Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Finnb ch. 21

Finnboga saga ramma 21 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Finnb ch. 21)

Anonymous íslendingasögurFinnboga saga ramma
202122

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Það er einn tíma að Finnbogi kom að máli við jarl og bað hann
fara til Sandeyjar að sætta þau Ingibjörgu "og vil eg það til
skilja með atgöngu yðvarri að eg fái Ragnhildar dóttur hennar
en unna henni sæmdar fyrir dráp Álfs bónda hennar."Jarl jáði þessu blíðlega og sendi menn í Sandey til
Ingibjargar, bað hana gera veislu móti sér.En hún bað að Finnbogi kæmi eigi til þeirrar samkundu "því að
eg má eigi sjá þann mann er mér hefir slíka skapraun gert sem
hann."Jarl kveðst á það mundu hætta. Síðan búast þeir jarl og
Finnbogi og fara til eyjarinnar með marga menn. En er þeir
komu til eyjarinnar þá var þar fyrir mannfjöldi mikill og
búin hin besta veisla. Þegar jarl fann Ingibjörgu frændkonu
sína varð hann einn að ráða þeirra í milli hvort er henni
þótti vel eða illa. Finnbogi sendi eftir Bárði bónda á
Grænmó. Kemur hann þar með mikið fé er Finnbogi átti. Gerir
jarl mikla fésekt eftir víg Álfs afturkembu og hér eftir
festir hann Finnboga Ragnhildi frændkonu sína. Skal þetta fé
heiman fylgja Ragnhildi og lætur Ingibjörg sér nú þetta vel
líka með því að maður er hinn ágætasti en hún sér fullan
vilja jarls um þetta, taka nú veislu öll saman og er
Ragnhildur á bekk sett með fjölda kvenna og eru menn nú
glaðir og kátir.Eftir veisluna gaf Finnbogi jarli góðar gjafir og Bárði af
Grænmó gaf hann hinar bestu gjafir og öllum ríkismönnum þeim
sem þar voru gaf hann nokkura góða gjöf og sæmilega. Situr
Finnbogi nú eftir í Sandey en jarl fór heim með liði sínu.Þau unnast mikið, Finnbogi og Ragnhildur. Fyrir jól um
veturinn fóru þau til jarls og þágu með honum veislu um
jólin. En eftir jól bjóst Finnbogi til heimferðar og er þau
voru búin gekk jarl til strandar með þeim.Þá mælti Finnbogi: "Nú er svo með vexti herra að eg ætla út
til Íslands í sumar og vitja frænda minna og föður míns og
annarra vina minna. Hefir yður vel farið til mín herra og
sæmilega. Mun eg yður kalla hinn mesta höfðingja hvar sem eg
kem."Jarl segir: "Svo skaltu fara sem þú vilt í mínu orlofi. Hefir
hér eigi slíkur maður komið að afli og annarri atgervi og
kurteisi sem þú."Jarl gaf Finnboga skip með rá og reiða og harðla fagurt. Hann
kvað hann eigi skyldu farþega annarra manna um Íslandshaf
"slíkt erindi sem þú hefir hingað haft á minn fund."Finnbogi þakkaði honum með fögrum orðum alla þá sæmd sem hann
veitti honum. Skildu þeir með hinni mestu vináttu og þótti
öllum mikils háttar hversu jarl gerði við þenna mann umfram
alla aðra, þá er með honum höfðu verið eða til hans komið eða
honum þjónað. Fer hann nú til Sandeyjar og situr þar um
veturinn í góðu yfirlæti.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.