Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HGráf ch. 1

Haralds saga gráfeldar 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HGráf ch. 1)

HeimskringlaHaralds saga gráfeldar
12

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Eiríkssynir tóku þá konungdóm yfir Noregi síðan er Hákon
konungur var fallinn. Var Haraldur mest fyrir þeim að
virðingu og hann var elstur þeirra er þá lifðu. Gunnhildur
móðir þeirra hafði mjög landráð með þeim. Hún var þá kölluð
konungamóðir.



Þá voru höfðingjar í landi Tryggvi Ólafsson austur í landi og
Guðröður Bjarnarson á Vestfold, Sigurður Hlaðajarl í
Þrándheimi en Gunnhildarsynir höfðu mitt land hinn fyrsta
vetur. Þá fóru orð og sendimenn milli þeirra Gunnhildarsona
og þeirra Tryggva og Guðröðar og var þar allt mælt til sætta,
að þeir skyldu hafa þvílíkan hlut ríkis af Gunnhildarsonum
sem þeir höfðu áður haft af Hákoni konungi.



Glúmur Geirason er maður nefndur. Hann var skáld Haralds
konungs og hreystimaður mikill. Hann orti vísu þessa eftir
fall Hákonar:



Vel hefir hefnt, en hafna

hjörs berdraugar fjörvi,

fólkrakkr, um vannst, fylkir,

framlegt, Haraldr Gamla,

er dökkvalir drekka

dólgbands fyr ver handan,

roðin frá eg rauðra benja

reyr, Hákonar dreyra.


Þessi vísa varð allkær.



En er þetta spurði Eyvindur Finnsson kvað hann vísu er fyrr
er ritin:



Fyrr rauð Fenris varra

flugvarr konungr sparra,

málmhríðar svall meiðum

móðr, í Gamla blóði,

þá er óstirfinn arfa

Eiríks of rak, geira

nú tregr gæti-Gauta

grams fall, á sjá alla.


Var sú vísa og mjög flutt.



En er það spyr Haraldur konungur þá gaf hann Eyvindi þar
fyrir dauðasök, allt til þess að vinir þeirra sættu þá með
því að Eyvindur skyldi gerast skáld hans, svo sem hann hafði
áður verið Hákonar konungs. Var frændsemi milli þeirra mikil,
svo að Gunnhildur var móðir Eyvindar dóttir Hálfdanar jarls
en móðir hennar var Ingibjörg dóttir Haralds konungs hins
hárfagra.



Þá orti Eyvindur vísu um Harald konung:



Lítt kváðu þig láta

landvörðr, er brast, Hörða,

benja hagl á brynjum,

bugust álmar, geð fálma,

þá er ófólgin ylgjar

endr úr þinni hendi

fetla svell til fyllar

fullegg, Haraldr, gullu.


Gunnhildarsynir sátu mest um mitt land því að bæði þótti þeim
ekki trúlegt að sitja undir hendi Þrændum eða Víkverjum er
mestir höfðu verið vinir Hákonar konungs en stórmenni mart í
hvorumtveggja stað. Þá fóru menn að bera sættarboð í milli
þeirra Gunnhildarsona og Sigurðar jarls því að þeir fengu
engar skyldir áður úr Þrándheimi og varð það að lyktum að
þeir gerðu sætt sína, konungar og jarl, og bundu svardögum.
Skyldi Sigurður jarl hafa slíkt ríki af þeim í Þrándheimi sem
hann hafði fyrr haft af Hákoni konungi. Voru þeir þá sáttir
kallaðir.



Allir synir Gunnhildar voru kallaðir sínkir og var það mælt
að þeir fælu lausafé í jörðu. Um það orti Eyvindur
skáldaspillir:



Bárum, Ullr, um alla,

ímunlauks, á hauka

fjöllum Fýrisvalla

fræ Hákonar ævi.

Nú hefir fólkstríðir Fróða

fáglýjaðra þýja

meldr í móður holdi

mellu dólgs um fólginn.




Fyllar skein á fjöllum

fallsól bráavallar

Ullar kjóls um allan

aldr Hákonar skaldum.

Nú er álfröðull elfar

jötna dólgs um fólginn,

ráð eru ramrar þjóðar

rík, í móður líki.



Þá er Haraldur konungur spurði vísur þessar sendi hann orð
Eyvindi að hann skyldi koma á fund hans.



En er Eyvindur kom þá bar konungur sakar á hann og kallaði
hann óvin sinn. "Og samir þér það illa," segir hann, "að
veita mér ótrúnað því að þú hefir áður gerst minn maður."



Þá kvað Eyvindur vísu:



Einn drottin hefi eg áttan,

jöfur dýrr, en þig fyrri,

belli, bragningr, elli,

bið eg eigi mér hins þriðja.

Trúr var eg tiggja dýrum.

Tveim skjöldum lék eg aldrei.

Fylli eg flokk þinn, stillir.

Fellr á hendr mér elli.


Haraldur konungur lét festa sér fyrir mál þetta sinn dóm.
Eyvindur átti gullhring mikinn og góðan er kallaður var
Moldi. Hann hafði verið tekinn löngu áður úr jörðu. Hring
þann segir konungur að hann vill hafa og var þá engi annar
kostur á.



Þá kvað Eyvindur:



Skyldi eg, skerja foldar

skíðrennandi, síðan

þursa tæs frá þvísa

þinn góðan byr finna,

er, valjarðar, verðum,

veljandi, þér selja

lyngva mens, það er lengi,

látr, minn faðir átti.


Fór þá Eyvindur heim og er ekki þess getið að hann fyndi
síðan Harald konung.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.