Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HSig ch. 61

Haralds saga Sigurðssonar 61 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HSig ch. 61)

HeimskringlaHaralds saga Sigurðssonar
606162

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



En er Danir spyrja að Norðmannaher var kominn þá flýja allir
þeir er því koma við. Norðmenn spyrja að Danakonungur hefir
og úti her sinn og liggur hann suður um Fjón og um Smálönd.



En er Haraldur konungur spurði að Sveinn konungur vildi eigi
halda stefnulag við hann eða orustu sem mælt var þá tók hann
það ráð enn sem fyrr, lét aftur fara bóndaliðið og skipaði
hálft annað hundrað skipa. Hélt hann síðan liði því suður
fyrir Halland og herjaði víða. Hann lagði herinum í Lófufjörð
og herjaði þar á land upp.



Litlu síðar kom að þeim þar Sveinn konungur með Danaher. Hann
hafði þrjú hundruð skipa. En er Norðmenn sáu herinn þá lét
Haraldur konungur blása saman herinum. Mæltu það margir að
þeir skyldu flýja og sögðu að ófært væri að berjast.



Konungur svarar svo: "Fyrr skal hver vor falla um þveran
annan en flýja."



Svo segir Steinn Herdísarson:



Sagði hitt er hugði

hauklyndr vera mundu:

Þar kvað þengill eirar

þrotna von frá honum.

Heldr kvað hvern vorn skyldu

hilmir frægr en vægja,

menn brutu upp, um annan,

öll vopn, þveran falla.


Síðan lét Haraldur konungur skipa her sínum til framlögu.
Lagði hann dreka sinn hinn mikla fram í miðju liði.



Svo segir Þjóðólfur:



Lét vingjafa veitir,

varghollr, dreka skolla

lystr fyr leiðangrs brjósti,

liðs oddr var það, miðju.


Það skip var allvel skipað og fjölmennt á.



Svo segir Þjóðólfur:



Fast bað fylking hrausta

friðvandr jöfur standa.

Hamalt sýndist mér hömlur

hildings vinir skilda.

Ramsyndan lauk röndum

ráðandi manndáða

nýtr fyr Nissi utan

naðr, svo hver tók aðra.


Úlfur stallari lagði sitt skip á annað borð konungsskipinu.
Hann mælti við sína menn að þeir skyldu vel fram leggja skipið.
Steinn Herdísarson var á skipi Úlfs.



Hann kvað:



Hét á oss þá er úti,

Ulfr, hákesjur skulfu,

róðr var greiddr á græði,

grams stallari, alla.

Vel bað skip með skylja

skeleggjaðr fram leggja

sitt, en seggir játtu,

snjalls landreka spjalli.


Hákon jarl Ívarsson lá ystur í arminn annan og fylgdu honum
mörg skip og var það lið allvel búið. En yst í annan arminn
lágu Þrændahöfðingjar. Var þar og mikill her og fríður.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.