafa að jafnhógværlega og
viturlega hefði við hann um talað, lést það ætla ef fleiri
hefðu svo um talað það ábóta þætti vant, að hann mundi færri
stökkivíg gert hafa: "Skal og að vísu batna við þína umræðu."



Eftir það skiljast þeir. Lætur Þorbjörn svo vel skipast við
umræðu Steins að fé hans gerir honum aldrei mein.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.