Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Yng ch. 27

Ynglinga saga 27 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Yng ch. 27)

HeimskringlaYnglinga saga
262728

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Óttar hét sonur Egils er ríki og konungdóm tók eftir hann.
Hann vingaðist ekki við Fróða. Þá sendi Fróði menn til Óttars
konungs að heimta skatt þann er Egill hafði heitið honum.
Óttar svarar svo að Svíar hefðu aldrei skatt goldið Dönum,
segir að hann mundi og svo gera. Fóru aftur sendimenn. Fróði
var hermaður mikill.



Það var á einu sumri að Fróði fór með her sinn til Svíþjóðar,
gerði þar upprás og herjaði, drap mart fólk en sumt hertók
hann. Hann fékk allmikið herfang. Hann brenndi og víða
byggðina og gerði hið mesta hervirki.



Annað sumar fór Fróði konungur að herja í Austurveg. Það
spurði Óttar konungur að Fróði var eigi í landinu. Þá stígur
hann á herskip og fer út í Danmörk og herjar þar og fær enga
mótstöðu. Hann spyr að safnaður mikill var á Selundi. Stefnir
hann þá vestur í Eyrarsund, siglir þá suður til Jótlands og
leggur í Limafjörð, herjar þá á Vendli, brennir þar og gerir
mjög aleyðu.



Vöttur og Fasti hétu jarlar Fróða. Þá hafði Fróði sett til
landvarnar í Danmörk meðan hann var úr landi. En er jarlar
spurðu að Svíakonungur herjaði í Danmörk þá safna þeir her og
hlaupa á skip og sigla suður til Limafjarðar, koma þar mjög á
óvart Óttari konungi, leggja þegar til orustu. Taka Svíar vel
í mót. Fellur lið hvorratveggja en svo sem lið féll af Dönum
kom annað meira þar úr héruðum og svo var til lagt öllum þeim
skipum er í nánd voru. Lýkur svo orustu að þar féll Óttar
konungur og mestur hluti liðs hans. Danir tóku lík hans og
fluttu til lands og lögðu upp á haug einn, létu þar rífa dýr
og fugla hræin. Þeir gera trékráku eina og senda til
Svíþjóðar og segja að eigi var meira verður Óttar konungur
þeirra. Þeir kölluðu síðan Óttar vendilkráku.



Svo segir Þjóðólfur:



Féll Óttar

undir ara greipar,

dugandligr,

fyr Dana vopnum,

þann hergamr

hrægum fæti,

víðs borinn,

á Vendli sparn.

 

Þau frá eg verk

Vötts og Fasta

sænskri þjóð

að sögum verða,

að eylands

jarlar Fróða

vígfrömuð

um veginn höfðu.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.