Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

BjH ch. 4

Bjarnar saga Hítdœlakappa 4 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (BjH ch. 4)

Anonymous íslendingasögurBjarnar saga Hítdœlakappa
345

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Sumar það hið sama sem Þórður fór til Íslands gekk Björn þá
fyrir jarl og bað orlofs að fara í Austurveg. Jarl bað hann
fara sem honum gegndi.



Fór þá Björn með kaupmönnum austur í Garðaríki á fund
Valdimars konungs. Var hann þar um veturinn í góðu haldi með
konunginum. Kom hann sér vel með tignum mönnum því að öllum
féllu vel í skap hættir hans og skaplyndi.



Svo er sagt þá er Björn var í Garðaríki með Valdimar konungi
bar það til að her óflýjandi kom í landið og réð fyrir kappi
sá er Kaldimar hét, mikill og máttigur, náfrændi konungs,
hermaður hinn mesti og vígfimur og mikill afreksmaður, og
voru þeir kallaði jafnkomnir til ríkis Valdimar konungur og
kappinn en kappinn hafði því eigi náð ríkinu að hann var
yngri og því fór hann í hernað að leita sér frama. Var nú og
engi hermaður slíkur, jafnfrægur sem hann, í þann tíma í
Austurlöndum.



En er Valdimar konungur frétti þetta þá sendir hann menn með
sættarboðum til frænda síns og bað hann fara með friði og
eignast helming ríkis en kappinn kveðst skyldu hafa einn
ríkið og ef konungur vill eigi það bauð hann honum hólmgöngu
ella berðust þeir með öllu liði sínu. Valdimar konungi þótti
hvorgi góður og vildi gjarnan eiga týna liði sínu en kveðst
eigi vanist hafa hólmgöngum og spurði lið sitt hvað ráðs væri
en menn réðu honum að safna liði og berjast.



Og á litlum tíma kom þar saman múgur og margmenni og hélt
Valdimar konungur til móts við kappann. Síðan bauð konungur
að fá mann fyrir sig til einvígis og því játaði kappinn með
þeim skildaga að hann skyldi eignast ríkið allt ef hann
felldi þann mann en ef kappinn félli þá skyldi konungur
eignast ríki sitt sem áður. Þá leitaði konungur eftir við
menn sína ef þeir vildu ganga á hólm fyrir hann en menn voru
ekki fúsir til þess því að hver þóttist til bana ráðinn er
berjast skyldi við kappann. En konungurinn hét þeim sinni
vináttu og öðrum sæmdum ef nokkur vill til ráðast en þó vildi
engi til ráða.



Björn mælti: "Hér sé eg alla ódrengilegast við verða síns
herra nauðsyn. En því fór eg af mínu landi að eg vildi leita
mér frægðar. En tveir eru kostir fyrir höndum, annar að fá
sigur með karlmennsku, þó að það sé ólíklegt með þann sem að
berjast er, en hinn er annar að falla með drengskap og
hugprýði og er það betra en að lifa með skömm og þora eigi að
vinna konungi sínum sæmd og skal eg til ráða að berjast við
Kalidmar."



Konungur þakkar Birni.



Eru þá sögð upp hólmgöngulög. Kappinn hafði sverð það er
Mæringur hét og hinn besti gripur. Þeir berjast bæði hart og
snart og lauk svo með þeim að kappinn féll fyrir Birni og
fékk bana en Björn varð sár nær til ólífis. Fékk Björn af
þessu stórlega frægð og sæmd af konungi. Var þar skotið
tjaldi yfir Björn því að hann þótti eigi færandi í brott en
konungur fór heim í ríki sitt.



Þeir Björn voru nú í tjaldinu og er gróa tóku sár hans þá
kvað hann vísu:



Hér myndi nú handar,

hæft skiljum brag, vilja

líki fögr sem leika

Lofn, Eykyndill, sofna

ef hörskorða heyrði

harðla nær að værum,

gerðumk frægr, með fjórða

fleina vald í tjaldi.


Síðan var Björn fluttur heim til konungs með mikilli
virðingu. Konungur gaf honum allt herskrúð það er kappinn
hafði átt og þar fylgdi sverðið Mæringur. Því var Björn síðan
kappi kallaður og kenndur við hérað sitt. Björn lá í sárum um
sumarið og um veturinn eftir var hann í Garðaríki og hafði
hann þá utan verið þrjá vetur og eftir það fór hann til
Noregs. Og er hann kom þar voru öll skip gengin til Íslands
og var það síð sumars.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.