This interface will soon cease to be publicly available. Use the new interface instead. Click here to switch over now.

Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous íslendingasögur (Anon)

not in Skj

prose works

Hallfreðar saga (Hallfr) - 28

Hallfreðar sagaHallfrV

Not published: do not cite (HallfrV)

5 — Hallfr ch. 5

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Hallfr ch. 5)

Þetta sumar fer Hallfreður suður til Hvítár og er hann kom til skips kvað hann vísu: Hallfreður fór utan og til Noregs. Hann sótti á fund Hákonar jarls hins ríka er þá réð Noregi, gekk fyrir hann og kvaddi hann. Jarl spurði hver hann væri. Hann kveðst vera íslenskur maður «en erindi er það herra eg hefi kvæði ort um yður og vildi eg hljóð fá.» Jarl segir: «Líklegur ertu til vera höfðingjadjarfur maður. Þann veg ertu í bragði og skaltu víst hljóð fá.» Hallfreður kvað kvæðið og var það drápa og flutti vel og skörulega. Jarl þakkaði honum og gaf honum exi mikla silfurrekna og góð klæði og bauð honum með sér vera um veturinn og þá Hallfreður það. Um sumarið fer Hallfreður til Íslands og kemur fyrir sunnan land og hafði þá mikið fé. Síðan var hann í förum nokkura vetur og var aldrei fyrir norðan land. Og eitt sumar er hann kom af Íslandi þá lágu þeir við Agðanes. Þar hitta þeir menn máli og spurðu tíðinda. Þeim var sagt höfðingjaskipti var orðið í Noregi. Var Hákon jarl dauður en Ólafur Tryggvason kominn í staðinn með nýjum sið og boðorðum. Þá urðu skiparar á það sáttir slá í heit og skyldi gefa Frey mikið ef þeim gæfi til Svíþjóðar en Þór eða Óðni ef til Íslands kæmi en ef þeim gæfi eigi í brott þá skyldi konungur ráða. Þeim gaf aldrei í brott og urðu sigla inn til Þrándheims og komu við höfn þá er á Flagða hét. Þar lágu fyrir mörg langskip. Veður gerði á mikið um nóttina af hafi svo eigi hrifu akkerin við. Þá mælti einn af langskipamönnum: «Þessir menn eru illa staddir á kaupskipinu og mun þeim eigi duga er veðrið stendur þar á sem þeir liggja og skulum vér róa til þeirra.» Þeir gengu á skip þrír tigir manna og sat einn í stafni. Og er þeir komu til kaupskipsins mælti er í stafninum sat: «Þér eruð illa komnir og er hér óhreint fyrir og skulum vér greiða ferð yðra.» Sjá var mikill vexti. Hallfreður mælti: «Hvað heitir þú?» Hann segir: «Eg heiti Akkerisfrakki.» Og er þeir töluðust þetta við þá gekk í sundur akkerisstrengurinn en er í stafninum sat kastaði sér þegar fyrir borð og kafaði eftir strengnum í storminum og náði þegar. Var þá upp dregið akkerið. Þá kvað Hallfreður stöku þessa: Úlpumaður segir: Þeir reru fyrir skipinu í gott lægi. Ekki vissu kaupmenn hver þessi hafði verið en síðar var þeim sagt konungurinn sjálfur hafði hjálpað þeim. Eftir það lögðu þeir inn til Hlaða. Þar var Ólafur konungur fyrir og var honum sagt þessir menn mundu vera heiðnir og nýkomnir af Íslandi. Hann stefnir þeim á sinn fund og er þeir komu þar taldi konungur trú fyrir þeim og bað þá kasta forneskju og illum átrúnaði en trúa á sannan guð, skapara himins og jarðar. Hallfreður svarar máli konungs: «Eigi mun það kauplaust konungur eg taki þann sið er þú boðar.» Konungur mælti: «Hvað er til mælt?» Hann svarar: «Þú skalt mig aldrei láta þér af höndum hvað illt sem mig hendir.» Konungur segir: «Þann veg værir þú í bragði fárs mundir þú svífast og mart láta þér sóma.» Þá gekk Hallfreður í brott og vildi síðar við konung tala. Konungur spyr þá hvar Íslendingur væri og bað ganga eftir honum. kom Hallfreður til konungs annan tíma. Þá mælti konungur: «Tak skírn og skal það til vinna er þú beiðist eða hvað heitir þú?» Hann kvaðst Hallfreður heita. «Þú ert einarðlegur maður og skörulegur og þjóna eigi lengur fjandanum.» Hallfreður segir: «Sú er bæn mín önnur herra þú haldir mér undir skírn.» Konungur segir: «Þú beiðist svo margs eigi við þig fást.» Þá mælti biskup: «Ger þetta sem hann beiðist. Því meira gerir guð fyrir þína skyld sem þú gerir fleira til eflingar kristni guðs.» Eftir þetta heldur konungur Hallfreði til skírnar og fær hann síðan í hendur Þorkatli nefju bróður sínum og Jósteini og lét þá kenna honum heilug fræði. Þetta sannar Hallfreður í kvæði því einu er hann orti um Ólaf konung:

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.