Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Yng ch. 26

Ynglinga saga 26 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Yng ch. 26)

HeimskringlaYnglinga saga
252627

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Egill hét sonur Auns hins gamla er konungur var eftir föður
sinn í Svíþjóðu. Hann var engi hermaður og sat að löndum í
kyrrsæti. Tunni hét þræll hans er verið hafði með Ána hinum
gamla, féhirðir hans. En er Áni var andaður þá tók Tunni óf
lausafjár og gróf í jörð. En er Egill var konungur þá setti
hann Tunna með þrælum öðrum. Hann kunni því stórilla og hljóp
í brott og með honum margir þrælar og tóku þá upp lausaféið
er hann hafði fólgið. Gaf hann það mönnum sínum en þeir tóku
hann til höfðingja. Síðan dreif til hans mart illþýðisfólk,
lágu úti á mörkum, stundum hljópu þeir í héruð og rændu menn
eða drápu.Egill konungur spurði þetta og fór leita þeirra með liði
sínu. En er hann hafði tekið sér náttstað á einni nótt þá kom
þar Tunni með liði sínu og hljóp á þá óvara og drápu lið
mikið af konungi. En er Egill konungur varð var við ófrið þá
snerist hann til viðtöku, setti upp merki sitt en lið flýði
mart frá honum. Þeir Tunni sóttu að djarflega. Sá þá Egill
konungur engan annan sinn kost en flýja. Þeir Tunni ráku þá
flóttann allt til skógar. Síðan fóru þeir aftur í byggðina,
herjuðu og rændu og fengu þá enga mótstöðu. Fé það allt er
Tunni tók í héraðinu gaf hann liðsmönnum sínum. Varð hann af
því vinsæll og fjölmennur.Egill konungur safnaði her og fór til orustu í móti Tunna.
Þeir börðust og hafði Tunni sigur en Egill flýði og lét lið
mikið. Þeir Egill konungur og Tunni áttu átta orustur og
hafði Tunni sigur í öllum. Eftir það flýði Egill konungur
landið og út í Danmörk á Selund til Fróða hins frækna. Hann
hét Fróða konungi til liðs skatti af Svíum. Þá fékk Fróði
honum her og kappa sína. Fór þá Egill konungur til Svíþjóðar
en er Tunni spyr það fór hann í móti honum með sitt lið. Varð
þá orusta mikil. Þar féll Tunni en Egill konungur tók þá við
ríki sínu. Danir fóru aftur.Egill konungur sendi Fróða konungi góðar gjafir og stórar á
hverjum misserum en galt engan skatt Dönum og hélst þó
vinfengi þeirra Fróða. Síðan er Tunni féll réð Egill konungur
ríkinu þrjá vetur.Það varð í Svíþjóðu að griðungur sá er til blóts var ætlaður
var gamall og alinn svo kappsamlega að hann var mannýgur. En
er menn vildu taka hann þá hljóp hann á skóg og varð galinn
og var lengi á viðum og hinn mesti spellvirki við menn. Egill
konungur var veiðimaður mikill. Hann reið um daga oftlega á
markir dýr að veiða.Það var eitt sinn að hann var riðinn á veiðar með menn sína.
Konungur hafði elt dýr eitt lengi og hleypti eftir í skóginn
frá öllum mönnum. Þá verður hann var við griðunginn og reið
til og vill drepa hann. Griðungur snýr í móti og kom konungur
lagi á hann og skar úr spjótið. Griðungur stakk hornunum á
síðu hestinum svo að hann féll þegar flatur og svo konungur.
Þá hljóp konungur á fætur og vill bregða sverði. Griðungur
stakk þá hornunum fyrir brjóst honum svo að á kafi stóð. Þá
komu að konungsmenn og drápu griðunginn. Konungur lifði litla
hríð og er hann heygður að Uppsölum.Svo segir Þjóðólfur:Og lofsæll

úr landi fló

Týs áttungr

Tunna ríki.

En flæming

farra trjónu

jötuns eykr

á Agli rauð.

 

Sá er um austr

áðan hafði

brúna hörg

um borinn lengi,

en skíðlaus

Skilfinga nið

hæfis hjör

til hjarta stóð.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.