Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gísl ch. 23

Gísla saga Súrssonar 23 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gísl ch. 23)

Anonymous íslendingasögurGísla saga Súrssonar
222324

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú er frá því að segja að Börkur þrýstir að Eyjólfi fast og
þykir eigi svo fylgt sem hann vildi og þykir eigi mikið koma
fyrir féð, það er hann fékk honum í hendur og kveðst þess vís
vera orðinn að Gísli væri í Geirþjófsfirði og segir það
mönnum Eyjólfs er á milli fara að hann leiti eftir Gísla
ellegar hann kveðst sjálfur mundu fara. Eyjólfur vaknar við
skjótt og sendir enn Njósnar-Helga til Geirþjófsfjarðar og
hefur hann nú vistir með sér og er á brott viku og situr nú
um að hann yrði var við Gísla. Sér nú einn dag að hann gengur
frá leynum sínum og kennir Gísla. Lætur hann nú verða við
brugðið og fer á brott og segir Eyjólfi hvers hann er vís
orðinn.



Eyjólfur býr nú ferð sína heiman með níunda mann og fer til
Geirþjófsfjarðar og hittir á bæ Auðar. Þeir finna eigi Gísla
þar og fara nú um alla skóga að leita Gísla og finna hann
eigi, koma aftur til bæjar Auðar og býður Eyjólfur henni
mikið fé til að segja til Gísla. En það fer fjarri að hún
vilji það. Þá heitast þeir að meiða hana að nokkru og tjáir
það alls ekki og verður við það heim að fara. Þykir þessi för
hin hæðilegasta og er Eyjólfur heima um haustið.



En þó að Gísli yrði þá eigi fundinn þá skilur hann þó að hann
muni tekinn verða er skammt er á milli. Gísli ræðst nú heiman
og inn til Strandar og ríður á fund Þorkels bróður síns í
Hvamm. Hann drepur þar á dyr á svefnhúsi því er Þorkell
liggur í og gengur hann út og heilsar Gísla.



"Nú vil eg vita," sagði Gísli, "ef þú vilt mér nokkurn
fullting veita; vænti eg nú af þér góðrar liðveislu; er nú
mjög þröngt að mér; hef eg og lengi til þessa sparast."



Þorkell svarar hinu sama og kveðst enga björg munu veita
honum, þá er hann megi sakir á gefa en kveðst mundu fá honum
silfur eða fjararskjóta ef hann þyrfti eða aðra hluti þá sem
fyrr var sagt.



"Sé eg nú," sagði Gísli, "að þú vilt mér ekki lið veita. Fá
mér nú þrjú hundruð vaðmála og huggast svo að eg mun sjaldan
krefja þig héðan frá liðs."



Þorkell gerir svo, fær honum vöru og silfur nokkuð. Gísli
kveðst það nú og þiggja mundu en sagðist eigi þó svo
lítillega við hann gera mundu ef hann stæði í hans rúmi.



Gísla þykir fyrir er þeir skiljast. Hann fer nú út í Vaðil
til móður Gests Oddleifssonar og kemur þar fyrir dag og
drepur á dyr. Gengur húsfreyja til dyra. Hún var oft vön að
taka við skógarmönnum og átti hún jarðhús; var annar
jarðhússendinn við ána en annar við eldahúsið hennar og sér
enn þess merki.



Þorgerður fagnar vel Gísla, "og mun eg það til láta við þig
að þú dveljist hér um hríð en eg má eigi vita hvort það
verður nokkuð annað en kvenvælar einar."



Gísli kveðst nú það þiggja mundu en segir nú eigi verða
körlunum svo vel að örvænt sé að konunum verði betur. Gísli
er þar um veturinn og hefur hvergi verið jafnvel gert við
hann í sektinni sem þar.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.