Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Harð ch. 5

Harðar saga 5 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Harð ch. 5)

Anonymous íslendingasögurHarðar saga
456

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Grímur hinn litli kom að máli við Signýju um vorið. Segist
hann vilja á burt fara."Þykir mér vant ykkar á milli að ganga," segir hann, "enda er
svo best að skilja að hvorumtveggjum getist vel að."Signý mælti: "Tala þú þetta fyrst við Grímkel og haf hans ráð
við því að þá muntu fá betri kosti en eg vildi gjarna að þú
hefðir góða kosti en mér virðist hann vera vel til þín."Nú gerir Grímur svo að hann talar við bónda, segist vilja í
burtu fara ef hann vill það samþykkja.Grímkell svarar: "Það er ráð mitt að þú sért heima. Skaltu og
hafa betri kosti en áður því að mjög þarftu við Signýjar en
við þurfum þín mjög til umbóta skapsmuna okkarra."Og svo gerði Grímur að hann var heima þau misseri og gast
þeim báðum vel að honum. En um vorið eftir talaði Grímur við
bónda að hann vildi fyrir víst á burtu en Grímkell mælti
heldur á móti."Þá bið þú Guðríðar Högnadóttur til handa mér," segir Grímur,
"ef þú vilt að eg sé hjá þér."Grímkell svarar: "Dýr gerist þú nú því að hér er mannamunur
mikill. Þú ert félítill en Högni er auðmaður mikill."Grímur mælti: "Vel máttu þó þessu ráða."Grímkell svarar: "Prófa má eg þetta."Hann fer nú í Hagavík og er honum þar vel fagnað. Hann biður
nú Guðríðar til handa Grími. "Er það frá manni að segja að
hann er vitur maður og vel að íþróttum búinn. Mun hann og
vera þarfur búi og miklu á leið koma, því er þar hentar til,
en þú tekur fast að eldast og sýnist mér þér slík mægð
hentug."Högni svarar: "Oft hefir þú leitað mér meiri virðingar en svo
nokkuð en þær mæðgur skulu hér mestu um ráða."Grímkell kvað þau skyldu ekki mikið fé þurfa fram að leggja.
"Skal hér og ekki ríkara við liggja en þú skalt sjálfur ráða
dóttur þinni fyrir mér en vel segir mér hugur um Grím að hann
verður nytjamaður."Eigi þarf hér langt um að tala. Það verður að lyktum máls
þeirra að Grímur fær Guðríðar. Var boð þeirra að Ölfusvatni
og fór það vel fram. Voru samfarir þeirra góðar. Voru þau þar
um veturinn og gast þar hvorum að vel við aðra.En um vorið vildu þau Grímur á burt fara. Sagði hann Signýju
en hún bað hann segja til Grímkels og kvað þá mundu allt best
fara ef hann léti Grímkel ráða. Nú vekur hann til við bónda
að hann vill í burt fara.Grímkell svarar: "Það ætla eg nú ráð að gera þér þetta
hallkvæmt og láta þig þessu ráða því að það er líklegt að þú
verðir þrifamaður."Grímur keypti þá land suður frá Kluftum er hann kallaði á
Grímsstöðum og bjó þar síðan. Grímkell fékk öll búsefni
Grími en Högni galt fyrir landið. Grímur rakaði brátt fé
saman. Voru tvö höfuð á hvívetna því er hann átti. Var hann
skjótt hafður í hinni bestu bóndatölu.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.