Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HSig ch. 55

Haralds saga Sigurðssonar 55 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HSig ch. 55)

HeimskringlaHaralds saga Sigurðssonar
545556

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Um sumarið eftir fór Margaður konungur og Guttormur með honum
og herjuðu á Bretland og fengu þar ógrynni fjár. Síðan lögðu
þeir í Öngulseyjarsund. Þeir skyldu þar skipta herfangi sínu.
En er fram var borið það mikla silfur og konungur sá það þá
vildi hann einn samt hafa féið allt og virti þá lítils vingan
sína við Guttorm. Guttormi líkaði það illa er hann skyldi
vera hlutræningur og hans menn.Konungur segir að hann skyldi eiga tvo kosti fyrir höndum:
"Sá annar að una því sem vér viljum vera láta en annar sá að
halda við oss orustu og hafi sá þá fé er sigur hefir og það
með að þú skalt ganga af skipum þínum og skal eg þau hafa."Guttormi sýndist mikill vandi á báðar hendur, þóttist eigi
mega láta sæmilega skip sín og fé fyrir enga tilgerninga. Það
var og allháskasamlegt að berjast við konung og það mikla lið
er honum fylgdi. En liðs þeirra var svo mikill munur að
konungur hafði sextán langskip en Guttormur fimm. Þá bað
Guttormur konung ljá sér þriggja nátta fresta um þetta mál
til umráða við sína menn. Hugðist hann konung mundu mýkja
mega á þeirri stundu og koma sínu máli í betri vingan við
konung með fortölum sinna manna. En það fékkst ekki af
konungi sem hann mælti til. Þá var Ólafsvökuaftann. Nú kaus
Guttormur heldur að deyja með drengskap eða vega sigur heldur
en hitt að þola skömm og svívirðu og klækisorð af svo mikilli
missu. Þá kallaði hann á guð og hinn helga Ólaf konung frænda
sinn, bað þá fulltings og hjálpar og hét til þess helga manns
húss að gefa tíund af öllu því herfangi er þeir hlytu ef þeir
fengju sigur.Síðan skipaði hann liði sínu og fylkti móti þeim mikla her og
réð til og barðist við þá. En með fulltingi guðs og hins
heilaga Ólafs konungs fékk Guttormur sigur. Þar féll Margaður
konungur og hver maður er honum fylgdi, ungur og gamall.Og eftir þann háleita sigur vendir Guttormur heim glaður með
öllum þeim fjárhlut er þeir höfðu fengið í orustu. Þá var af
tekið silfrinu því er þeir höfðu fengið hinn tíundi hver
peningur, svo sem heitið hafði verið hinum helga Ólafi
konungi, og var það ófa mikið fé, svo að af því silfri lét
Guttormur gera róðu eftir vexti sínum eða stafnbúa síns og er
það líkneski sjö alna hátt. Guttormur gaf róðu þá svo búna
til staðar hins heilaga Ólafs konungs. Hefir hún þar verið
síðan til minningar sigurs Guttorms og jartegnar hins heilaga
Ólafs konungs.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.