Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eg ch. 71

Egils saga Skalla-Grímssonar 71 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eg ch. 71)

Anonymous íslendingasögurEgils saga Skalla-Grímssonar
707172

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Haraldur konungur hinn hárfagri hafði lagt undir sig austur
Vermaland. Vermaland hafði unnið fyrstur Ólafur trételgja,
faðir Hálfdanar hvítbeins, er fyrst var konungur í Noregi
sinna kynsmanna, en Haraldur konungur var þaðan kominn að
langfeðgatali, og höfðu þeir allir langfeðgar ráðið fyrir
Vermalandi og tekið skatta af, en setta menn yfir til
landsgæslu.Og er Haraldur konungur var gamall orðinn, þá réð fyrir
Vermalandi jarl sá, er Arnviður hét; var þar þá, sem mjög
víða annars staðar, að skattar greiddust verr en þá, er
Haraldur konungur var á léttasta skeiði aldurs, svo og þá er
synir Haralds deildu um ríki í Noregi; var þá lítt séð eftir
um skattlöndin, þau er fjarri lágu.En þá er Hákon sat í friði, þá leitaði hann eftir um ríki það
allt, er Haraldur, faðir hans, hafði haft. Hákon konungur
hafði sent menn austur á Vermaland, tólf saman; höfðu þeir
fengið skatt af jarlinum; og er þeir fóru aftur um Eiðaskóg,
þá komu að þeim stigamenn og drápu þá alla. Á sömu leið fór
um aðra sendimenn, er Hákon konungur sendi austur á
Vermaland, að menn voru drepnir, en fé kom eigi aftur. Var
það þá sumra manna mál, að Arnviður jarl myndi setja menn
sína til að drepa menn konungsins, en hafa féð að færa
jarlinum.Þá sendir Hákon konungur hina þriðju menn; var hann þá í
Þrándheimi; og skyldu þeir fara í Vík austur til fundar við
Þorstein Þóruson með þeim orðum, að hann skyldi fara austur á
Vermaland að heimta skatta konungi til handa, en að öðrum
kosti skyldi Þorsteinn fara úr landi, því að konungur hafði
þá spurt, að Arinbjörn, móðurbróðir hans, var kominn suður
til Danmerkur og var með Eiríkssonum, það og með, að þeir
höfðu þar miklar sveitir og voru í hernaði um sumrum. Þótti
Hákoni konungi þeir allir saman ekki trúlegir, því að honum
var von ófriðar af Eiríkssonum, ef þeir hefðu styrk nokkurn
til þess að gera uppreist móti Hákoni konungi. Þá gerði hann
til allra frænda Arinbjarnar og mága eða vina, rak hann þá
marga úr landi eða gerði þeim aðra afarkosti. Kom það og þar
fram, er Þorsteinn var, að konungur gerði fyrir þá sök þetta
kostaboð.Maður sá, er erindi þetta bar, hann var allra landa maður,
hafði verið löngum í Danmörk og í Svíaveldi; var honum þar
allt kunnugt fyrir bæði um leiðir og mannadeili; hann hafði
og víða farið um Noreg. Og er hann bar þetta mál Þorsteini
Þórusyni, þá segir Þorsteinn Agli, með hverjum erindum þessir
menn fóru, og spurði, hversu svara skyldi.Egill segir: "Auðsætt líst mér um orðsending þessa, að
konungur vill þig úr landi sem aðra frændur Arinbjarnar, því
að þetta kalla eg forsending svo göfgum manni sem þú ert; er
það mitt ráð, er þú kallir til tals við þig sendimenn
konungs, og vil eg vera við ræðu yðra; sjáum þá hvað í
gerist."Þorsteinn gerði sem hann mælti, kom þeim í talið; sögðu þá
sendimenn allt hið sanna frá erindum sínum og orðsending
konungs, að Þorsteinn skyldi fara þessa sendiför, en vera
útlægur að öðrum kosti.Þá segir Egill: "Sé eg gerla um erindi yðvart, ef Þorsteinn
vill eigi fara, þá munuð þér fara skulu að heimta skattinn."Sendimenn sögðu, að hann gat rétt."Eigi mun Þorsteinn fara þessa ferð, því að hann er ekki þess
skyldur, svo göfugur maður, að fara svo óríflegar
sendiferðir, en hitt mun Þorsteinn gera, er hann er til
skyldur, að fylgja konungi innan lands og utan lands, ef
konungur vill þess krefja; svo og ef þér viljið nokkura menn
hafa héðan til þessar ferðar, þá mun yður það heimilt, og
allan farargreiða þann, er þér viljið Þorsteini til segja."Síðan töluðu sendimenn sín í milli, og kom það ásamt með
þeim, að þeir skyldu þennan kost upp taka, ef Egill vildi
fara í ferðina; "er konungi," sögðu þeir, "allilla til hans,
og mun honum þykja vor ferð allgóð, ef vér komum því til
leiðar, að hann sé drepinn; má hann þá reka Þorstein úr
landi, ef honum líkar."Síðan segja þeir Þorsteini, að þeir láta sér líka, ef Egill
fer, og sitji Þorsteinn heima."Það skal þá vera," segir Egill, "að eg mun Þorstein undan
ferð þessi leysa, eða hversu marga menn þykist þér þurfa
héðan að hafa?""Vér erum saman átta," sögðu þeir, "viljum vér, að héðan fari
fjórir menn; erum vér þá tólf."Egill segir, að svo skyldi vera.Önundur sjóni og þeir nokkurir sveitungar Egils höfðu farið
út til sjóvar að sjá um skip þeirra og annan varnað, er þeir
höfðu selt til varðveislu um haustið, og komu þeir eigi heim;
þótti Agli það mikið mein, því að konungsmenn létu óðlega um
ferðina og vildu ekki bíða.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.