Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÓTC ch. 35

Óláfs saga Tryggvasonar in Heimskringla 35 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÓTC ch. 35)

HeimskringlaÓláfs saga Tryggvasonar in Heimskringla
343536

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Sveinn konungur gerði mannboð ríkt og stefndi til sín öllum
höfðingjum þeim er voru í ríki hans. Hann skyldi erfa Harald
föður sinn. Þá hafði og andast litlu áður Strút-Haraldur á
Skáneyju og Véseti í Borgundarhólmi, faðir þeirra Búa digra.



Sendi konungur þá orð þeim Jómsvíkingum að Sigvaldi jarl og
Búi og bræður þeirra skyldu þar koma og erfa feður sína að
þeirri veislu er konungur gerði. Jómsvíkingar fóru til
veislunnar með öllu liði sínu því er fræknast var. Þeir höfðu
fjóra tigu skipa af Vindlandi en tuttugu skip af Skáney. Þar
kom saman allmikið fjölmenni.



Fyrsta dag að veislunni áður Sveinn konungur stigi í hásæti
föður síns þá drakk hann minni hans og strengdi heit áður
þrír vetur væru liðnir að hann skyldi kominn með her sinn til
Englands og drepa Aðalráð konung eða reka hann úr landi. Það
minni skyldu allir drekka, þeir er að erfinu voru.



Þá var skenkt höfðingjum Jómsvíkinga hin stærstu horn af
hinum sterkasta drykk er þar var. En er það minni var af
drukkið þá skyldu drekka Krists minni allir menn og var
Jómsvíkingum borið æ fullast og sterkastur drykkur. Hið
þriðja var Mikjáls minni og drukku það allir.



En eftir það drakk Sigvaldi jarl minni föður síns og strengdi
heit síðan að áður þrír vetur væru liðnir skyldi hann vera
kominn í Noreg og drepa Hákon jarl eða reka hann úr landi.
Síðan strengdi heit Þorkell hávi bróðir hans að hann skyldi
fylgja Sigvalda til Noregs og flýja eigi úr orustu svo að
Sigvaldi berðist þá eftir. Þá strengdi heit Búi digri að hann
mundi fara til Noregs með þeim og flýja eigi úr orustu fyrir
Hákoni jarli. Þá strengdi heit Sigurður bróðir hans að hann
mundi fara til Noregs og flýja eigi meðan meiri hlutur
Jómsvíkinga berðist. Þá strengdi heit Vagn Ákason að hann
skyldi fara með þeim til Noregs og koma eigi aftur fyrr en
hann hefði drepið Þorkel leiru og gengið í rekkju hjá
Ingibjörgu dóttur hans. Margir höfðingjar aðrir strengdu heit
ýmissa hluta. Drukku menn þann dag erfið.



En eftir um morguninn þá er Jómsvíkingar voru ódrukknir
þóttust þeir hafa fullmælt og hafa málstefnur sínar og ráða
ráðum hvernug þeir skulu til stilla um ferðina, ráða það af
að búast þá sem skyndilegast, búa þá skip sín og herlið. Varð
það allfrægt víða um lönd.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.