Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÓHHkr ch. 117

Óláfs saga helga (in Heimskringla) 117 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÓHHkr ch. 117)

HeimskringlaÓláfs saga helga (in Heimskringla)
116117118

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Sigurður hét maður Þórisson, bróðir Þóris hunds í Bjarkey. Sigurður átti Sigríði dóttur Skjálgs, systur Erlings. Ásbjörn hét sonur þeirra. Hann þótti allmannvænn í uppvexti. Sigurður bjó í Ömd á Þrándarnesi. Hann var maður stórauðigur, virðingamaður mikill. Ekki var hann konungi handgenginn og var Þórir fyrir þeim bræðrum að virðingu er hann var lendur maður konungs en heima í búnaði þá var Sigurður í engan stað minni rausnarmaður. Hann var því vanur meðan heiðni var að hafa þrjú blót hvern vetur, eitt að veturnóttum, annað að miðjum vetri, þriðja að sumri.


En er hann tók við kristni þá hélt hann þó teknum hætti um veislur. Hafði hann þá um haustið vinaboð mikið og enn jólaboð um veturinn og bauð þá enn til sín mörgum mönnum, þriðju veislu hafði hann um páska og hafði þá og fjölmennt. Slíku hélt hann fram meðan hann lifði. Sigurður varð sóttdauður. Þá var Ásbjörn átján vetra. Tók hann þá arf eftir föður sinn. Hélt hann teknum hætti og hafði þrjár veislur á hverjum vetri sem faðir hans hafði haft.


Þess var skammt í milli er Ásbjörn hafði tekið við föðurarfi og þess er árferð tók að versna og sæði manna brugðust. Ásbjörn hélt hinu sama um veislur sínar og naut hann þá þess við að þar voru forn korn og forn föng þau er hafa þurfti. En er þau misseri liðu af og önnur komu, var þá korn engum mun betra en hin fyrri. Þá vildi Sigríður að veislur væru af teknar, sumar eða allar. Ásbjörn vildi það eigi. Fór hann þá um haustið að hitta vini sína og keypti korn þar sem hann gat en þá af sumum. Fór svo enn fram þann vetur að Ásbjörn hélt veislum öllum.


En eftir um vorið fengust lítil sæði því að engi gat frækorn að kaupa. Ræddi Sigríður um að fækka skyldi húskarla. Ásbjörn vildi það eigi og hélt hann öllu hinu sama það sumar. Korn var heldur óárvænt. Það fylgdi og þá að svo var sagt sunnan úr landi að Ólafur konungur bannaði korn og malt og mjöl að flytja sunnan og norður í landið.


Þá þótti Ásbirni vandast um tilföngin búsins. Var það þá ráð hans að hann lét fram setja byrðing er hann átti. Það var haffæranda skip að vexti. Skipið var gott og reiði vandaður mjög til. Þar fylgdi segl stafað með vendi. Ásbjörn réðst til ferðar og með honum tuttugu menn, fóru norðan um sumarið og er ekki sagt frá ferð þeirra fyrr en þeir koma í Karmtsund aftan dags og lögðu að við Ögvaldsnes. Þar stendur bær mikill skammt upp á eyna Körmt er heitir á Ögvaldsnesi. Þar var konungsbú, ágætur bær. Þar réð fyrir Þórir selur. Var hann þar ármaður.


Þórir var maður ættsmár og hafði mannast vel, starfsmaður góður, snjallur í máli, áburðarmaður mikill, framgjarn og óvæginn. Hlýddi honum það síðan er hann fékk konungs styrk. Hann var maður skjótorður og örorður. Þeir Ásbjörn lágu þar um nótt.


En um morguninn er ljóst var orðið gekk Þórir ofan til skips og nokkurir menn með honum. Hann spurði hver fyrir skipi því réði hinu veglega. Ásbjörn segir til sín og nefndi föður sinn. Þórir spyr hvert hann skyldi fara hið lengsta eða hvað honum væri að erindum.


Ásbjörn segir að hann vill kaupa sér korn og malt. Segir hann sem satt var að hallæri var mikið norður í land "en oss er sagt að hér sé vel ært. Viltu bóndi selja oss korn? Eg sé að hér eru hjálmar stórir. Væri oss það úrlausn að þurfa eigi lengra að fara."


Þórir svarar: "Eg skal gera þér úrlausn að þú þurfir eigi lengra að fara að kornkaupum eða víðara hér um Rogaland. Eg kann það segja þér að þú munt hér vel mega aftur hverfa og fara eigi lengra því að þú munt eigi korn hér fá né í öðrum stöðum því að konungur bannar að selja héðan korn norður í land. Og far aftur Háleygur. Sá mun þér hinn besti."


Ásbjörn segir: "Ef svo er bóndi sem þú segir að vér munum ekki fá kornkaup þá mun eigi minna mitt erindi en hafa kynnisókn á Sóla og sjá híbýli Erlings frænda míns."


Þórir segir: "Hversu mikla frændsemi átt þú við Erling?"


Hann segir: "Móðir mín er systir hans."


Þórir segir: "Vera kann þá að eg hafi þá ekki varlega mælt ef þú ert systurson konungsins Rygja."


Þá köstuðu þeir Ásbjörn tjöldunum af sér og sneru út skipinu.


Þórir kallaði á þá: "Farið nú vel og komið hér þá er þér farið aftur."


Ásbjörn segir að svo skyldi vera. Fara þeir nú leið sína og koma að kveldi á Jaðar. Fór Ásbjörn upp með tíu menn en aðrir tíu gættu skips.


En er Ásbjörn kom til bæjar fékk hann þar góðar viðtökur og var Erlingur við hann hinn kátasti. Setti Erlingur hann hið næsta sér og spurði hann margra tíðinda norðan úr landi. Ásbjörn segir hið ljósasta af erindum sínum.


Erlingur segir að það var þá eigi vel til borið er konungur bannaði kornsölur. "Veit eg," segir hann, "eigi þeirra manna von hér að traust muni til bera að brjóta orð konungs. Verður mér vandgætt til skaps konungs því að margir eru spillendur að um vináttu vora."


Ásbjörn segir: "Seint er satt að spyrja. Mér hefir kennt verið á unga aldri að móðir mín væri frjálsborin í allar hálfur og það með að Erlingur á Sóla væri nú göfgastur hennar frænda en nú heyri eg þig segja að þú sért eigi svo frjáls fyrir konungsþrælum að þú megir ráða fyrir korni þínu slíkt er þér líkar."


Erlingur sá til hans og glotti við tönn og mælti: "Minna vitið þér af konungs ríki Háleygir en vér Rygir. En örorður muntu heima vera, áttu og ekki langt til þess að telja. Drekkum nú fyrst frændi, sjáum í morgun hvað er títt er um erindi þitt."


Gerðu þeir svo og voru kátir um kveldið.


Eftir um daginn talast þeir við Erlingur og Ásbjörn og mælti Erlingur: "Hugsað hefi eg nokkuð fyrir um kornkaupin þín Ásbjörn. Eða hversu vandur muntu vera að kaupunautum?"


Hann segir að hann hirði það aldregi að hverjum hann keypti korn ef honum væri heimult selt.


Erlingur mælti: "Það þykir mér líkara að þrælar mínir muni eiga korn svo að þú munt vera fullkaupa. Þeir eru ekki í lögum eða landsrétt með öðrum mönnum."


Ásbjörn segir að hann vill þann kost. Þá var sagt þrælunum til um þetta kaup. Létu þeir korn fram og malt og seldu Ásbirni. Hlóð hann skip sitt sem hann vildi. En er hann var í brott búinn leiddi Erlingur hann út með vingjöfum og skildust þeir með kærleikum. Fékk Ásbjörn byrleiði gott og lagði að um kveldið í Karmtsundi við Ögvaldsnes og voru þar um nóttina.


Þórir selur hafði þegar spurn af um farar Ásbjarnar og svo það að skip hans var kafhlaðið. Þórir stefndi til sín liði um nóttina svo að hann hafði fyrir dag sex tigu manna. Hann fór á fund Ásbjarnar þegar er lítt var lýst. Gengu þeir þegar út á skipið. Þá voru þeir Ásbjörn klæddir og heilsaði Ásbjörn Þóri. Þórir spyr hvað þunga Ásbjörn hefði á skipi. Hann segir að korn og malt var.


Þórir segir: "Þá mun Erlingur gera að vanda að taka fyrir hégómamál öll orð konungs og leiðist honum enn eigi það að vera hans mótstöðumaður í öllu og er furða er konungur lætur honum allt hlýða."


Var Þórir málóði um hríð en er hann þagnaði þá segir Ásbjörn að korn höfðu átt þrælar Erlings.


Þórir svarar snellt að hann hirði eigi um prettu þeirra Erlings. "Er nú hitt til Ásbjörn að þér gangið á land ellegar færum vér yður útbyrðis því að vér viljum enga þröng hafa af yður meðan vér ryðjum skipið."


Ásbjörn sá að hann hafði eigi liðskost við Þóri og gengu þeir Ásbjörn á land upp en Þórir lét flytja farminn allan af skipinu.


En er rutt var skipið þá gekk Þórir eftir skipinu. Hann mælti: "Furðu gott segl hafa þeir Háleygirnir. Taki byrðingssegl vort hið forna og fái þeim. Það er þeim fullgott er þeir sigla lausum kili."


Svo var gert að skipt var seglunum. Fóru þeir Ásbjörn brott leið sína við svo búið og stefndi hann þá norður með landi og létti eigi fyrr en hann kom heim í öndverðan vetur og varð sjá för allfræg. Varð þá allt starf tekið af Ásbirni að búa veislur á þeim vetri.


Þórir hundur bauð Ásbirni til jólaveislu og móður hans og þeim mönnum er þau vildu hafa með sér. Ásbjörn vildi eigi fara og sat heima. Það fann á að Þóri þótti Ásbjörn gera óvirðilega til boðsins. Hafði Þórir í fleymingi um farar Ásbjarnar. "Bæði er," segir hann, "að mikill er virðingamunur vor frænda Ásbjarnar enda gerir hann svo, slíkt starf sem hann lagði á í sumar að sækja kynnið til Erlings á Jaðar en hann vill eigi hér fara í næsta hús til mín. Veit eg eigi hvort hann hyggur að Sel-Þórir muni í hverjum hólma fyrir vera."


Slík orð spurði Ásbjörn til Þóris og önnur þeim lík. Ásbjörn undi stórilla ferð sinni og enn verr er hann heyrði slíkt haft að hlátri og spotti. Var hann heima um veturinn og fór hvergi til heimboða.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.