This interface will soon cease to be publicly available. Use the new interface instead. Click here to switch over now.

Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Heimskringla (Hkr)

not in Skj

prose works

Hákonar saga góða (HákGóð) - 35

Hákonar saga góðaHákGóðII

Not published: do not cite (HákGóðII)

4 — HákGóð ch. 4

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (HákGóð ch. 4)

Norðmanna er austan hafði farið með honum og enn komu margir vinir hans síðan af Noregi. Hann hafði land lítið. Þá fór hann jafnan í hernað á sumrum, herjaði á Skotland og Suðureyjar, Írland og Bretland og aflaði sér svo fjár. Aðalsteinn konungur varð sóttdauður. Hann hafði verið konungur fjórtán vetur og átta vikur og þrjá daga. Síðan var konungur í Englandi Játmundur bróðir hans. Var honum ekki um Norðmenn. Var Eiríkur konungur eigi í kærleikum við hann og fóru þá þau orð um af Játmundi konungi hann mundi annan höfðingja setja yfir Norimbraland. En er það spurði Eiríkur konungur þá fór hann í vesturvíking og hafði úr Orkneyjum með sér Arnkel og Erlend sonu Torf-Einars. Síðan fór hann í Suðureyjar og voru þar margir víkingar og herkonungar og réðust til liðs með Eiríki. Hélt hann þá öllu liðinu fyrst til Írlands og hafði þaðan lið slíkt er hann fékk. Síðan fór hann til Bretlands og herjaði þar. Eftir það sigldi hann suður undir England og herjaði þar sem í öðrum stöðum en allt lið flýði þar sem hann fór. Og með því Eiríkur var hreystimaður mikill og hafði her mikinn þá treystist hann svo vel liði sínu hann gekk langt á land upp og herjaði og leitaði eftir mönnum. Ólafur hét konungur er Játmundur konungur hafði þar sett til landvarnar. Hann dró saman her óvígjan og fór á hendur Eiríki konungi og varð þar mikil orusta. Féllu mjög enskir menn og þar sem einn féll komu þrír hendur Norðmönnum og féll þar mikið fólk og lyktum þess dags féll Eiríkur konungur og fimm konungar með honum. Þessir eru nefndir: Guttormur og synir hans tveir, Ívar og Hárekur. Þar féll og Sigurður og Rögnvaldur. Þar féll og Arnkell og Erlendur synir Torf-Einars. Þar varð allmikið mannfall af Norðmönnum en þeir er undan komust fóru til Norðimbralands og sögðu Gunnhildi og sonum hennar þessi tíðindi.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.