Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vígl ch. 6

Víglundar saga 6 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vígl ch. 6)

Anonymous íslendingasögurVíglundar saga
567

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nokkuru síðar kom Þorgrímur að máli við konung og bað hann
gefa sér orlof að finna Þóri jarl en konungur veitti honum
það. En er Þorgrímur kom til Þóris jarls var honum þar vel
fagnað. Hóf Þorgrímur þá enn upp bónorðið og vildi nú til
staðins vita hver svör jarl mundi veita en jarl sagðist eigi
mundu gifta honum dóttur sína. Var Þorgrímur þar þrjár nætur
og féll vel á með þeim Ólöfu og segja það nokkurir menn að þá
hafi þau bundið sitt eiginorð. Fór Þorgrímur þá aftur til
konungs að sinni.



Fór hann nú í hernað og var þá fulltíða að aldri. Lá hann í
hernaði um sumarið og þótti allra manna röskvastur í öllum
mannraunum. Bæði aflaði hann í þessari ferð fjár og frama.



Það var nú þessu næst að Ketill af Raumaríki var riðinn til
Þóris jarls við þrjá tigu manna. Þar var þá og Haraldur
konungur að veislu. Ketill hóf þá upp bónorð sitt og biður
Ólafar geisla sér til handa og með fulltingi konungs þá
giftir Þórir jarl Ólöfu dóttur sína Katli. Lagði Ólöf þar
ekki jáyrði til né samþykki.



Og er kaupið skyldi fram fara þá kvað Ólöf vísu þessa:



Veit eg að gullhrings gætir

glaðr kveðr betr en aðrir.

Sá mun hljómr í heimi

hauklanda mér granda.

Engi er hirðir hringa

hvítr svo að eg til líti.

Einum vann eg eiða.

Ann eg vel björtum manni.


Flestir höfðu það fyrir satt að Ólöf mundi heldur viljað átt
hafa Þorgrím en þó varð svo að vera. Var nú ákveðið
brúðlaupið, nær það skyldi vera. Átti það að vera að
veturnóttum heima hjá Þóri jarli. Líður nú af sumarið.



Um haustið kom Þorgrímur úr hernaði. Fréttir hann að Ólöf var
gift. Fór hann þegar á konungs fund að biðja hann liðveislu
að ná konunni hvort Þóri jarli líkaði betur eða verr og þeim
Katli. En konungur skarst undan allri liðveislu við Þorgrím,
sagði Ketil vera sinn hinn besta vin.



"Ráð vil eg leggja til með þér," segir konungur, "að þú
deilir eigi kappi við Ketil. Vil eg biðja Ingibjargar dóttur
hans þér til handa og sættist svo heilum sáttum."



Þorgrímur kveðst það eigi vilja gera: "Vil eg halda orð mín
og eiða er við Ólöf höfum bundið með okkur. Ætla eg mér
annaðhvort hana að eiga ella öngva aðra. Viljið þér og ekki
mig til styrkja þá mun eg ekki lengur yður þjóna."



Konungur segir hann því ráða mundu "en er það líkast að ekki
sé þinn heiður í öðrum stað meiri en með mér."



Síðan tók Þorgrímur orlof af konungi. Gaf konungur Þorgrími
gullhring að skilnaði þann er stóð mörk. Fór hann síðan til
sinna manna. Þá voru þrjár nætur til þess er brúðlaupið mundi
verða.



Gengur Þorgrímur þá á land einn saman sinna manna og þar til
er hann kemur í garðinn Þóris jarls. Það var í þann tíma er
brúðurin var á bekk sett og öll drykkjustofan alskipuð af
mönnum og konungur í hásæti og var veislan hin besta.
Þorgrímur gekk inn í drykkjustofuna og á mitt gólfið og
stendur þar. Svo voru mörg ljós í stofunni að hvergi bar
skugga á. Allir menn þekktu Þorgrím og var hann þó mörgum
enginn aufúsugestur.



Þorgrímur mælti: "Hefir þú Ketill keypt Ólöfu?"



Ketill kvað það satt vera.



"Var það nokkuð með hennar ráði gert?" segir Þorgrímur.



"Eg ætlaði að Þórir jarl mundi sjálfur eiga að ráða dóttur
sinni," segir Ketill, "og mundi það kaup löglegt vera sem
hann gerði."



Þorgrímur segir: "Það segi eg að við Ólöf höfum eiða bundið
að hún skyldi öngvan mann eiga nema mig og segi hún hvort
eigi er svo."



En Ólöf kvað það satt.



"Þá þykist eg eiga konuna," segir Þorgrímur.



"Hana skaltu aldrei fá," segir Ketill, "og hefi eg deilt kappi
við þér meiri menn og haldið þó meira en þeir."



Þorgrímur mælti: "Þá þykist eg sjá að þú gerir þetta í
konungs trausti og sakir þess þá býð eg þér á hólm og
berjumst við og eigi sá konuna er annan vinnur á hólmi."



"Þess ætla eg að njóta að eg er mannfleiri en þú," segir
Ketill.



Og sem þeir höfðu þetta að tala bar svo við að öll ljósin
slokknuðu í stofunni. Var þá upphlaup mikið og hrundningar.
En er ljósið kom var brúðurin horfin og svo Þorgrímur.
Þóttust nú allir vita að hann mundi þessu valda. Var það og
satt að Þorgrímur hafði tekið brúðina og bar hana til skips.
Menn hans höfðu um búist eftir því sem hann hafði skipað
fyrir svo að þeir voru búnir til hafs. Vinda þeir nú upp segl
sín þegar að Þorgrímur var búinn því að vindur stóð af landi.



Þá var landnámatími sem mestur á Íslandi. Þóttist Þorgrímur
vita að hann mundi eigi geta haldið sig í Noregi eftir þetta
verk. Fýstist hann þá til Íslands. Létu þeir í haf og fengu
byri góða og voru skamma stund úti, komu við Snæfellsnes og
tóku land í Hraunhöfn.



Spurði konungur og jarl til ferða Þorgríms og þóttist Ketill
hafa fengið hina mestu sneypu, misst konuna en þótti óvíst
hvort hann gæti þetta nokkuð við Þorgrím rétt eða eigi.
Konungur gerði Þorgrím útlægan fyrir þetta verk af atgangi
Ketils.



Hverfum hér frá að sinni.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.