Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Harð ch. 43

Harðar saga 43 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Harð ch. 43)

Anonymous íslendingasögurHarðar saga
424344

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Það var eitt sumar að Grímkell reið til þings að vanda. Og einn dag gekk hann frá búð sinni með flokki sínum og til móts við Valbrand og sagði honum að hann kveðst spurt hafa að hann ætti dóttur og væri skörungur mikill."Vil eg hafa tilmæli við þig um þenna ráðahag."Valbrandi kveðst vera kunnigt og kveðst góða eina frétt af honum hafa og kveðst því vildu vel svara. Og hversu mart sem hér er um talað þá lyktaðist með því að Grímkatli var heitið konunni og skyldi brúðlaup vera að tvímánuði að Ölfusvatni.Torfi var eigi á þinginu og er Valbrandur kom heim þá mælti Torfi að lítils væru virð hans tillög er hann var ekki að kvaddur um þetta heitorð. Og er þau systkin hittust lét Torfi sér um þenna ráðahag ekki mikið.Signý mælti þá: "Eg sé ráð til þessa frændi," segir hún, "breytum við ekki ráði þessu en fé mitt mun eg handsala þér og skaltu lykja heimanfylgju mína slíka sem faðir minn hefir ákveðið en þá eig þú það sem meira er."Torfi vill nú þetta því að hann var fégjarn og nú búast þeir til ferðar. Valbrandur var þá gamall og því fengu þeir feðgar Kol Kjallaksson að vera fyrir brúðferðinni. Voru þau saman þrír tigir manna. Þau gistu að Þverfelli.Grímur hinn litli fóstri Signýjar skyldi gæta hrossa á gistingu og um morguninn er hann leitaði var vant hests Signýjar er hét Fjöllungur. Grímur fór yfir heiði norður í Flókadal eftir döggslóð og fann hestinn dauðan í jarðfalli og tók af fjöturinn og fór aftur og sagði Signýju og kvað slíkt illa furðu og kveðst fúsari að snúa aftur. Kolur kvað það ógeranda að bregða slíkum ráðum fyrir engi tilefni og fóru þau og komu til Grímkels og fór veislan allvel fram.Signý var þar eftir og fóstra hennar er Þórdís hét og Grímur hinn litli. Grímkell mælti vel við Kol að skilnaði en þótti þeir feðgar allt óvirða sitt mál.Grímkell var stirðlyndur en Signý fálát og var fátt í samförum með þeim og máttu þau ekki saman eiga vini en Grímur gat þó svo til gætt að til hlítar féll með þeim. Þeim varð barna auðið. Þau áttu son og hét Kolur en Guðríður dóttir er síðan átti Kolur Kjallaksson.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.