Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Finnb ch. 20

Finnboga saga ramma 20 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Finnb ch. 20)

Anonymous íslendingasögurFinnboga saga ramma
192021

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Um vorið gekk Finnbogi fyrir konung, kveðst þá vildu vita
sitt erindi. Jón konungur kvað svo vera skyldu. Síðan stefndi
konungur þing og kom þar Bersi hinn hvíti og mart annarra
manna.



Þá mælti konungur: "Áttu Bersi fé að gjalda Hákoni jarli?"



Hann kveðst eiga að gjalda honum tólf merkur brenndar "og
ætla eg aldrei að gjalda honum."



Konungur segir: "Nú skal gjalda honum þegar í stað."



Hlýtur Bersi nú að greiða féið en konungur leggur til hálfu
meira og fær Finnbogi það eigi síður.



Þá mælti konungur: "Það skaltu vita Finnbogi og þeir menn sem
hér eru að eg geri þetta fyrir þín orð. En þess vil eg þig
biðja að þú veitir oss það að vér sjáum nokkura aflraun þína
með því að eg veit að þú ert umfram aðra menn að afli búinn
og takir síðan við trú."



Finnbogi mælti: "Það vil eg heita þér ef þessi boðskapur
kemur norður í land þá skulu fáir taka þann sið fyrr en eg og
alla til eggja þá er á mín orð vilja hlýða."



Konungur sat á stóli og tólf menn hjá honum, sex til hvorrar
handar. Finnbogi stóð fyrir konungi. Hann var ágætlega búinn
og undruðu allir menn hans fegurð og kurteisi. Finnbogi gekk
að stólinum og hefur upp á öxl sér og gengur út úr
mannhringinum og setur þar niður stólinn. Allir undra þessa
manns afl.



Konungur gaf Finnboga gullhring er stóð tíu aura, sverð og
skjöld, hina bestu gripi. "Hér með," segir konungur, "vil eg
lengja nafn þitt og kalla þig Finnboga hinn ramma. Er það mín
ætlan að þitt nafn sé uppi meðan heimurinn er byggður. Skaltu
vera fullkominn vor vin hvort sem vér finnumst nokkuru sinni
eða aldrei héðan frá."



Eftir það bjóst Finnbogi hinn rammi á brott með sínu
föruneyti. Skilja þeir konungur hinir bestu vinir. Léttir
Finnbogi eigi fyrr sinni ferð en hann kemur heim í Noreg. Tók
jarl við honum forkunnlega vel og þótti hans ferð orðið hafa
hin besta, fengið fé mikið og sæmd af Grikklandskonungi.
Býður nú jarl Finnboga með sér að vera og setur hann hið
næsta sér og virti engan mann fyrir hann fram og er nú
kallaður Finnbogi hinn rammi. Hann er nú með jarli um sumarið
áfram í góðu yfirlæti.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.