Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eg ch. 72

Egils saga Skalla-Grímssonar 72 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eg ch. 72)

Anonymous íslendingasögurEgils saga Skalla-Grímssonar
717273

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Egill bjóst til ferðar og þrír menn aðrir hans förunautar;
höfðu þeir hesta og sleða svo sem konungsmenn. Þá voru
snjóvar miklir og breyttir vegar allir. Ráða þeir til ferðar,
er þeir voru búnir, og óku upp á land, og er þeir sóttu
austur til Eiða, þá var það á einni nótt, að féll snjór
mikill, svo að ógerla sá vegana; fórst þeim þá seint um
daginn eftir, því að kafhlaup voru, þegar af fór veginum.Og er á leið daginn, dvöldust þeir og áðu hestum sínum; þar
var nær skógarháls einn.Þá mæltu þeir við Egil: "Nú skiljast hér vegar, en hér fram
undan hálsinum býr bóndi sá, er heitir Arnaldur, vinur vor;
munum vér förunautar fara þangað til gistingar, en þér skuluð
fara hér upp á hálsinn, og þá er þér komið þar, mun brátt
verða fyrir yður bær mikill, og er yður þar vís gisting; þar
býr stórauðugur maður, er heitir Ármóður skegg. En á morgun
árdegis skulum vér hittast og fara annað kveld til Eiðaskógs,
þar býr góður bóndi, er Þorfinnur heitir."Síðan skiljast þeir; fara þeir Egill upp á hálsinn, en frá
konungsmönnum er það að segja, að þegar er sýn fal í milli
þeirra Egils, þá tóku þeir skíð sín, er þeir höfðu haft, og
stigu þar á; létu síðan ganga aftur á leið, sem þeir máttu;
fóru þeir nótt og dag og sneru til Upplanda, og þaðan norður
um Dofrafjall, og léttu eigi fyrr en þeir komu á fund Hákonar
konungs og sögðu um sína ferð sem farið hafði.Egill og förunautar hans fóru um kveldið yfir hálsinn; var
það þar skjótast af að segja, að þeir fóru þegar af veginum;
var snjórinn mikill; lágu hestarnir á kafi annað skeið, svo
að draga varð upp. Þar voru kleifar og kjarrskógar nokkurir,
en um kjörrin og kleifarnar var alltorsótt; var þeim þá
seinkan mikil að hestunum, en mannfærðin var hin þyngsta.
Mæddust þeir þá mjög, en þó komust þeir af hálsinum og sáu þá
fyrir sér bæ mikinn og sóttu þangað til.Og er þeir komu í túnið, þá sáu þeir, að þar stóðu menn úti,
Ármóður og sveinar hans. Köstuðust þeir orðum á og spurðust
tíðinda; og er Ármóður vissi, að þeir voru sendimenn konungs,
þá bauð hann þeim þar gisting; þeir þekktust það; tóku
húskarlar Ármóðs við hestum þeirra og reiða, en bóndi bað
Egil ganga inn í stofu, og þeir gerðu svo. Ármóður setti Egil
í öndvegi á hinn óæðra bekk, og þar förunautar hans utar frá;
þeir ræddu margt um, hversu erfillega þeir höfðu farið um
kveldið, en heimamönnum þótti mikið undur, er þeir höfðu fram
komist, og sögðu, að þar væri engum manni fært, þó að
snjólaust væri.Þá mælti Ármóður: "Þykir yður eigi sá beini bestur, að yður
sé borð sett og gefinn náttverður, en síðan farið þér að
sofa? Munuð þér þá hvílast best.""Það líkar oss allvel," segir Egill.Ármóður lét setja þeim borð, en síðan voru settir fram stórir
askar, fullir af skyri; þá lét Ármóður, að honum þætti það
illa, er hann hafði eigi mungát að gefa þeim. Þeir Egill voru
mjög þyrstir af mæði; tóku þeir upp askana og drukku ákaft
skyrið, og þó Egill miklu mest. Engi kom önnur vistin fram.Þar var margt hjóna; húsfreyja sat á þverpalli og þar konur
hjá henni, dóttir bónda var á gólfinu, tíu vetra eða ellefu.
Húsfreyja kallaði hana til sín og mælti í eyra henni. Síðan
fór mærin utar fyrir borðið, þar er Egill sat. Hún kvað:
Því sendi mín móðir

mik við þik til fundar

ok orð bera Agli,

at ér varir skyldið;

Hildr mælti þat horna:

haga svá maga þínum,

eigu órir gestir

æðra nest á frestum.Ármóður laust meyna og bað hana þegja -- "mælir þú það
jafnan, er verst gegnir."Mærin gekk á brott, en Egill skaut niður skyraskinum, og var
þá nær tómur; voru þá og brott teknir askarnir frá þeim.
Gengu þá og heimamenn í sæti sín, og voru borð upp tekin um
alla stofu, og sett á vist; því næst komu inn sendingar og
voru þá settar fyrir Egil sem fyrir aðra menn.Því næst var öl inn borið, og var það hið sterkasta mungát;
var þá brátt drukkinn einmenningur; skyldi einn maður drekka
af dýrshorni; var þar mestur gaumur að gefinn, er Egill var
og sveitungar hans; skyldu drekka sem ákafast. Egill drakk
ósleitilega fyrst langa hríð; en er förunautar hans gerðust
ófærir, þá drakk hann fyrir þá, það er þeir máttu eigi. Gekk
svo til þess, er borð fóru brott; gerðust þá og allir mjög
drukknir, þeir er inni voru, en hvert full, er Ármóður drakk,
þá mælti hann: "Drekk eg til þín, Egill;" en húskarlar drukku
til förunauta Egils og höfðu hinn sama formála. Maður var til
þess fenginn að bera þeim Agli hvert full, og eggjaði sá
mjög, að þeir skyldu skjótt drekka. Egill mælti við förunauta
sína, að þeir skyldu þá ekki drekka, en hann drakk fyrir þá,
það er þeir máttu eigi annan veg undan komast.Egill fann þá, að honum myndi eigi svo búið eira; stóð hann
þá upp og gekk um gólf þvert, þangað er Ármóður sat; hann tók
höndum í axlir honum og kneikti hann upp að stöfum. Síðan
þeysti Egill upp úr sér spýju mikla og gaus í andlit Ármóði,
í augun og nasarnar og í munninn; rann svo ofan um bringuna,
en Ármóði varð við andhlaup, og er hann fékk öndinni frá sér
hrundið, þá gaus upp spýja. En allir mæltu það, þeir er hjá
voru, húskarlar Ármóðs, að Egill skyldi fara allra manna
armastur og hann væri hinn versti maður af þessu verki, er
hann skyldi eigi ganga út, er hann vildi spýja, en verða eigi
að undrum inni í drykkjustofunni.Egill segir: "Ekki er að hallmæla mér um þetta, þótt eg geri
sem bóndi gerir, spýr hann af öllu afli, eigi síður en eg."Síðan gekk Egill til rúms síns og settist niður, bað þá gefa
sér að drekka. Þá kvað Egill við raust:
Títt erum verð at vátta,

vætti berk at hættak

þung til þessar göngu,

þinn kinnalá minni;

margr velr gestr, þars gistir,

gjöld, finnumsk vér sjaldan,

Ármóði liggr, æðri,

ölðra dregg í skeggi.Ármóður hljóp upp og út, en Egill bað gefa sér drekka. Þá
mælti húsfreyja við þann mann, er þeim hafði skenkt um
kveldið, að hann skyldi gefa drykk, svo að þá skyrti eigi,
meðan þeir vildu drekka; síðan tók hann dýrshorn mikið og
fyllti og bar til Egils; Egill kneyfði af horninu í einum
drykk. Þá kvað hann:
Drekkum ór, þótt Ekkils

eykríðr beri tíðum

horna sund at hendi,

hvert full, bragar Ulli;

leifik vætr, þótt Laufa

leikstærir mér færi

hrosta tjörn í horni,

horn til dags at morgni.Egill drakk um hríð og kneyfði hvert horn, er að honum kom,
en lítil var þá gleði í stofunni, þótt nokkurir menn drykkju.
Síðan stendur Egill upp og förunautar hans og taka vopn sín
af veggjum, er þeir höfðu upp fest; ganga síðan til kornhlöðu
þeirrar, er hestar þeirra voru inni; lögðust þeir þar niður í
hálm og sváfu um nóttina.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.