Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Korm ch. 19

Kormáks saga 19 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Korm ch. 19)

Anonymous íslendingasögurKormáks saga
181920

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Meðan þeir höfðu brottu verið var orðið höfðingjaskipti.
Hákon var látinn en Haraldur gráfeldur í stað kominn. Vingast
þeir við konung. Hann tók þeirra máli vel. Þeir fóru með
konungi til Írlands og áttu þar orustur.Það var eitt sinn er þeir höfðu upp gengið með konungi og kom
mikið lið mót konungi.Og þá er saman laust liðinu þá kvað Kormákur vísu:Uggi eg lítt þótt leggi,

landvörðr, saman randir,

várat virðar stæri

vellauðigr, mér dauða

meðan skerjarðar, Skarði,

skorð man eg fyr norðan,

hvöss og angrar sú, sessi,

sótt, Þorketils dóttur.


Þorgils mælti: "Aldrei kemur þú í þá mannraun að þér komi
eigi jafnan í hug Steingerður."Kormákur segir: "Alllítt fyrnist mér það enn."Þessi orusta var mikil. Fékk Haraldur konungur ágætan sigur.
Hans menn ráku flótta. Þeir bræður voru staddir báðir saman.
Snerust þá í mót níu menn. Þeir börðust um hríð.Kormákur kvað vísu:Skjótt munum, Skarði, herðnir,

skulum tveir banar þeira,

hollr, andskotum hrinda,

hjördrífr, níu fjörvi.

Meðan goðleiðum gáða

grunnleit, sú er mér unni,

gengr að glæstum bingi

gullseim-Njörun heima.


Þorgils mælti: "Þar kemur þó oftast niður."Þeirra orustu lauk svo að þeir bræður fengu sigur en hinir
féllu níu. Þeir tóku þar fyrir mikið lof af konungi og marga
sæmd aðra.Þeir bræður voru með konungi í herferðum jafnan. Þá fann
Þorgils að Kormákur svaf lítið jafnan og spurði hví það
sætti.Þá kvað Kormákur vísu:Brim gnýr, brattir hamrar

blálands Haka strandar.

Allt gjálfr eyja þjálfa

út líðr í stað víðis.

Mér kveð eg heldr of Hildi

hrannbliks en þér miklu

svefnfátt, sörva Gefnar

sakna mun eg ef eg vakna.


"Kann eg það segja þér bróðir að eg lýsi útferð minni til
Íslands."Þorgils mælti: "Miklu er fyrir fætur þér kastað bróðir og ei
veit eg nú til hvers dregur."Þegar konungur verður vís farfýsi Kormáks þá kallar konungur
Kormák til sín og segir hann óviturlega gera og letur hann
ferðarinnar og tjáir það ekki. Réðst hann til skips. Í útláti
fengu þeir veður hvasst og áföll stór og brotnaði ráin.Þá kvað Kormákur vísu:Era mér sem Tinteini,

trauðr er vosfara kauði,

skjarr er hann við þys þenna,

þrjótr myksleða brjóti.

Þá er, alsnjallir allir

oddregns stafar fregni,

í Sólundar sundi

sundfaxa rá bundin.


Þeir láta í haf og þola harða veðráttu. Og eitt sinn er komið
hafði mikið áfall voru menn votir.Þá kvað Kormákur vísu:Veit hinn er tin tannar,

trauðr sæfara, hinn blauði,

stöndum Ilmr fyr yndi,

ógörva það, sörva.

Hvar eldfaldin alda

oft gengr of skör, drengjum,

hann á vífs að vitja,

varma bauð á armi.


Þeir hafa harða útivist og koma um síðir utan að Miðfirði.
Þeir kasta akkerum nær landi.Þeir sjá á land upp hvar kona ríður. Kormákur kennir
Steingerði og lét skjóta báti og rær til lands, gengur skjótt
frá skipi og fær sér hest, ríður til móts við Steingerði. Og
þegar er þau finnast hleypur Kormákur af baki og tekur hana
ofan og setur niður hjá sér. Hrossin ganga frá þeim og líður
á daginn og kemur að myrkri.Steingerður mælti: "Mál er að leita að hestum vorum."Kormákur kvað lítils mundu við þurfa og litast hann um og sér
hvergi hrossin en þau höfðu vafist í einu lækjarfari skammt
frá því er þau sátu. Nú fer nótt að hendi. Taka þau á sig
göngu og komu til lítils bæjar og var við þeim tekið og
veittur beini slíkur sem þau þurftu. Um nóttina hvíldi sínum
megin bríkar hvort þeirra.Þá kvað Kormákur vísu:Hvílum handar bála

Hlín, valda sköp sínu,

það sjáum, reið að ráði,

rík, tveim megin bríkar.

Nærgi er oss í eina

angrlaust sæing göngum,

dýr Sköfnunga drafnar

dúneyjar við Freyja.


Steingerður kvað betur að eigi bæri saman fundi þeirra.Kormákur kvað vísu:Sváfum hress í húsi

hornþeyjar við Freyja

fjarðarlegs hin frægja

fimm nætr saman grimmar

og hyrketils hverja

hrafns ævi gnoð stafna

lags, á lítt of hugsi,

lá eg andvana banda.


Steingerður mælti: "Liðið er þetta og get eigi."Kormákur kvað vísu:Heitast hellur fljóta

hvatt sem korn á vatni,

enn em eg auðspöng ungri

óþekkr, en bjöð sökkva.

Færast fjöll hin stóru

fræg í djúpan ægi

auðs áðr jafnfögr tróða

alin verði Steingerði.


Steingerður kvaðst eigi vilja háð hans.Kormákur kvað vísu:Svo ber mér í mína,

men-Gefn, of það svefna,

nema fági dul drjúga

drengr, ofraðar lengi

að axllimar yðrar,

auð-Frigg, muni liggja,

hrund, á heiðis landi

hlíðar mér of síðir.


Steingerður segir: "Það skal eigi verða ef eg má ráða og
skildist þú svo að eins við þau mál að þess er þér engi von."Nú sofa þau af um nóttina.Um morguninn býst Kormákur í brott, finnur Steingerði, tók af
hendi sér fingurgull og vill gefa henni.Hún mælti: "Tröll hafi þig allan og svo gull þitt."Kormákur kvað vísu:Digla bauð eg við dregla,

dagtála því máli,

mér vara dagr sá er dugði

drífgagl af því vífi.

En blíðhuguð bæði

bauð gyls maran auðar

mitt villat fé Fylla

fingrgoll gefið trollum.


Ríður Kormákur og líkar heldur illa við Steingerði en verr
við Tintein. Hann ríður heim á Mel og er þar um veturinn og
vistar kaupmenn nær skipi.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.