Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Msona ch. 27

Magnússona saga 27 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Msona ch. 27)

HeimskringlaMagnússona saga
262728

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Haraldur gilli var maður hár og grannvaxinn, hálslangur,
heldur langleitur, svarteygur, dökkhár, skjótlegur og
frálegur, hafði mjög búnað írskan, stutt klæði og
léttklæddur. Stirt var honum norrænt mál, kylfdi mjög til
orðanna og höfðu margir menn það mjög að spotti.



Haraldur sat í drykkju eitt sinn og talaði við annan mann,
sagði hann vestan af Írlandi. Var það í ræðu hans að þeir
menn voru á Írlandi að svo voru fóthvatir að engi hestur tók
þá á skeiði.



Magnús konungsson heyrði þetta og mælti: "Nú lýgur hann enn
sem hann er vanur."



Haraldur svarar: "Satt er þetta," segir hann, "að þeir menn
munu fást á Írlandi að engi hestur í Noregi mun hlaupa um
þá."



Ræddu þeir um nokkurum orðum. Þeir voru báðir drukknir.



Þá mælti Magnús: "Hér skaltu veðja fyrir höfði þínu ef þú
rennur eigi jafnhart sem eg ríð hesti mínum en eg mun leggja
í móti gullhring minn."



Haraldur svarar: "Ekki segi eg það að eg renni svo hart.
Finna mun eg þá menn á Írlandi að svo munu renna og má eg
veðja um það."



Magnús konungsson svarar: "Ekki mun eg fara til Írlands. Hér
skulum við veðja en ekki þar."



Haraldur gekk þá að sofa og vildi ekki fleira við hann eiga.
Þetta var í Ósló.



En eftir um morguninn þá er lokið var formessu reið Magnús
upp í götur. Hann gerði orð Haraldi að koma þannug. En er
hann kom var hann svo búinn, hafði skyrtu og ilbandabrækur,
stuttan möttul, hött írskan á höfði, spjótskaft í hendi.
Magnús markaði skeiðið.



Haraldur mælti: "Of langt ætlar þú skeiðið."



Magnús ætlaði þegar miklu lengra og sagði að þó var of
skammt. Mart var manna hjá. Þá tóku þeir skeið fram og fylgdi
Haraldur jafnan bæginum.



En er þeir komu til skeiðsenda mælti Magnús: "Þú heldur í
gagntakið og dró hesturinn þig."



Magnús hafði gauskan hest allskjótan. Þeir tóku þá annað
skeið aftur. Rann þá Haraldur allt skeið fyrir hestinum.



En er þeir komu til skeiðsenda þá spurði Haraldur: "Hélt eg
nú í gagntakið?"



Magnús segir: "Nú tókstu fyrri til."



Þá lét Magnús blása hestinn um hríð en er hann var búinn þá
keyrir hann sporum hestinn og kom hann skjótt á hlaup.
Haraldur stóð þá kyrr.



Þá leit Magnús aftur og kallaði: "Renn nú," segir hann.



Þá hljóp Haraldur og skjótt fram um hestinn og langt frá fram
og svo til skeiðsenda. Kom hann miklu fyrr svo að hann
lagðist niður og spratt upp og heilsaði Magnúsi er hann kom.
Síðan fóru þeir heim til bæjar. En Sigurður konungur hafði
verið meðan að messu og vissi hann þetta eigi fyrr en eftir
mat um daginn.



Þá mælti hann reiðulega til Magnúss: "Þér kallið Harald
heimskan en mér þykir þú fól. Ekki kanntu utanlandssiðu
manna. Vissir þú það eigi fyrr að utanlandsmenn temja sig við
aðrar íþróttir en kýla drykk eða gera sig æran og ófæran og
vita þá ekki til manns? Fá Haraldi hring sinn og apa hann
aldrei síðan meðan mitt höfuð er fyrir ofan mold."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.