Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Flj ch. 5

Fljótsdæla saga 5 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Flj ch. 5)

Anonymous íslendingasögurFljótsdæla saga
456

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þeir bræður í Njarðvík sömdu eigi öll mál með sér um fjárfar.
Ketill vildi einn ráða öllu svo að Þorvaldur var að öngvu
kvaddur. En Þorvaldi leiddist það brátt og beiddi að þeir
mundu skipta fé og mannaforráði.En Ketill bað hann skipta þegar hann vildi og kvaðst honum
unna við sig alls fjár að helmingi "en mannaforráð er lítið
og nenni eg eigi skipta því eg ann þess öngum nema mér."Þorvaldur þóttist jafnt eiga hvorttveggja þó að hann næði
eigi "en séð hef eg það fyrir löngu að þú vilt mig flestu
appella. Þykir mér sem sénn muni minn kostur að eg muni slíkt
hljóta að hafa sem þú skefur mér af fé en þó skulum við
skilja að sinni þó að þú gerir minn harðan. En vita skaltu
það að eg þykist að helmingi eiga þó að eg fái eigi svo
búið."Síðan leitaði Ketill að fémunum og skiptir öllu fé í helminga
við Þorvald bæði kvikfé og lausafé og öllu því er innan
veggja var nema goðorði. Því skipti hann eigi.Eftir það fór Þorvaldur á burt með alla eigu sína upp um
heiði. Hann byggði lendur sínar þær sem hann hafði hlotið en
seldi kvikfé að leigu.Skip stóð uppi í Fljótsdalshéraði við hin eystri fjöll þar
sem heitir Unaós. Þorvaldur fær vöru og ræður sig í þetta
skip og fór utan. Og er þeir koma í haf byrjaði þeim lítt og
velktust úti lengi sumars og að áliðnu sumri fá þeir veður
stór og ákaflega hríð. Þessi veður leiða þá úr hafi og sigla
að Hjaltlandi um nótt. Þar voru útfiri mikil og sigla þeir í
boða og brjóta skipið í spón og týndist fé allt en menn
komust lífs á land. Þorvaldur kom á land sem aðrir menn. Var
hann í íslenskum klæðum. Öngvan hlut rak upp af fé Þorvalds
nema eitt spjót mikið. Tók hann það í hönd sér. Hann var tvær
nætur við ströndina og beið ef nokkuð ræki upp af hans
varnaði og vill það ekki verða að þau mörk finnist að
Þorvaldur ætti. Sýnist honum það ráð að sitja þar eigi lengur
birgðalaust. Er það einn dag að hann gengur í burt.Fyrir Hjaltlandi réð þá jarl einn sá er Björgólfur hét. Hann
var þá gamall maður. Það sýnist Þorvaldi að snúa þangað að er
jarl réð fyrir. Hann settist utarlega um kvöldið en um
morguninn gekk hann fyrir jarl. Sjá jarl var vinsæll af
alþýðu en var þó þá óglaður. Hann kvaddi vel jarlinn. Hann
tók því vel. Jarl spurði hver hann væri.Hann kvaðst vera íslenskur maður, leysingi einn af smám
ættum, nýkominn úr skipbroti, auralaus maður "veitið mér,
herra, veturvist því að eg vil gjarna með yður vera."Jarl mælti: "Svo líst mér á þig sem þess munir þú þurfa."Þorvaldur bað hann vísa sér til sætis.Jarl mælti: "Sittu á óæðra bekk þar sem mætast þrælar og
frjálsir menn. Vertu fáskiptinn og kátur af þyrft þeirri við
alla."Þorvaldur gekk til sætis og er hann þar um veturinn. Gerir
hann eftir því sem jarl mælti að hann var kátur við
bekkjunauta sína enda voru þeir auðveldir í öllum spurningum
og spurði hann jafnan margs. Og leið veturinn mjög fram að
jólum.Þá ógladdist mjög lýðurinn. Jarlinn gerði þá mjög ókátan.
Jarl átti sér konu unga og tvo sonu við, unga að aldri en
væna að áliti. Og það var einn aftan að Þorvaldur spyr þá er
næstir honum voru hvað mönnum stæði fyrir ógleði. Enginn
vildi segja honum og líður nú að jólunum. Það var eina nótt
að þeir menn heyrðu sem næst lágu Þorvaldi að hann lét illa í
svefni. Þeir vildu vekja hann en jarl bað þá láta hann njóta
draums síns. Síðan vaknaði hann og spurðu menn hvað hann
hefði dreymt en hann vildi þar ekki frá segja. Það var tveim
nóttum áður menn héldu jól sín að Þorvaldur gekk fyrir jarl
og kvaddi hann vel og virðulega. Jarlinn tók því blíðlega.Þorvaldur mælti: "Því er eg hér kominn að eg vil spyrja yður
að því er enginn vill annar. Eg vildi vita hvað til ber um
ógleði þeirra manna er hér eru því að menn njóta hvorki
svefns né matar og aflar mér það nokkurrar hryggðar. Þykir
mér þú af því líklegastur til að segja mér, þeirra sem hér
eru, að þú ert hér formaður annarra."Jarl kvað hann þess ekki þurfa að forvitnast "því að það
skiptir þig öngvu. Þú munt ekki að því gera og hafðu öngva
þökk fyrir fréttina. Forvitnist þér það mart að yður er engin
þörf á og væri það maklegt að þess gyldi einhver."Þorvaldur kvaðst eigi mundu að hafa spurt ef hann hefði vitað
að honum þætti fyrir "mun eg þá og af hverfa en bið eg að þér
ráðið draum minn."Jarl svarar: "Enginn er eg draumamaður. Kann eg og ekki að
ráða þá því að eg hendi ekki tal af þeim en þó máttu segja ef
þú vilt."Þorvaldur mælti: "Þóttist eg ganga til sjávarins með þeim
sama búningi sem eg er vanur að hafa hversdaglega. Mér þótti
þann veg ljóst að eg sá leið mína. Spjót mitt hafði eg í
hendi mér. Mér þótti vera fjara er eg kom til sjávarins en
eigi flóð. Eg þóttist ganga með sjónum þar sem voru sandar
miklir og útfiri. Og er það þraut varð fyrir mér fles ein. En
er eg fór yfir gjögurinn var þar vaxið þangi stóru og þá sá
eg á land upp hæð mikla eða fjall en í fjalli því framan voru
hamrar við sjóinn og bjarg mikið og hátt. Eg þóttist snúa
fyrir framan bergið þar til að eg kom að forvaða einum. Eg
þóttist þar vaða fyrir framan og hafa djúpt. Og þá kom eg á
smámöl. Gekk eg þá lengi með sjónum, milli og bjargsins. Þá
varð fyrir mér hellir mikill og gekk eg þar inn. Eg sá þar
brenna ljós svo að hvergi bar skugga á. Eg sá járnsúlu eina
standa upp í hellinum undir ræfur en við þessa súlu var
bundin ein kona. Hendur hennar voru bundnar á bak aftur en
hári hennar var vafið um súluna. Hlekkir voru um hana úr
járni. Var þar lás í öðrum enda og var hún þar læst við. Eg
þóttist taka til að leysa hana og það gat eg leikið. Sá eg
þar ekki fleira kvikt en hana eina. Fór eg þá þaðan í burt
með hana. Þóttist eg þá fara fyrir forvaðann og komst eg þar.
Þá þótti mér sem mér væri eftirför veitt af einshverju
kvikindi. Var mér það mikill ótti. Við hittumst en ekki man
eg hversu fór með okkur. Mun eg þá hafa látið illa í
svefninum. Í því vaknaði eg."Jarl varð svo rauður er hann heyrði þetta að honum mátti
nálega einum fingri dreyra vekja.Hann þrútnaði mjög og mælti: "Undarlega er yður farið að þér
segið að yður dreymi það er menn segja yður og er ærin
skapraun mín þó að eg sé ekki minntur á því að eg man enn nær
dóttir mín hvarf á burt héðan. Væri það maklegt að sá kenndi
á sínum hlut er þér sagði þar sem eg hefi áður bannað öllum."Þorvaldur svarar: "Vel máttu vita þetta herra. Enginn þinna
manna hefur mér þessi tíðindi sagt. Þetta hefur mér í svefni
sýnt verið. Mun eg hér svo mikið mál til taka sem þér
viljið."Jarl þagnaði og svaraði af stundu: "Hér skiptir tvennu um
þína hagi að þú ert maður forspár ella muntu dauður maður af
stundu."Þorvaldur svarar: "Eg vildi að þér segðuð mér þau tíðindi er
hér hafa orðið í yðrum híbýlum. Þykist eg það vita að mikil
munu orðin."Jarl svarar: "Hví mun eigi verða svo að vera? Eg átti mér
eina dóttir, fyrr en þessa sveina tvo, er Droplaug hét. Það
var kallað að hún væri vel mennt. Eg unni henni mikið. Á
hinum fyrrum jólum hvarf hún héðan á burt. Hana tók jötunn sá
er Geitir heitir. Á hann þar byggð er þú þóttist koma. Það
heitir Geitishamar en það fjall heitir Geitissúlur. Að þeim
manni verður mörgum mein. Meiðir hann bæði menn og fé en sjá
meinvættur er mest á öllu Hjaltlandi. Hef eg það mælt að þeim
manni mundi eg hana gefa ef nokkur væri svo frækinn að henni
næði á burt."Þorvaldur kvaðst það ólíklegt þykja að hún mundi þaðan nást.Jarl svarar: "Eigi mundi eg hana félausa á burt hafa látið ef
eg hefði ráðið. Sýnist mér þú skyldur til að leggja þig í
nokkra hættu er þú hefur fyrstur til orðið eftir að spyrja."Þá svarar Þorvaldur: "Eg vildi aldrei eftir hafa spurt" og
snýr þegar á burt og til sætis síns. Hann mælti við öngvan
mann á því kvöldi.Eftir náttverð fara menn til rekkna. Og er Þorvaldur finnur
að menn eru sofnaðir þá rís hann upp og tekur spjót sitt í
hönd sér. Hann gengur út og til sjóvar ofan og var fjara en
eigi flóð. Hann gengur með söndum nokkrum og stefndi til
norðurs, mjög hina sömu leið sem honum hafði sýnst í
svefninum. Þar til gengur hann er fles ganga og gjögrar og
þang stórt. Þá varð fyrir honum malargrýti. Gengur hann enn
þar til er forvaði var og veður hann fyrir forvaðann. Hér
kemur hann nú sem honum hafði sýnst í svefninum og gengur að
helli og inn í hellinn. Sá hann að ljós brann. Öðrumegin sá
hann rekkjurúm eitt, miklu meira en hann hefði annað fyrr séð
slíkt, og hugsaði þó að hann legðist niður í rúmið og annar
maður jafnmikill honum og spyrntust í iljar að þó mundi ærið
langt en Þorvaldur var þó manna mestur. Þessi rekkja var ekki
að öðru minni en að lengd. Var þessi hvíla öngvu tjölduð nema
borða einum en yfir rekkjuna var breitt guðvefjarpelli.
Beðirnir voru stórir svo að mikið var upp úr hvílunni. Yfir
hvílunni sá hann hanga eitt sverð mikið. Hann tók það ofan og
fylgdi steinafall mikið. Sverðið var búið vel að umgjörð.
Járnhjölt voru að. Ekki var það búið meir. Hann brá sverðinu
og var það grænt að lit en brúnt með eggjunum. Hvergi var
ryðflekkur á sverðinu. Eigi hafði hann séð vopn jafneigulegt.
Hann sá öðrumegin í hellinum varningshlaða. Alls kyns
íslenska vöru og léreft og margs konar varning sá hann þar
liggja er nöfnum tjáði að nefna og svo hin bestu föng kostar
og nóglegs drykkjar. Þar voru alls kyns gæði þau er betra var
að hafa en missa. Hann sá járnsúlu eina í miðjum hellinum og
þar konu við bundna með þvílíkum hætti sem honum sýndist í
svefninum. Hún sat í rauðum kyrtli en svo fögur sem honum
sýndist hún í svefninum þá sýndist hún honum nú miklu fegri.
Hann gekk að henni og heilsar hún honum. Hann tók því vel og
spurði hver hún væri. En hún sagði til og kvaðst Droplaug
heita og vera dóttir Björgólfs jarls.Hún bað hann fátt við sig mæla "er þér nauðsynlegra að leita
þér lífs því að þú ert verr kominn en þú hyggur. Hér ræður
fyrir tröll svo mikið að honum finnst eigi annar líkur. Er eg
miklu fastlegar komin en þú megir mér á burt koma."Hann segir hana með sér fara mundu.Hún segir að hann megi það ekki "því að hann er miklu meira
tröll en mennskir menn megi rönd við reisa. Mun hann heim
koma brátt því að hann fer að föngum í nótt en bindur mig við
súluna meðan hann er í burt. En um daga er hann í rekkju
sinni og leikur þá að mér, kastar mér hönd af hendi og hendir
mig en þá er hann vill sofa fær hann mér til leikna gull og
gersemar. Hann fær mér og öngva þá fæðu að eg megi eigi vel
neyta og öngvu hóti þykist hann of vel við mig gert geta það
er hann má."Þorvaldur svarar: "Annaðhvort skulum við bæði burt komast eða
hvortgi."Hann brá þá sverðinu og hjó af henni járnfestina og beit svo
vel að þegar tók í sundur. Hann leiðir hana þá út af
hellinum. Ekki hafði hann fé í burt nema sverð. Þau ganga nú
eftir mölinni og að forvaðanum. Hann fann að hún var dregin
mjög því að hún var óheil. Tekur hann hana þá upp í fang sér
og veður fyrir forvaðann og hafði hann nú sýnu djúpara en í
fyrra sinni því að flætt var mjög. Hann gat litið upp yfir
sig í bergið að skor var því líkust sem höggvin væri með
berghöggi. Ekki nær hann þangað. Hann sá himintungl og var þá
komið mjög að degi. Þá var hann kominn mjög á flesin. Var þá
seinfært mjög og þá heyrði hann aftur til hellisins óp mikið.Konunni brá mjög við þessi læti og bað Þorvald láta sig ofan
"og sagði eg þér áður að þú mundir ekki mega við mig kjalast
og leitaðu fyrir þér. Nú er hann heim kominn og mun hann
verða mér feginn en hann mun ekki eftir þér leita ef hann
ratar mig."Hann svarar: "Það skal aldrei verða því að eitt skal yfir
okkur ganga meðan eg má á þér halda" steypir af sér
loðkápunni og færir hana í, setur hana niður síðan í
gjögurinn og spjótið hjá henni en hann snýr aftur á veginn.
Hann sér þá að bar við himni höfuð jötunsins, miklu hærra en
hamarinn. Hann bar að henni grjót svo mikið að hún mátti ekki
á burt komast. Þá tók hann sverðið og gengur í mót jötninum.Jötunninn kallar hátt og bað hann niður láta melluefni sitt
"ætlar þú þér mikið í fang að færast auðvirði þitt ef þú vilt
taka hana frá mér er eg hefi áður lengi átt."Og í þessu stígur jötunninn upp í skoruna bjargsins þá sem
Þorvaldur hafði séð, en öðrum fæti á flesin og varð hann eigi
votskór. Og sá hann að til þess var þessi skor að jötunninn
vildi eigi vaða. En í þessu kemur Þorvaldur að og hleypur inn
undir hann en jötunninn breiðir frá sér lámana og ætlaði að
taka Þorvald. En í því höggur Þorvaldur til hans og kom á
mitt lærið jötunsins og tók af fótinn vinstra fyrir ofan kné
en hinn hægra fyrir neðan kné og kom sverðið í sandinn niður.En jötunninn féll og kvað við sárlega og mælti: "Illa hefur
þú mig svikið og meir en eg ætlaði að þú hefur tekið það eitt
vopn er mér mátti grand vinna. Fór eg af því óhræddur eftir
þér að eg hugsaði ekki að smámenni mundi mér verða að bana.
En nú muntu þykjast hafa mikinn sigur unnið. Muntu ætla að
bera vopn þetta og þínir ættmenn. En það mæli eg um að þá
verði þeim síst gagn að er mest liggur við."Þorvaldur leitaði þess á að hann skyldi ekki fleiri orð mæla
þeim til óþurftar og höggur á hálsinn svo að af tók höfuðið
og stakk höfðinu milli þjóanna. Því vann hann það eigi fyrri
að hann fálmaði höndunum og fékk Þorvaldur eigi færi á honum
fyrr en hann kyrrðist. Gengur hann síðan burt frá honum og
þar til er hún lá og fann þá að á henni var ómegin eða óvit.
Hann tekur hana upp og rann þá af henni brátt svo sem svefn.
Hann gengur með hana þar til er hann kemur heim til hallar.
Þá voru menn að dagdrykkju. Menn höfðu saknað Þorvalds og
gáfu þeir lítinn gaum að því.Og nú gengur hann inn í höllina og hafði Droplaugu á handlegg
sér en sverð í annarri hendi. Gekk hann fyrir jarlinn og
kvaddi hann og kvaðst færa honum dóttur sína. Jarl varð henni
einkar feginn og margir aðrir. Jarl spurði með hverjum hætti
eða atburð hann hefði henni náð. Hann sagði allan atburð og
kvað mjög eftir drauminum gengið hafa.Jarl svarar: "Mikil er gifta þín og gæfa er þú hefur unnið
þann óvin er hér hefur mestur verið á voru landi. En þó munum
vér brátt sjá þetta."Hirðmenn sögðu að þetta mundi ekki svo mikið tröll vera sem
menn höfðu látið "að hann hefur einn unnið og mun þetta lygi
ein vera."Og eftir þetta ætlar Þorvaldur að snúa til sætis síns.Jarl kallaði þá eftir honum og bað hann sitja það forsæti
fyrir framan hásætið "mun annaðhvort vera um hagi þína að þú
munt meiri virðingar verður en eg hefi til þín gert eða þú
munt ekki langær maður verða. En það mega allir sjá að þú
hefur oss góða fórn fært. Er þín för góð orðin og er oss nú
jafnnýtt um sem þá er enginn varð til í þennan háska að
ganga. En aldrei mun mér efalaust að vér njótum þessarar konu
fyrr en eg veit víst að sjá fjandi er af ráðinn."Eftir það drekka menn og heldur í skemmra lagi. Þá eru tekin
ofan borð. Björgólfur jarl bað menn sína vopnast og ganga til
að sjá þessi tíðindi. Þeir fara og Þorvaldur með þeim og koma
þar til er sjá dólgur lá og sáu nú allir hversu að var unnið.
Gengu margir tæpt að, þeir er áður kölluðu þetta lítið
þrekvirki verið hafa. Jarl lætur fella mörk og draga saman.
Hann lætur hlaða bál og láta síðan draga jötuninn út á bálið
og brenna hann að köldum kolum og eftir það flytja þeir
öskuna á sjá út. Síðan fara þeir til hellisins á skipunum og
flytja þaðan mikinn auð og allt það er fémætt var og flytja
heim. Er þar kallað jafnan síðan Geitishellir og
Geitishamrar. Og er ekki getið að hann sé síðan af tröllum
byggður.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.