Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HalldSn ch. II 2

Halldórs þáttr Snorrasonar 3 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HalldSn ch. II 2)

UnattributedHalldórs þáttr Snorrasonar
2II 24

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Maður hét Þórir Englandsfari og hafði verið hinn mesti
kaupmaður og lengi í siglingum til ýmissa landa og fært
konungi gersemar. Þórir var hirðmaður Haralds konungs og þá
mjög gamall.



Þórir kom að máli við konung og mælti: "Eg er maður gamall
sem þér vitið og mæðist eg mjög. Þykist eg nú eigi til fær að
fylgja hirðsiðum, minni að drekka eða um aðra hluti þá sem
til heyra. Mun nú annars leita verða þótt þetta sé best og
blíðast að vera með yður."



Konungur svarar: "Þar er okkur hægt til úrræða vinur. Ver með
hirðinni og drekk ekki meira en þú vilt í mínu leyfi."



Bárður hét maður upplenskur, góður drengur og ekki gamall.
Hann var með Haraldi konungi í miklum kærleikum. Voru þeir
sessunautar, Bárður, Þórir og Halldór.



Og eitt kveld er konungur gekk þar fyrir er þeir sátu og
drukku, í því bili gaf Halldór upp hornið. Það var dýrshorn
mikið og skyggt vel. Sá gjörla í gegnum að hann hafði drukkið
vel til hálfs við Þóri en honum gekk seint af að drekka.



Þá mælti konungur: "Seint er þó menn að reyna Halldór," segir
hann "er þú níðist á drykkju við gamalmenni og hleypur að
vændiskonum um síðkveldum en fylgir eigi konungi þínum."



Halldór svarar engu en Bárður fann að honum mislíkaði umræða
konungs. Fór Bárður þegar um myrgininn snemma á fund konungs.



"Þó ert þú nú árrisull Bárður," segir konungur.



"Em eg nú kominn," kvað Bárður, "að ávíta yður herra. Þér
mæltuð illa og ómaklega í gærkveld til Halldórs vinar yðvars
er þér kennduð honum að hann drykki sleitilega því að það var
horn Þóris og hafði hann unnið og ætlaði að bera til skapkers
ef eigi drykki Halldór fyrir hann. Það er og hin mesta lygi
er þér mæltuð að hann færi að léttlætiskonum en kjósa mundu
menn að hann fylgdi þér fastara."



Konungur svarar og lét að þeir mundu semja þetta mál með sér
þá er þeir Halldór fyndust.



Hittir Bárður Halldór og segir honum góð orð konungs til hans
og kvað einsætt vera að hann léti sér einskis þykja um vert
orðaframkast konungs og á Bárður hinn besta hlut að með þeim.



Líður fram að jólum og er heldur fátt um með þeim konungi og
Halldóri. Og er að jólum kemur þá eru víti upp sögð sem þar
er tíska til. Og einn morgun jólanna er breytt hringingum.
Gáfu kertisveinar klokkurum fé til að hringja miklu fyrr en
vant var og varð Halldór víttur og fjöldi annarra manna og
settust í hálm um daginn og skyldu drekka vítin. Halldór
situr í rúmi sínu og færa þeir honum eigi að síður vítið en
hann lést eigi drekka mundu. Þeir segja þá konungi til.



"Það mun eigi satt," segir konungur, "og mun hann við taka ef
eg færi honum," tekur síðan vítishornið og gengur að
Halldóri.



Hann stendur upp í móti honum. Konungur biður hann drekka
vítið.



Halldór svarar: "Eg þykist ekki víttur að heldur þó að þér
setjið brögð til hringinga til þess eins að gera mönnum
víti."



Konungur svarar: "Þú munt drekka skulu vítið þó eigi síður en
aðrir menn."



"Vera má það konungur," segir Halldór, "að þú komir því á
leið að eg drekki. En það kann eg þó segja þér að eigi mundi
Sigurður sýr fá nauðgað Snorra goða til" og vill seilast til
hornsins sem hann gerir og drekkur af en konungur reiðist
mjög og gengur til rúms síns.



Og er kemur hinn átti dagur jóla var mönnum gefinn máli. Það
var kallað Haraldsslátta. Var meiri hlutur kopars, það besta
kosti að væri helmings silfur. Og er Halldór tók málann hefir
hann í möttulsskauti sínu silfrið og lítur á og sýnist eigi
skírt málasilfrið, lýstur undir neðan annarri hendi og fer
það allt í hálm niður.



Bárður mælti, kvað hann illa með fara: "Mun konungur þykjast
svívirður í og leitað á við hann um málagjöfina."



"Ekki má nú fara að slíku," segir Halldór, "litlu hættir nú
til."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.