Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gr ch. 43

Grettis saga Ásmundarsonar 43 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gr ch. 43)

Anonymous íslendingasögurGrettis saga Ásmundarsonar
424344

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þorbjörn öxnamegin spurði að Atli og Grímur voru heiman
farnir. Voru hjá honum Þórissynir frá Skarði, Gunnar og
Þorgeir. Þorbirni lék öfund á vinsældum Atla og því eggjaði
hann þá bræður Þórissonu að þeir skyldu sitja fyrir Atla er
þeir færu utan af Nesinu. Riðu þeir þá heim til Skarðs og
biðu þar til þess er þeir Atli fóru upp um með lestina. En er
þeir komu fram um bæinn á Skarði þá var sén för þeirra.
Brugðu þeir bræður þá skjótt við með húskarla sína og riðu
eftir þeim.



En er þeir Atli sáu ferð þeirra bað hann þá taka ofan
klyfjarnar af hestunum "og munu þeir vilja bjóða mér bætur
fyrir húskarl minn er Gunnar drap í fyrra sumar. Orkum ekki á
fyrri en verjum hendur vorar ef þeir vekja fyrri við oss."



Nú koma hinir að og hlaupa þegar af baki. Atli fagnar þeim og
spurði að tíðindum "eða viltu bæta mér nokkuru Gunnar fyrir
húskarl minn?"



Gunnar svarar: "Annars væruð þér verðir Bjargsmenn en eg bæti
það góðu. Væri og meiri bóta vert fyrir víg Þorbjarnar er
Grettir vó."



"Ekki á eg því að svara," sagði Atli, "enda ertu ekki aðili
þess máls."



Gunnar kvað nú fyrir það ganga mundu "og göngum að þeim og
neytum þess nú að Grettir er nú eigi nærri."



Þeir hlupu að Atla og voru átta saman en þeir Atli sex saman.
Atli gekk fram fyrir sína menn og brá sverðinu Jökulsnaut er
Grettir hafði gefið honum.



Þá mælti Þorgeir: "Margt er líkt með þeim er góðir þykjast.
Ofarlega bar Grettir saxið í fyrra sumar á
Hrútafjarðarhálsi."



Atli svarar: "Hann mun og vanari við stórvirkin en eg."



Síðan börðust þeir. Gunnar sótti að Atla með ákefð og var
hinn óðasti.



Og er þeir höfðu barist um stund mælti Atli: "Engi frami er í
því að við drepum verkmenn hvor fyrir öðrum og er það næst að
við sjálfir leikumst við því að eg hefi aldrei með vopnum
vegið fyrr en nú."



Gunnar vildi það eigi.



Atli bað húskarla sína að geyma að lestinni "en eg mun sjá
hvað þeir gera að" gekk þá svo hart fram að þeir Gunnar
hrukku fyrir. Drap Atli þar tvo fylgdarmenn þeirra bræðra.
Eftir það sneri hann á móti Gunnari og hjó til hans svo að í
sundur tók skjöldinn fyrir neðan mundriða um þvert og kom á
fótinn fyrir neðan knéð. Og þegar hjó hann annað högg svo að
það varð að banasári.



Nú er að segja frá Grími Þórhallssyni að hann réðst á móti
Þorgeiri og áttust þeir lengi við því að hvortveggi þeirra
var hraustur maður. Þorgeir sá fall Gunnars bróður síns.
Vildi hann þá undan leita. Grímur hljóp eftir honum og elti
hann þar til að Þorgeir drap fæti og féll áfram. Þá hjó
Grímur með öxi milli herða honum svo stóð á kafi. Þá gáfu
þeir grið fylgdarmönnum þeirra þremur sem eftir voru. Eftir
það bundu þeir sár sín og hófu upp klyfjar á hestana og fóru
síðan heim og lýstu vígum þessum.



Sat Atli þá heima með fjölmenni um haustið. Þorbirni
öxnamegin líkaði stórilla og gat þó ekki að gert því að Atli
var mjög vinsæll. Grímur var með honum veturinn og svo Gamli
mágur hans. Þar var þá og Glúmur Óspaksson, annar mágur hans.
Hann bjó þá á Eyri í Bitru. Höfðu þeir setu fjölmenna á
Bjargi og var þar glaumur mikill um veturinn.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.