Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Harð ch. 34

Harðar saga 34 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Harð ch. 34)

Anonymous íslendingasögurHarðar saga
333435

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Nú leitast þeir um höfðingjarnir hver til vill verða að fara
út í hólminn en flestir töldust undan því. Torfi talar þá um
að þeim mundi aukast mikill frami í er færi og mundi þykja
síðan meir maður en áður en sagði líklegt að þeir mundu
gæfulausir vera sem í hólminum voru sakir illgerða sinna.Kjartan Kötluson bróðir Refs, hinn mesti garpur og manna
frálegastur, hann kveðst mundu til hætta að fara ef þeir
vildu gefa honum til hringinn Sótanaut ef Hörður yrði veiddur
"en eg á þó illt að launa Hólmverjum."Þeir játuðu þessu og þótti hann vænlegastur til af þeim er
þar voru þá.Kjartan mælti þá: "Mun ei það líkast að hafa bátinn Þorsteins
gullknapps? Oft hefir hann oss að óliði farið."Öllum þótti það vænlegt og sögðu að Hólmverjar mundu það síst
gruna. Kjartan Kötluson reri nú út á báti Þorsteins
gullknapps. Hann var í brynju undir kufli. En er hann kom í
Hólm segir hann Herði að landsmenn vilja sættast, lét Illuga
og vini hans eiga mikinn hlut í að þeir færu frjálsir. Geir
trúði þessu og þótti líklegt vera er hann hafði bát Þorsteins
gullknapps því að hann hafði þeim eiða unnið að hann skyldi
aldrei þeim til svika ganga. Margir voru fúsir í burt og
leiddist þar að vera og fýstu að farið væri með Kjartani í
burt úr Hólmi.Þá mælti Hörður: "Mjög oft höfum við Geir orðið eigi á eitt
sáttir því að okkur hefir jafnan eigi einn veg sýnst. Þykir
mér þeir illan mann hafa til fengið þar sem Kjartan er slík
hugðarmál að bera, jafnmikil nauðsyn sem við liggur
hvorumtveggjum. Höfum vér og lítt við Kjartan vingast."Hann mælti þá: "Ekki skulum vér nú á það minnast því að það
heyrir eigi þeim er sáttmál bera en satt eitt segi eg yður og
sverja mun eg það ef yður þykir þá fullara."Herði kveðst svo á hann lítast að hann mundi ekki eiðvar vera
og kvað þá vísu:Mér líst málma snerru

meiður, sá er ferðar beiðir,

hryggðarfullan hvergi bregðast,

hann að njósnir kanni.

Brennu skyldi í burtu hranna

Baldur sjá komast aldrei,

ef eyðir álms því réði,

ómeiddur, sá er slíks beiddi.


Þá fýstu flestir allir burtferðar. Tóku þá þegar sumir sér
flutning með Kjartani.Hörður kveðst hvergi fara mundu "en eg læt vel að þeir reyni
hversu Kjartan væri þeim trúr. En það ætla eg," segir hann,
"að þér séuð ókátari hinn síðara hluta dags."Kjartani þótti því betur sem hann flytti í burtu fleiri.
Margir stigu á ferjuna. Sagði Kjartan að þeir skyldu sjálfir
fara í móti sínum mönnum í annað sinni. Þeir fóru nú frá
Hólmi. Eigi mátti mannfjölda sjá fyrr en skipið kom fram
fyrir tangann. En er þeir voru landfastir orðnir gerðu bændur
að þeim kvíar af mannfjölda. Og er þeir komu á land voru þeir
teknir allir og haldnir og síðan snúinn vöndur í hár þeim og
höggnir gervallir. Þá fögnuðu landsmenn er svo lítið lagðist
fyrir slíka illvirkja og þótti þeim nú líklega á horfast að
þeir mundu allir unnir verða.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.