Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Fbr ch. R

Fóstbrœðra saga 26 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Fbr ch. R)

Anonymous íslendingasögurFóstbrœðra saga
25R27

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

([Rómaborg létu gera bræður tveir. Hét annar Romulus en annar Remus. Þeir voru tvíburar. Borgin var ger eftir hinu óarga dýri. Var dýrið ristið á jörðunni og þar upp af voru reistir borgarveggir. Er höfuðið dýrsins fyrir norðan ána. ... Er sá hlutur borgarinnar kallaður Roma en sá hlutur er fyrir utan ána er heitir Latransborg eða Latran eða Latera en það þýðist síður. En þá er borgin var alger þá urðu þeir ósáttir um það af hvors nafni er borgin skyldi nafn taka og því réð Romulus bróður sínum Remo fjörráð og drap hann. Var þá borgin kennd við Romulum og kölluð Rómaborg. Bjarni kom til Rómaborgar og vitjaði þar heilagra staða því að eigi er sá staður í Rómaborg að eigi sé roðinn með blóði heilagra manna.])





Og í þeirri för andast Bjarni. Sigríður og Sigurður son hennar keyptu jarðir í Noregi og bjuggu þar til dauðadags. Skúfur og Þormóður fóru á fund konungs og voru með honum til dauðadags.



Konungurinn var ekki margur til Þormóðar í fyrstunni. Maður sá kom til konungs er Grímur nefndist. Hann var íslenskur maður. Hann kallaðist hafa hefnt Þorgeirs Hávarssonar fyrr en Þormóður. Konungur lagði á hann virðing og gaf honum gjafir. En Þormóður vissi deild á Grími að hann var illur maður og hafði myrt mann á Íslandi.



Þá gengur Þormóður fyrir konung og kvað vísu:



Þér fenguð fé fleira,flím er oft kveðið, Grímimér og miklu færa,mæringr, en til væri.Hann hefr hunds verk unnið,hvinn gerir slíkt að vinna,mætr, en mennsku bættagmína, gramr, og þína.

Konungur mælti: "Þykist þú Þormóður meiri fremd hafa unnið á Grænlandi en Grímur á Íslandi?"



Þormóður svarar: "Ráðið er það."



Ólafur konungur mælti: "Hvað vannstu til frægðar á Grænlandi?"



Þormóður svaraði:



Þollr, vó eg Þorgrím trölla,þar laut harðr til jarðar,áðr réð eg, odda hríðar,ótrauðr Loðins dauða.Þar nam eg Þorkel fjörvi,Þórðr lét önd hinn fjórði.Felldr var frægr til moldarFalgeir, skörungr þeira.

Ólafur konungur mælti: "Framar hefir þú þá gert um vígin á Grænlandi en fiskimaðurinn kallar aflausn vera fiskinnar því að hann kallast leysa sig ef hann dregur fisk fyrir sig en annan fyrir skip sitt, þriðja fyrir öngul, fjórða fyrir vað. Nú hefir þú framar gert eða hví drapstu svo marga menn?"



Þormóður svaraði: "Illur þótti mér jafnaður þeirra vera við mig því að þeir jöfnuðu mér til merar, töldu mig svo vera með mönnum sem meri með hestum."



Konungur mælti: "Vorkunn var það að þér mislíkaði þeirra umræða. Hefir þú og stórt að gert."



Þá kvað Þormóður vísu:



Éls, hef eg illan díla,Ekkils, þeim er mig sektu,geig vann eg gervidraugum,Grænlendingum brenndan.Sá munat sækitívumsverðéls frömum verðahrings á hryggjar tangahóggræddr nema mér lógi.

"Svo mun vera," segir konungur. "Seint mun sá díli gróa er þú hefir þar brennt."



Nú var Þormóður með Ólafi konungi í góðri virðingu og þótti hinn röskvasti maður í öllum mannraunum. Þormóður fór úr landi með Ólafi konungi og þoldi með honum alla útlegð. Hann fór og aftur með honum til Noregs því að honum þótti betra að deyja með honum en lifa eftir hann.



En er konungur kom í Þrándheim í dal þann er Veradalur heitir og hann vissi umsátir Þrænda um sig þá spurði konungur Þormóð í gamni og mælti svo: "Hvert mundi nú vera ráð þitt ef þú værir höfðingi fyrir liði því er vér höfum nú?"



Þormóður kvað þá vísu:



Brennum öll fyr innaninnin þau er vér finnum,land skal her með hjörvi,Hverbjörg, fyr gram verja.Ýs, taki allra húsaInn-Þrændir kol sinna,angr mun kveykt í klungri,köld, ef eg má valda.

Ólafur konungur mælti: "Vera má að það hlýddi að væri gert sem þú mælir. En annað ráð munum vér taka en brenna land vort sjálfra en þó grunum vér ekki þig um að þú mundir svo gera sem þú mælir."



Þann dag er bardagi var á Stiklastöðum mælti Ólafur konungur, bað Þormóð skemmta nokkuru. En hann kvað Bjarkamál hin fornu.



Konungur mælti: "Vel er til kvæðis tekið fyrir sakir þeirra hluta er hér munu að berast í dag og kalla eg kvæðið Húskarlahvöt."



Það er sagt að Þormóður var heldur ókátur um daginn fyrir bardagann.



Konungur fann það og mælti: "Hví ertu svo hljóður Þormóður?"



Hann svarar: "Því, herra, að mér þykir eigi víst vera að við munum til einnar gistingar í kveld. Nú ef þú heitir mér því að við munum til einnar gistingar báðir þá mun eg glaður."



Ólafur konungur mælti: "Eigi veit eg hvort mín ráð mega um það til leiðar koma en ef eg má nekkverju um ráða þá muntu þangað fara í kveld sem eg fer."



Þá gladdist Þormóður og kvað vísu:



Ála þryngr að éli,örstiklandi, miklu.Skyldut skelknir höldar,Skálmöld vex nú, fálma.Brott komumk vér en veitumvaltafn frekum hrafni,Víkst eigi það, vogaviggrunnr, eða hér liggjum.

Konungur svaraði: "Svo mun vera skáld sem þú segir að annaðhvort munu þeir menn er nú eru hér komnir komast brott eða liggja hér eftir."



Þá kvað Þormóður vísu:



Þér mun eg eðr uns öðrum,allvaldr, náir skaldum,nær væntir þú þeira?þingdjarfr fyr kné hvarfa.Ríkr, vil eg með þér, rækirrandar linns hinn svinni,stöndum ár á öndrumeybaugs, lifa og deyja.

Ólafur konungur mælti: "Sighvati, skáld, þykist þú nú sneiða og þarftu þess eigi því að hann mundi sig nú hér kjósa ef hann vissi hvað hér væri títt. Og má svo vera að hann komi oss að mestu gagni."



Þormóður svarar: "Vera má að svo sé en það hygg eg að þunnskipa væri þá um merkisstöngina í dag ef þann veg hefðu margir farið."



Það hafa menn að ágætum gert hversu rösklega Þormóður barðist á Stiklastöðum þá er Ólafur konungur féll því að hann hafði hvorki skjöld né brynju. Hann hjó ávallt tveim höndum með breiðöxi og gekk í gegnum fylkingar og þótti öngum gott þeim er fyrir honum urðu að eiga náttból undir öxi hans.



Svo er sagt þá er lokið var bardaganum að Þormóður væri ekki sár. Hann harmaði það mjög og mælti: "Það ætla eg nú að eigi muni eg til þeirrar gistingar sem konungur í kveld en verra þykir mér nú að lifa en deyja."



Og í því bili er hann mælti þetta þá fló ör að Þormóði og kom fyrir brjóst honum og vissi hann eigi hvaðan að kom. Því sári varð hann feginn því að hann þóttist vita að þetta sár mun honum að bana verða. Hann gengur til einnar bygghlöðu þar er margir konungsmenn voru inni sárir. Kona ein vermdi vatn í katli til þess að þvo sár manna. Þormóður gengur að einum vandbálk og styðst þar við.



Konan mælti við Þormóð: "Hvort ertu konungsmaður eða ertu af bóndaliði?"



Þormóður kvað vísu:



Á sér að vér vorumVígreifr með Óleifi.Sár fékk eg heldr að hvoruhvítings og frið lítinn.Skín á skildi mínum,skald fékk hríð til kalda..Nær hafa eskiaskarörvendan mig görvan.

Konan mælti: "Hví lætur þú eigi binda sár þín ef þú ert nokkuð sár?"



Þormóður svarar: "Þau ein hefi eg sár að eigi þarf að binda."



Konan mælti: "Hverjir gengu best fram með konunginum í dag?"



Þormóður segir:



Haraldr var bitr að berjastböðreifr með Óleifi.Þar gekk harðra hjörvaHringr og Dagr að þingi.Réðust þeir und rauðarrandar prútt að standa,fékk benþiður blakkanbjór, döglingar fjórir.

Konan spurði þá enn Þormóð: "Hversu gekk konungurinn fram?"



Þormóður kvað vísu:



Ört var Ólafs hjarta,óð fram konungr blóði,rekin bitu stál á Stiklarstöðum, kvaddi lið böðvar.Élþolla sá eg allaJalfaðs nema gram sjalfan,reyndr var flestr í fastrifleindrífu, sér hlífa.

Margir menn voru í hlöðunni þeir er mjög voru sárir og lét hátt í holsárum sem náttúra er til sáranna. Nú er Þormóður hafði kveðið þessar vísur þá kom maður einn af bóndaliðinu í hlöðuna inn.



Og er hann heyrir að hátt lætur í sárum manna mælti hann: "Eigi er þó undarlegt að konunginum hafi eigi vel gengið bardaginn við bændur svo þróttlaust fólk sem þetta er sem konunginum hefir fylgt því að mér þykir svo mega að kveða að þeir menn sem hér eru inni þoli varla óæpandi sár sín."



Þormóður segir: "Sýnist þér svo sem eigi séu þróttigir þeir menn sem hér eru inni?"



Hann svarar: "Svo sýnist mér víst að hér séu margir menn þreklausir saman komnir:"



Þormóður mælti: "Svo má vera sá sé hér nakkvar maður í hlöðunni inni er eigi sé þrekmikill og eigi mun þér sýnast sár mitt mikið."



Bóndi gengur að Þormóði og vildi sjá sár hans. En Þormóður sveipar öxinni til hans og særir hann miklu sári. Sá kvað við hátt og stundi fast.



Þormóður mælti þá: "Það vissi eg að vera mundi nakkvar sá maður inni er þreklaus mundi vera. Er þér illa saman farið, leitar á þrek annarra manna því að þú ert þreklaus sjálfur. Eru hér margir menn mjög sárir og stynur engi þeirra en þeim er ósjálfrátt þótt hátt láti í sárum þeirra. En þú stynur og veinar þó að þú hafir fengið eitt lítið sár."



Nú er Þormóður mælti þetta stóð hann við vandbálkinn þann er í bygghlöðunni var.



Og er lokið var ræðu þeirra þá mælti konan, sú er vatnið vermdi, við Þormóð:

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.