This interface will soon cease to be publicly available. Use the new interface instead. Click here to switch over now.

Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous íslendingasögur (Anon)

not in Skj

prose works

Kormáks saga (Korm) - 54

Kormáks sagaKormV

Not published: do not cite (KormV)

19 — Korm ch. 19

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Korm ch. 19)

Meðan þeir höfðu brottu verið var orðið höfðingjaskipti. Hákon var látinn en Haraldur gráfeldur í stað kominn. Vingast þeir við konung. Hann tók þeirra máli vel. Þeir fóru með konungi til Írlands og áttu þar orustur. Það var eitt sinn er þeir höfðu upp gengið með konungi og kom mikið lið mót konungi. Og þá er saman laust liðinu þá kvað Kormákur vísu: Þorgils mælti: «Aldrei kemur þú í þá mannraun þér komi eigi jafnan í hug Steingerður.» Kormákur segir: «Alllítt fyrnist mér það enn.» Þessi orusta var mikil. Fékk Haraldur konungur ágætan sigur. Hans menn ráku flótta. Þeir bræður voru staddir báðir saman. Snerust þá í mót níu menn. Þeir börðust um hríð. Kormákur kvað vísu: Þorgils mælti: «Þar kemur þó oftast niður.» Þeirra orustu lauk svo þeir bræður fengu sigur en hinir féllu níu. Þeir tóku þar fyrir mikið lof af konungi og marga sæmd aðra. Þeir bræður voru með konungi í herferðum jafnan. Þá fann Þorgils Kormákur svaf lítið jafnan og spurði hví það sætti. Þá kvað Kormákur vísu: «Kann eg það segja þér bróðir eg lýsi útferð minni til Íslands.» Þorgils mælti: «Miklu er fyrir fætur þér kastað bróðir og ei veit eg til hvers dregur.» Þegar konungur verður vís farfýsi Kormáks þá kallar konungur Kormák til sín og segir hann óviturlega gera og letur hann ferðarinnar og tjáir það ekki. Réðst hann til skips. Í útláti fengu þeir veður hvasst og áföll stór og brotnaði ráin. Þá kvað Kormákur vísu: Þeir láta í haf og þola harða veðráttu. Og eitt sinn er komið hafði mikið áfall voru menn votir. Þá kvað Kormákur vísu: Þeir hafa harða útivist og koma um síðir utan Miðfirði. Þeir kasta akkerum nær landi. Þeir sjá á land upp hvar kona ríður. Kormákur kennir Steingerði og lét skjóta báti og rær til lands, gengur skjótt frá skipi og fær sér hest, ríður til móts við Steingerði. Og þegar er þau finnast hleypur Kormákur af baki og tekur hana ofan og setur niður hjá sér. Hrossin ganga frá þeim og líður á daginn og kemur myrkri. Steingerður mælti: «Mál er leita hestum vorum.» Kormákur kvað lítils mundu við þurfa og litast hann um og sér hvergi hrossin en þau höfðu vafist í einu lækjarfari skammt frá því er þau sátu. fer nótt hendi. Taka þau á sig göngu og komu til lítils bæjar og var við þeim tekið og veittur beini slíkur sem þau þurftu. Um nóttina hvíldi sínum megin bríkar hvort þeirra. Þá kvað Kormákur vísu: Steingerður kvað betur eigi bæri saman fundi þeirra. Kormákur kvað vísu: Steingerður mælti: «Liðið er þetta og get eigi.» Kormákur kvað vísu: Steingerður kvaðst eigi vilja háð hans. Kormákur kvað vísu: Steingerður segir: «Það skal eigi verða ef eg ráða og skildist þú svo eins við þau mál þess er þér engi von.» sofa þau af um nóttina. Um morguninn býst Kormákur í brott, finnur Steingerði, tók af hendi sér fingurgull og vill gefa henni. Hún mælti: «Tröll hafi þig allan og svo gull þitt.» Kormákur kvað vísu: Ríður Kormákur og líkar heldur illa við Steingerði en verr við Tintein. Hann ríður heim á Mel og er þar um veturinn og vistar kaupmenn nær skipi.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.