Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Kjaln ch. 18

Kjalnesinga saga 18 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Kjaln ch. 18)

UnattributedKjalnesinga saga
1718

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


En er svo var komið kom skip norður í Eyjafirði. Þar voru
á þrænskir menn. Á því skipi var sá maður er Jökull hét,
ungur og stórþriflegur. Þegar er Jökull kom á land keypti
hann sér hesta og föruneyti. Reið hann síðan suður um land og
er ekki fyrr frá hans ferð sagt en hann kom aftan dags til
Esjubergs. Lét hann lítið yfir sér. Þeir voru þar um nóttina
því að þar var öllum mönnum matur til reiðu.



Um morguninn gekk Jökull til tals við Búa og mælti: "Svo er
með vexti að eg á við þig erindi Búi," sagði hann.



Búi spurði hverninn það var.



Jökull mælti: "Mér er sagt að þú sért faðir minn en Fríður er
móðir mín dóttir Dofra konungs."



Búi segir: "Ólíkleg sögn er að þú sért minn son því að mér
þætti von að sá mundi vera gildur maður er undir okkur ælist
en mér sýnist þú heldur auðþriflegur."



Jökull mælti: "Eg hefi enn ekki marga vetur á baki. En móðir
mín bað mig það segja þér til jartegna að hún kveðst hafa
sagt þér að þú mundir kenna á þínum hlut ef þú tækir eigi vel
við frændsemi minni."



Búi segir: "Ekki hirði eg um sögur þínar. Þykja mér þær
ómerkilegar. Vil eg að við tökum fang því að þú ert ekki
okkar son ef engi máttur er í þér."



Jökull mælti: "Það er fáheyrt að eg, tólf vetra gamall, þurfi
að taka fang við þig þar sem þú deyddir blámann Haralds
konungs í fangbrögðum þínum, en þó muntu ráða vilja.



Þeir Búi gengu þá austur undir fjallið til laugar. Þar voru
vellir fagrir. Síðan klæddust þeir til fangs og tókust
allsterklega og gekk svo lengi að hvorgi féll. Búi varð móður
mjög.



Jökull mælti: "Þreytum þetta ekki meir og tak við frændsemi
minni."



"Nei," kvað Búi, "falla skal annar hvor okkar."



Jökull mælti: "Eigi mun þá betur."



Eftir það réðust þeir á í annað sinn. Voru þá allmiklar
sviptingar. Var þá við sjálft búið að Jökull mundi falla. Og
í því var sem kippt væri báðum fótum senn undan Búa og féll
hann áfram og þar varð við brestur hár og mikill.



Búi mælti: "Fellt mun nú til hlítar og mátti móðir þín eigi
hlutlaust láta vera."



Þá hlupu að aðrir menn og sáu þar vegsummerki að
bringspelirnir voru í sundur í Búa og hafði orðið undir
steinn.



Búi mælti þá til Jökuls: "Ekki hefir nú orðið erindi þitt
hingað hagfellt því að þú hefðir verið mannsefni enda mun nú
skömm saga frá mér ganga."



Eftir það var Búi borinn heim á rauðum skildi og lifði þrjár
nætur og andaðist síðan.



Jökli þótti verk sitt svo illt að hann reið þegar í brott og
til skips er búið var suður á Eyrarbakka og fór þar utan um
sumarið en síðan höfum vér önga sögu heyrt frá honum.



Helga Þorgrímsdóttir bjó að Esjubergi með börnum þeirra Búa.
Þá stóð enn kirkja sú að Esjubergi er Örlygur hafði látið
gera. Gaf þá engi maður gaum að henni. En með því að Búi var
skírður maður en blótaði aldrei þá lét Helga húsfreyja grafa
hann undir kirkjuveggnum hinum syðra og leggja ekki fémætt
hjá honum nema vopn hans.



Sú hin sama járnklukka hékk þá fyrir kirkjunni á Esjubergi er
Árni biskup réð fyrir stað, Þorláksson, og Nikulás Pétursson
bjó að Hofi, og var þá slitin af ryði. Árni biskup lét og
þann sama plenarium fara suður í Skálholt og lét búa og líma
öll blöðin í kjölinn og er írskt letur á.



Frá Búa Andríðssyni er komin mikli ætt.



Og lúkum vér þar Kjalnesinga sögu.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.