Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Kjaln ch. 17

Kjalnesinga saga 17 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Kjaln ch. 17)

UnattributedKjalnesinga saga
161718

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Búi reið þá til Esjubergs og var Esja fóstra hans enn á
lífi. Varð hún honum alls hugar fegin. Búi fór brátt í
Brautarholt að finna móður sína. Var hún þá enn hraust kona.
Dvaldist Búi þar um hríð.



Þorgrímur bjó þá enn að Hofi og var þá gamall mjög. Hann átti
dóttur eina barna er Helga hét. Hún var ung og hin
skörulegasta kona. Arngrímur bróðir hans var þá og andaður en
þeir bræður höfðu skipt arfi með sér. Hafði Helgi land í
Saurbæ en Vakur gerðist kaupmaður og þótti vera hinn
vaskasti.



En er svo var komið völdust til vitrir menn og góðgjarnir og
báru sáttmál millum þeirra Búa og Þorgríms. Og hversu margt
sem hér var um talað þá fór það fram að þeir festu öll þessi
mál, Búi og Þorgrímur, undir dóm hinna bestu manna. Þeim
málum var upp lokið um vorið á vorþingi. Höfðu þeir það
upphaf að þessum málum og sættum að Búi skyldi fá Helgu
Þorgrímsdóttur en fégjöld þau sem dæmdust á Búa skyldu vera
heimanfylgja Helgu. Sáu þeir það sem var að þau Búi áttu
hvern pening eftir hans dag. Helgi Arngrímsson skyldi fá
Ólafar Kolladóttur. Eftir það veittu hvorir öðrum tryggðir.
Efldu þeir nú til veislu mikillar að Hofi því að þar skyldu
vera bæði brullaupin. Tókust þessi ráð um sumarið hvortveggi.



Litlu síðar andaðist Esja. Hún gaf allt fé sitt Búa og Þuríði
dóttur hans. Búi tók þá við búi á Esjubergi og setti þar á
rausnarbú. Eftir brullaupið um sumarið fór Helga til
Esjubergs með Búa. Var það brátt auðsætt að hún var hinn
mesti skörungur. Tókst nú vinátta með þeim Þorgrími goða með
mægðum. Hélt Þorgrímur nú öllu Búa til sæmdar. Var þá þangað
skotið öllum málum. Búi færði sér það allvel í nyt. Varð hann
hinn vinsælasti maður.



Þeim Búa og Helgu varð barna auðið. Þau áttu son þann er
Ingólfur hét og annar hét Þorsteinn. Dóttur áttu þau er
Hallbera hét.



Annað sumar eftir tók Þorgrímur sótt og andaðist. Var hann út
leiddur að þeim sið sem þá var og drukkið eftir hann erfi.



Í þann tíma lét Vakur af förum. Tók hann við landi í Saurbæ
en Helgi tók þá Hofsland af Búa. Tók þá Búi við mannaforræði.
Hafði hann allt út að Nýjahrauni og inn til Botnsár. Búi bjó
á Esjubergi tólf vetur og átti mikið rausnarbú. Á þeirri
stundu fékk Vakur Þuríðar dóttur Búa og Ólafar.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.