Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous íslendingasögur (Anon)

not in Skj

prose works

Eyrbyggja saga (Eb) - 91

Eyrbyggja sagaEbV

Not published: do not cite (EbV)

60 — Eb ch. 60

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Eb ch. 60)

er segja frá Snorra goða hann fór til féránsdóms í Bitru norður sem fyrr var ritað. Og er hann kom á Eyri var Óspakur í brottu og háði Snorri goði féránsdóm sem lög stóðu til og tók upp allt sektarfé og skipti með þeim mönnum er þeir höfðu mesta óspekt gert, Álfi litla og þeim mönnum öðrum er fyrir ránum höfðu orðið. Síðan reið Snorri goði heim í Tungu og leið svo sumarið. Þeir Óspakur fóru af Ströndum um veturnáttaskeið og höfðu tvö skip mikil. Fóru þeir inn fyrir Strandir og síðan norður yfir Flóa til Vatnsness. Gengu þeir þar upp og rændu og hlóðu bæði skipin sem borð báru, héldu síðan norður yfir Flóann í Bitru og lentu á Eyri og báru þar föng sín upp í virkið. Þar hafði kona Óspaks verið um sumarið og Glúmur sonur þeirra með tvær kýr. Þegar hina sömu nótt, er þeir höfðu heim komið, reru þeir báðum skipunum inn til fjarðarbotns og gengu upp til bæjar í Tungu og brutu þar upp hús. Þeir tóku Þóri bónda úr rekkju sinni og leiddu hann út og drápu. Síðan rændu þeir þar öllu því er innan gátta var og færðu það til skipa. Síðan reru þeir til Þambárdals, hljópu þar upp og brutu hurðir sem í Tungu. Álfur litli hafði legið í klæðum sínum. Og er hann heyrði hurðin var upp brotin hljóp hann upp og til laundyra er voru á bak húsum. Hann komst þar út og hljóp upp eftir dal. Þeir Óspakur rændu öllu því er þeir komu höndum á og færðu til skipa sinna og fóru þá heim á Eyri með hlaðin bæði skipin og færðu föng þessi í virkið. Þeir færðu og skipin í virkið og fylltu þau bæði vatns og læstu síðan virkið, það var hið besta vígi, og sátu þar síðan um veturinn.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.