Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Finnb ch. 31

Finnboga saga ramma 31 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Finnb ch. 31)

Anonymous íslendingasögurFinnboga saga ramma
303132

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú er þar til að taka er þeir Finnbogi búast brott um daginn.
Þeir höfðu það með sér sem þeir þurftu. Rak Hrafn fyrir sér
hestana, suma klyfjaða, en þeir riðu síðar. Og þá er þeir
riðu ofan að Hofi stakk Hrafn við fótum. Finnbogi spurði hví
hann færi eigi.



Hrafn segir: "Eg sé hér fram undir brekkuna hvar spjótsoddar
koma upp eigi færri en tíu. Er það ætlan mín að menn fylgi."



Finnbogi mælti: "Það er þér mjög oft að þú undrast það þó að
þú sjáir menn. Þykir oss vel hvar sem sveinar leika sér."



Og er þeir ríða fram hjá hleypur Jökull fyrir þá með tíunda
mann. Finnbogi heilsaði honum vel og frétti hvað hann vildi.



Jökull segir: "Kalla má að eg eigi ekki erindi við þig sem þó
má vera er fyrir það gangi. Þykir mér Þorkell ekki lítt hafa
dregist til óþykkju við mig, beðið þeirrar konu er eg vildi
umsjá veita. Er honum það ofdul að ganga í mót oss frændum."



Finnbogi segir: "Þó að þér þyki Þorkell mágur minn ekki
skjótlegur mjög þá er hann þó ekki uppburðaminni um það er
til kvennanna heyrir en þér garparnir."



Jökull leggur spjóti til Þorkels og stefnir á hann miðjan. Í
því brá Finnbogi sverði og hjó í sundur spjótskaftið milli
handa honum.



Finnbogi hljóp af baki og mælti: "Mér skaltu nú fyrr mæta
Jökull því að yður mun forvitni á Vatnsdælum að vita hvað eg
má."



Jökull þrífur eitt spjót og leggur til Finnboga í skjöld hans
og gekk í sundur spjótskaftið. Í þessi svipan þá hlaupa fram
tveir menn og voru þeir bræður þar komnir, Þórir og
Þorsteinn, og gengu þegar í milli og skildu þá. Þóttust þeir
vita þegar Jökull hvarf hvað hann mundi fyrir ætlast. Hafði
hann tekið sér menn á næstu bæjum. Síðan þeir voru skildir
ríður Finnbogi heim til Borgar og búast þeir við boði vel og
virðulega.



Einnhvern dag reið Finnbogi til Hofs og býður þeim Þóri og
Þorsteini til boðs með sér. Þeir þökkuðu honum vel og kváðust
gjarna vilja eiga gott við hann en sögðu Jökul stirðan í
lyndi og ómjúkan "munum við annaðhvort fara allir eða engi
vor."



Ríður Finnbogi heim eftir það. Og einnhvern dag fyrir boðið
ríða þeir til Borgar, Þórir og Þorsteinn, að finna Finnboga
og sögðu að þeir mundu heima sitja um boðið.



Finnbogi mælti: "Vel farið þið með ykkru máli."



Hann gaf Þorsteini sverð harðla vel búið og hinn besta grip
en Þóri fingurgull er vó eyri og kvað Hákon jarl hafa gefið
sér, mág sinn. Þeir þakka honum harðla vel og ríða heim.
Hafði Jökull allt í spotti við þá bræður sína.



Svo er sagt að þeir sitja að veislunni að Borg og verður ekki
til tíðinda. Fer veislan vel fram og að lokinni segir
Finnbogi að þau Þorkell skulu þar sitja um veturinn hjá
honum. Þorgrímur kveðst ætla að Þóra mundi heim vilja með
honum.



Þóra segir: "Þetta kýs eg að vera hér hjá Finnboga. Mun oss
það best gegna að hafa hans ráð sem mest. En eg skal koma
faðir minn þig að finna enn þá er stundir líða."



Eftir það ríða brott boðsmenn hvorratveggju vel sæmdir með
góðum gjöfum.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.