Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vígl ch. 5

Víglundar saga 5 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vígl ch. 5)

Anonymous íslendingasögurVíglundar saga
456

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Einn tíma er þess getið að konungur fór að veislum til þess
manns er Sigurður hét. Þessi veisla var vönduð mjög að öllum
föngum. Konungur skipar Þorgrími að standa frammi um daginn
að skenkja sér og sínum vildarmönnum. Þótti hans mönnum
mörgum það við of, hversu konungur lagði mikið til Þorgríms í
allri virðingu.



Sigurður átti frænda einn er Grímur hét. Hann var ríkur maður
að peningum. Hann var metnaðarmaður svo mikill að honum þótti
flestallt lágt hjá sér. Hann var í veislu þessi og skipaði
öndugi á hinn æðra bekk.



Þorgrímur þjónaði um daginn og þá er Þorgrímur bar eitt stórt
drykkjuker fyrir Grím þá stöplaðist út af kerinu því að
Þorgrímur drap við fæti og kom á klæði Gríms. Hann varð illa
við og hljóp upp með stóryrðum og kvað það auðséð að pútuson
væri vanari að geyma svína og gefa þeim soð að drekka en
þjóna nokkurum dugandi mönnum. Þorgrímur reiddist orðum hans
og brá sverði og lagði í gegnum hann. Drógu menn hann undan
borðum dauðan. Sigurður kallaði á sína menn og bað þá standa
upp og hafa hendur á Þorgrími.



Konungur mælti: "Ger eigi svo Sigurður. Grímur mælti til
óhelgis sér en eg vil bæta manninn fullum bótum ef þú vilt að
eg skipti sem eg vil því að svo mun best haldast okkart
vinfengi."



Varð svo að vera sem konungur vildi og galt konungur þar allt
féið svo að Sigurði líkaði allt vel. Leið nú af veislan og
varð ekki til tíðinda fleira. Fór konungur heimleiðis.



Konungur bauð til sín stórmenni mörgu. Fyrstum bauð hann Þóri
jarli og Katli bónda af Raumaríki. Var hann orðinn konulaus
því að kona hans var þá önduð af sængurför og fæddi dóttur
áður og hét Ingibjörg eftir móður sinni. Og síðan býður
konungur múg og margmenni því að ekki skorti það er hafa
þurfti. Komu menn eftir því sem boðið var til veislunnar. Fór
Ólöf geisli til veislunnar með föður sínum. Var nú skipað
mönnum í sæti og borinn drykkur ágætur. Þorgrímur gekk um
beina og fannst mönnum mikið um hversu gildur maður og
sæmilegur hann var. Hann var sæmilega klæddur því að konungur
lagði mikla virðing á hann og þótti það mörgum hans mönnum
við of og lögðu mikla þykkju á Þorgrím þar fyrir. Lengt var
nafn hans og var kallaður Þorgrímur prúði.



En er Þorgrímur sá Ólöfu, lagði hann þegar ástarhug til
hennar og svo fór henni til hans að hún unni honum og fundu
það þó ekki aðrir menn. En þegar þau gátu fengið sér stund
til þá bar saman fundi þeirra og féll þar hvorutveggju vel í
skap. Spurði Þorgrímur hversu hún mundi svara ef hann bæði
hennar en hún kvað engi mótmæli af sinni hendi ef faðir
hennar vildi. Og að liðinni veislunni hóf Þorgrímur upp
bónorð sitt og bað Ólafar geisla. Tók Þórir jarl því ekki
fljótt og skildu við svo búið.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.