Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þórð ch. 12

Þórðar saga hreðu 12 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Þórð ch. 12)

Anonymous íslendingasögurÞórðar saga hreðu
111213

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það var einn tíma um veturinn að Eiður varð var við að faðir
hans reið heiman á laun og upp í hérað. Þóttist hann vita að
hann ætlaði til stórræða nokkurra. Því reið hann eftir honum
við hinn tíunda mann. Fundust þeir uppi við Króksmela. Skeggi
spurði Eið hvert hann ætlaði.



Eiður segir: "Eg vildi fylla flokk þinn faðir minn."



"Vel mun þér það fara frændi en eg mun ríða heim aftur því að
mér er krankt."



"Svo má vera að sé," sagði Eiður, "en eg mun ríða til
Torfustaða því að eg á þangað erindi."



Síðan skilja þeir.



Þenna sama dag hafði Ásbjörn gengið til laugar og sex menn
með honum.



Nú er að segja frá Þórði hreðu.



Hann vaknar þann sama morgun og mælti við bræður sína: "Svo
hafa mér draumar gengið sem þeir Miðfjarðar-Skeggi og Ásbjörn
muni sitja um líf mitt. Mun eg nú fara frá húsi í dag og
gildra til veiða nokkurra, ef færi gefst á, því að eg vil
eigi lengur eiga þá báða yfir höfði mér, Ásbjörn og Skeggja.
Skulum vér fara sjö saman, bræður mínir og Eyvindur og þrír
menn aðrir."



Síðan taka þeir vopn sín og ríða til Reykja. Í þann tíma gekk
Ásbjörn frá laugu og sá mannareiðina.



Ásbjörn mælti við sína menn: "Þar fer Þórður hreða og láta
ófriðlega og mun hann vilja hafa minn fund. Skulum vér snúa
upp á hólinn og bíða þar."



Þeir gera nú svo. Kemur Þórður nú að og slær þegar í bardaga.
Voru hvorirtveggju hinir áköfustu því að engi var liðsmunur.
Þórður varð skjótt mannsbani. Þar féllu þrír menn af Ásbirni
en einn af Þórði. Þá sótti Þórður að Ásbirni og veitti honum
mörg sár svo að hann var nær óvígur. Í því kom Skeggi að með
brugðnum Sköfnungi.



Hann mælti til Ásbjarnar: "Hví rennur þú eigi hinn armi?"



Hann svaraði og kvað vísu:



Læt eg í hug mér hvíta,

hart mót er nú spjóta,

lind, þarf eg liðs þíns frændi

leggfarms koma Skeggi.

Eigi renn eg því að innan

eg minnist Gnár tvinna.

Hörð mun vörn sú er verðum

vit frændr saman litnir.


Settist Ásbjörn nú niður því að hann mæddi blóðrás svo að
hann var yfirkominn. Skeggi hjó til Þórðar og kom það á
öxlina. Var það svöðusár. Og í því kom Eiður að með tíunda
mann og hljóp þegar á millum og kvað þá eigi lengur berjast
skulu. Hann kveðst og skyldu drepa Ásbjörn nema hann gerði
einn um.



Ásbjörn segir: "Það var mitt erindi út hingað að sækja
festarmey mína. En er eg frétti víg bróður míns þá var víst
með mér að hefna hans. En nú er svo orðinn fundur vor að eg
kýs heldur frið við Þórð."



Þórður svaraði: "Fóstra mínum vil eg unna virðingar af málum
þessum en ekki hirti eg ella um sættir. Færu þá enn leikar
sem verða mætti."



Svo lýkur að þeir sættast og skal Eiður gera um öll mál
þeirra og vígaferli. Gengu þeir til handsala, Þórður og
Ásbjörn og Skeggi. Hönd Þórðar þrútnaði og blés upp. Eiður
skar úr eggfarveginn úr sárinu. Tók þá úr verkinn allan.



Eiður stefnir nú héraðsfund. Komu þeir þar allir, Skeggi og
Ásbjörn og Þórður. Lauk Eiður þá upp sættargerð með þeim.



"Það er gerð mín," segir Eiður, "að fyrir víg Össurar geri eg
tvö hundruð silfurs en hið þriðja skal falla niður fyrir
fjörráð við Þórð og allan fjandskap en menn Össurar allir
óhelgir fyrir tilför við Þórð. En fyrir víg Orms geri eg tvö
hundruð silfurs en fyrir áverka þann er faðir minn veitti
Þórði geri eg hundrað silfurs. Síðan skal Ásbjörn fá Sigríðar
sem ætlað var í fyrstu. Skal Þórður hafa inni brullaupið. Hér
er og hundrað silfurs Ásbjörn er við fóstri viljum gefa þér í
frændbætur."



Allir þökkuðu honum fyrir. Skeggja fannst fátt um en kvaðst
mundu halda sættir og grið.



Þórður þakkaði fóstra sínum sættargerð "en ekki vil eg hafa
það hundrað er þú gerðir mér til handa. Skal Skeggi þetta fé
ekki út greiða því að ekki mundi Þórður faðir minn eða
Hörða-Kári taka fémútu á sér og eigi skal eg taka."



Þetta mæltist vel fyrir. Hafði Þórður virðing af málum
þessum.



Nú býst Þórður við brullaupi og býður til mörgum mönnum. Og
um kveldið skipar Eiður mönnum í sæti. Skeggi sat í öndvegi á
hinn æðra bekk og Þórður næst honum. Gegnt Skeggja í öðru
öndvegi sat Ásbjörn brúðgumi og Eiður hið næsta honum.
Brúðkonur sátu á þverpallinn. Var þar veitt vel um kveldið.
Allir menn voru þar kátir nema Skeggi. Hann var heldur
ófrýnn. Gengu menn til svefns um kveldið. Um morguninn gengu
menn til drykkju eftir vanda. Þunglíft var Skeggja og sofnaði
hann undir borðinu. Hann hafði lagt Sköfnung að baki sér.
Illa líkaði Þórði er Skeggi var ókátur um veisluna og tók
hann sverðið Sköfnung og brá.



Eiður mælti: "Þetta er þarfleysa fóstri minn."



Þórður svarar: "Hvað mun saka?"



Eiður segir: "Það er náttúra sverðsins að nokkuð verður að
höggva með því hvern tíma er brugðið er."



Þórður segir: "Það skal prófa" og hljóp út og kvað hann
skyldu görtra við merarbeinin og höggur hross eitt er stóð í
túninu.



Eiður kvað þetta illa orðið.



Nú vaknar Skeggi og saknar bæði sverðsins og Þórðar. Hann
varð reiður og hljóp út og spurði hvort Þórður hefði tekið
sverðið.



Eiður segir: "Eg veld því faðir minn er Þórður hjó hrossið
því að eg sagði náttúru sverðsins."



Þórður kvaðst sjálfur valda.



Þá mælti Skeggi reiður mjög: "Eg vil nú að við reynum með
okkur."



Þórður kvaðst þess albúinn. Þeir Eiður og Ásbjörn ganga á
milli svo að þeir náðu eigi að berjast.



Þá mælti Þórður: "Með því að þeir vilja eigi að við reynum
með okkur þá ætla eg vel fallið að Skeggi geri einn um ef
honum þykir sér nokkur svívirðing ger hafa verið."



Eiður mælti: "Þetta er vel boðið faðir að taka sjálfdæmi af
slíkum manni sem Þórður er."



Þetta þiggur Skeggi og gerði tíu kýr til handa sér.



Þórður svaraði: "Þetta skal vel greiða."



Líkaði nú hvorumtveggja allvel og skildu með vináttu.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.