Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÓTC ch. 34

Óláfs saga Tryggvasonar in Heimskringla 34 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÓTC ch. 34)

HeimskringlaÓláfs saga Tryggvasonar in Heimskringla
333435

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Sveinn sonur Haralds konungs, sá er síðan var kallaður
tjúguskegg, beiddist ríkis af Haraldi konungi föður sínum. En
þá var enn sem fyrr að Haraldur konungur vildi ekki tvískipta
Danaveldi og vill ekki ríki fá honum. Þá aflar Sveinn sér
herskipa og segir að hann vill fara í víking.En er lið hans kom allt saman, og þá var kominn til liðs við
hann af Jómsvíkingum Pálna-Tóki, þá hélt Sveinn til Sjálands
og inn í Ísafjörð. Þá var þar fyrir með skipum sínum Haraldur
konungur faðir hans og bjuggust að fara í leiðangur. Sveinn
lagði til orustu við hann. Varð þar bardagi mikill. Dreif þá
lið til Haralds konungs svo að Sveinn varð ofurliði borinn og
flýði hann. Þar fékk Haraldur konungur sár þau er hann leiddu
til bana. Síðan var Sveinn tekinn til konungs í Danmörk.Þá var Sigvaldi jarl yfir Jómsborg á Vindlandi. Hann var
sonur Strút-Haralds konungs er ráðið hafði fyrir Skáney.
Bræður Sigvalda voru þeir Hemingur og Þorkell hinn hávi. Þá
var og höfðingi yfir Jómsvíkingum Búi digri af Borgundarhólmi
og Sigurður bróðir hans. Þar var og Vagn sonur þeirra Áka og
Þórgunnu, systursonur þeirra Búa.Sigvaldi jarl hafði höndum tekið Svein konung og flutt hann
til Vindlands í Jómsborg og nauðgaði hann til sætta við
Búrisláf Vindakonung og til þess að Sigvaldi jarl skyldi gera
sætt milli þeirra, Sigvaldi jarl átti þá Ástríði dóttur
Búrisláfs konungs, og að öðrum kosti segir jarl að hann mundi
fá Svein konung í hendur Vindum. En konungur vissi það að
þeir mundu kvelja hann til bana. Játti hann fyrir því
sættargerð jarls. Jarl dæmdi það að Sveinn konungur skyldi fá
Gunnhildar dóttur Búrisláfs konungs en Búrisláfur konungur
skyldi fá Þyri Haraldsdóttur systur Sveins konungs en
hvortveggi þeirra skyldi halda ríkinu og skyldi vera friður
milli landa. Fór þá Sveinn konungur heim í Danmörk með
Gunnhildi konu sína. Þeirra synir voru þeir Haraldur og
Knútur hinn ríki.Í þann tíma heituðust Danir mjög að fara með her í Noreg á
hendur Hákoni jarli.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.