Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HallfrÓT ch. 3

Hallfreðar saga (in ÓT) 3 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HallfrÓT ch. 3)

Anonymous íslendingasögurHallfreðar saga (in ÓT)
234

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú er að segja frá Hallfreði. Þeir ríða tveir undan en níu
eftir.



En er hvorir sáu aðra þá mælti Hallfreður: "Eftirför er
okkur veitt og skulum við aldrei lengur láta eltast."



Þeir voru þá komnir hjá holti nokkuru. Mælti Hallfreður að
þeir skyldu þar við búast. Þeir Grís komu skjótt og sóttu að
þeim en þeir vörðust vel og drengilega. En þó kom að því sem
mælt er að ekki má við margnum. Lauk svo að þeir voru báðir
handteknir og bundnir.



Var það mjög jafnskjótt að þeir Grís voru á bak komnir og
hann mælti: "Menn ríða hér að oss og munu vera eigi færri
saman en þrír tigir. Má vera að sigurinn verði ekki langær."



Riðu þeir þá mikinn undan og leituðu sér vígis. Þeir námu
staðar við götuskarðið er þeir komu yfir Vatnsdalsá. Óttar
kom að ánni með þrjá tigu manna. Grís heilsaði Óttari og
spurði hvað hann vildi við mannfjölda svo mikinn.



Óttar svarar: "Hvar er Hallfreður frændi minn?"



Grís mælti: "Bundinn er hann en eigi drepinn og liggur hann
undir holti því er vér komum saman."



Óttar mælti: "Óvirðulega hafið þér við hann búið þó að sakar
væru nokkurar eða viltu Grís unna mér eindæmis um þetta mál?"



Grís svarar: "Reyndur ertu að drengskap og vil eg þessu játa."



Festu þeir þetta sín í millum og skildust sáttir. Sneri Óttar
þá aftur við sína menn. Hann fann þá Hallfreð og leysti þá.



Óttar mælti: "Eigi er ferð þessi frændi orðin virðuleg."



Hallfreður sannaði það og spurði ef þeir Grís hefðu fundist.
Óttar kvað svo vera og sagði hvað að sættum varð með þeim.



Hallfreður mælti: "Eigi hirði eg faðir hversu þú gerir um
þetta mál ef Grís fær eigi Kolfinnu."



"Því skaltu eigi ráða," segir Óttar, "hann skal eiga konuna
því að hann trúði mér til gerðarinnar. En þú skalt fara utan
frændi og leita þér þar meiri sæmdar og heilla."



Hallfreður svarar: "Vant er þó að vita hverjir mér eru trúir
ef feðurnir bregðast. Mun nú og svo fara að hvorgi okkar mun
hafa vel. Skaltu eigi einn ráða hér um því að það skal fyrst
að hendi bera þegar eg finn Grís að eg skal bjóða honum
hólmgöngu."



Síðan skilja þeir feðgar tal sitt. Ríður Óttar heim í
Grímstungu en Hallfreður til Haukagils með Ólafi.



Fám dögum síðar sendir Ólafur orð Óttari mági sínum að hann
skuli bregða ráðahag með þeim Grís og Kolfinnu, segir ellegar
vera vandræða vant við skaplyndi Hallfreðar. En þeim Ólafi og
Hallfreði koma þau orð að hann vill þeim um ekki vera
bágráður ef hann má um mæla. Var þeim það og sagt með að
Óttar var sjúkur mjög og bað Hallfreð sem skjótast koma til
sín því að Óttar vill skipa til um fjárfar sitt áður hann
láti af berast. Hallfreður fór þegar að finna föður sinn er
hann spurði vanmátt hans. En er hann kom í Grímstungu var
Óttar sóttlaus og lét þegar taka Hallfreð höndum og setja í
fjötur.



Þá mælti Óttar: "Nú eru tveir kostir til Hallfreður, að sitja
hér í fjötri eða láta mig einn öllu ráða fyrir þína hönd."



Hallfreður svarar: "Eigi hefir þú þó í tveim höndum við mig
um fjandskapinn. Nú muntu heldur ráða hljóta en eg sitji hér
í fjötrum og pínu."



Voru þá látnir fjötrar af Hallfreði.



Grís gekk að eiga Kolfinnu og fór hún til bús með honum og
varð hún honum lítt unnandi.



Ólafur að Haukagili fýsti Hallfreð frænda sinn og fóstra að
fara utan. Hét hann að fá honum fé svo að hann væri vel
sæmdur að fara með öðrum mönnum. Óttar faðir hans talaði og
slíkt hið sama. Hann lauk og upp gerð um mál þeirra Gríss að
Grís skyldi gjalda hálft hundrað silfurs, Hallfreður skyldi
fara utan.



Hann vildi ekki hafa fé það og mælti til þeirra föður síns og
Ólafs: "Sé eg ástráð ykkur við mig. Nú er það líkast að þið
ráðið þessu að sinni er þið leggið svo mikið kapp á að eg
fari utan. En svo segir mér hugur um að löng verði vandkvæði
vor Gríss."



Fór Hallfreður þá til skips í Hvítá og utan um sumarið.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.