Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HallfrÓT ch. 2

Hallfreðar saga (in ÓT) 2 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HallfrÓT ch. 2)

Anonymous íslendingasögurHallfreðar saga (in ÓT)
123

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Einn tíma mælti Óttar við Ávalda: "Það leikur mér í skapi að
kaupa Íslandsfar og ráðast þangað því að það hefi eg spurt að
menn hafa þar frelsi og góðar náðir. Það láta sér nú og sóma
margir góðir drengir að staðfestast þar en þó vildi eg að við
færum fyrst til Noregs og vita að við næðum Sokka víkingi.
Þætti mér best að losna þaðan eigi fyrr fullkomlega en við
hefðum nokkuð hefnt feðra okkarra."Ávaldi bað hann ráða. Síðan keyptu þeir sér skip gott,
Íslandsfar, sigldu þá austur til Noregs og héldu inn í Sogn.
En er þeir fundu Galta sögðu þeir honum alla sína ætlan og
ráðagerð.Galti mælti: "Það ber nú vel til. Sokki víkingur og bróðir
hans er Sóti heitir liggja nú einskipa héðan skammt í brott
og sofa þeir á landi um nætur í einu lofti. En eg skal fá
ykkur til fylgdar mann þann er Steinn heitir. Hann er
kunningi víkinganna og munu þeir hann ekki varast."Fóru þeir Óttar þá til skips síns og lögðu út um akkeri. Þá
var kominn á vindur byrvænlegur. Síðan fóru þeir til lands
þrír saman á einum báti litlum, Óttar, Ávaldi og Steinn. Þeir
lentu í leyni skammt frá bæ þeim er þeir Sokki sváfu um
nóttum. Þeir gengu upp frá ströndu. En er þeir komu nær bænum
þá gekk Steinn til fundar við víkinga og fékk sér til erindis
slíkt er honum sýndist. Kom hann sér þegar á tal við Sokka og
drakk með þeim um kveldið. En er þeir gengu að sofa er mikið
var af nótt þá gerði Steinn vísbending þeim Óttari.
Víkingarnir voru sjö saman. Komu þeir í loftið og tóku að
afklæðast. Brann þar ljós og var bjart inni en úti var
niðamyrkur sem mest. Þá Óttar og Ávalda bar að skjótt svo að
þeir gengu þá neðan á riðið er víkingar þeir er síðast gengu
voru komnir í ofanvert. Snöruðu þeir inn í loftið. Lagði
Óttar sverði til Sokka neðan undir brynjuna og svo upp í
kviðinn að það varð þegar hans bani. Ávaldi hjó til Sóta með
sverði í því er hann steypti af sér brynjunni og sneið af
honum báða þjóhnappana. Síðan hljópu þeir út og ofan fyrir
riðið og Steinn með þeim, létu þá myrkrið gæta sín. Fóru þeir
til bátsins og svo út til kaupskipsins. Byr var á blásandi.
Undu þeir segl upp þegar er lýsti og létu ganga út á haf og
þóttu þeir hafa heldur skörulega ráðið til hefnda.En er Gunnhildur konungamóðir spurði þessi tíðindi mælti hún:
"Það er illa orðið er eg leiddi ekki þá menn augum er vini
vora hafa drepið og skammað. En eg veit eigi hverjir gert
hafa og verður þó nú svo að standa."Þeim Óttari byrjaði vel. Komu þeir skipi sínu fyrir norðan
land í Blönduósi. Áður voru þar numin lönd. Óttar keypti land
í Grímstungu í Vatnsdal að þeim manni er Einar hét og gaf við
kaupskipið. Setti Óttar þar bú saman. Ávaldi var hinn fyrsta
vetur með Óttari. Hann var kallaður Ávaldi skegg. En um vorið
keypti hann land að Hnjúki í Vatnsdal og fékk þeirrar konu er
Hildur hét. Hún var dóttir Eyvindar sörkvis. Þeirra dóttir
hét Kolfinna. Hún var væn kona og ofláti mikill.Ólafur hét maður er bjó að Haukagili. Ólafur var maður
auðigur og vinsæll. Kona hans hét Þórhalla dóttir Ævars hins
gamla úr Langadal. Dóttir þeirra Ólafs og Þórhöllu hét Ásdís.
Hennar bað Óttar í Grímstungu og fékk með miklum peningum.
Þau gátu son er hét Hallfreður. Hann var kallaður eftir
móðurföður Óttars. Annar son Óttars hét Galti. Valgerður hét
dóttir þeirra Óttars og Ásdísar. Hún var kvenna fríðust sýnum
þeirra er þá voru í Vatnsdal.Ólafur að Haukagili fóstraði Hallfreð dótturson sinn. Var
hann þar vel haldinn. Hallfreður var snemmendis mikill og
styrkur að afli, karlmannlegur að allri skapan, nokkuð
skolbrúnn og nefljótur en þó vel farið andlitssköpunum,
jarpur á hár og fór vel hárið. Hann þótti heldur margbreytinn
þegar hann var nokkuð þroskaður. Skáld var hann þegar á unga
aldri og allníðskár. Ekki var hann mjög vinsæll.Þá var Hallfreður nær tvítugur er hann lagði hug á Kolfinnu
dóttur Ávalda skeggs. Ávalda var lítið um að Hallfreður
glepti dóttur hans en hann vildi gifta honum Kolfinnu.
Hallfreður vildi eigi kvongast.Þá bjó á Mársstöðum Már son Jörundar háls. Hann var vinur
Ávalda skeggs. Ávaldi fór að finna Má og sagði honum hvern
ójafnað Hallfreður gerði honum.Már svarar: "Hér eru skjót úrræði til. Eg skal fá mann til að
biðja Kolfinnu dóttur þinnar. Maður heitir Grís og er
Sæmingsson. Hann býr út í Langadal fyrir Geitaskarði. Hann er
vinur minn. Grís er maður auðigur og vinsæll. Hann hefir
farið vel, verið allt út í Miklagarð og fengið þar mikla sæmd
af stólkonunginum."Fór þá Ávaldi heim en Már sendi orð Grís vin sínum. Kom hann
á Mársstaði.En er þeir Már tóku tal saman þá mælti Már: "Ráð ætla eg að
gera fyrir þér að þú skalt biðja Kolfinnu dóttur Ávalda
skeggs. Er sá kostur bestur, kona fríð en fé skortir eigi."Grís játar þessu og ríða þeir Már til Ávalda við sjöunda
mann. Ávaldi fagnaði þeim vel. Gengu þeir allir inn með bónda
en settu úti spjót sín. Grís átti gullrekið spjót. Þeir tóku
tal sitt og flutti Már bónorðið fyrir hönd Gríss. Ávaldi tók
því vel, kvaðst þar vilja hlíta ráðum Más "og ef konunum líst
svo sem mér þá mun honum eigi frá vísað."Lauk svo þeim málum að Kolfinna var föstnuð Grísi.En meðan þeir sátu inni að þessum málum kom Hallfreður á
bæinn við annan mann. En er þeir sáu spjótin úti mælti
Hallfreður til síns förunauts: "Komnir munu hér vera menn
nokkurir um langan veg. Gæt þú hesta okkarra en eg mun ganga
til dyngju Kolfinnu."En er þau fundust spurði hann hvað komið væri "en eigi mun
þurfa að spyrja að," segir hann, "maður mun kominn að biðja
þín. En ekki trúi eg að það verði vel svo búið."Kolfinna svarar: "Lát þú þá fyrir sjá er ráða eigu.""Það ráð skal eigi hafa," segir hann, "þó að þér þyki biðill
þinn nú þegar betri en eg."Gengu þau Hallfreður þá út og setti hann Kolfinnu í kné sér
hjá dyngjuvegginum. Í því komu menn út. Grís var augdapur.Hann mælti: "Hverjir eru þessir menn er svo talast við
blíðlega?"Ávaldi svarar: "Þar er Hallfreður Óttarsson og Kolfinna
dóttir mín."Grís mælti: "Er þessu vant?""Oft ber svo að," segir Ávaldi, "en þú átt nú af að ráða
þessi vandræði er hún er þín festarkona."Grís mælti: "Svo virði eg að þetta sé gert til glettni við
mig."Þá mælti Hallfreður: "Vita skaltu það Grís að þú skalt hafa
minn fjandskap fullkominn ef þú ætlar þér þenna ráðahag."Már svarar: "Engis virði eg orð þín hér um því að þau munu
engis metin um þetta og mun Ávaldi ráða eiga dóttur sinni."Þá kvað Hallfreður vísu:Svo nökkvi verðr sökkvis

sannargs troga margra

ægilegs fyrir augum

allheiðins mér reiði

sem ólítill úti

alls mest við för gesta,

stæri eg brag, fyrir búri

búrhundur gamall stúri.


"Og hirði eg ekki, Blót-Már, hvað þú leggur til."Már mælti: "Það skal þér grimmu gjalda ef þú flimtir mig."Hallfreður svarar: "Eg mun ráða orðum mínum."Reið hann þá í brott og förunautur hans. Már sagði að eigi
mátti svo búið standa og bað þá ríða eftir Hallfreði. Þeir
gerðu svo. Fékk Ávaldi þeim tvo menn og voru þeir þá saman
níu.Hallfreður átti heima að Haukagili. Ólaf fóstra hans grunaði
um ferðir þeirra Márs og Gríss. Sendi hann þegar til Óttars
og lét segja honum allan málavöxt að Hallfreður mundi þurfa
manna við. Óttar brá við þegar er honum komu orð. Bjó hann
sig og alla þá menn er hann fékk. En er hann kom til
Haukagils þá var Ólafur vopnaður og kominn á hest og allir
húskarlar hans.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.