Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 317

Íslendinga saga 317 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Ísls ch. 317)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
316317318

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Gissur Þorvaldsson fór utan sem fyrr segir næsta sumar eftir Flugumýrarbrennu. Hann kom við Hörðaland. Frétti hann að Hákon konungur var í Túnsbergi. Sté hann þar á land og þegar í byrðing og fór austur til konungs. Tók konungur honum allvel. Þórður kakali var þá í Björgvin er skip það kom þangað er Gissur hafði á verið. Þar voru margir íslenskir menn á skipinu. Þá frétti Þórður þau tíðindi er gerst höfðu á Íslandi. Og svo bar til litlu síðar er þeir höfðu upp skipað að Þórður og nokkurir menn gengu hjá stofu einni og heyrðu þangað mannamál. Þeir námu staðar og heyra að sagt var frá drápi Kolbeins Dufgussonar. Sá maður sagði frá er Þórður hét og var Steinunnarson. Þóttust þeir það finna að hann bar allar sögur betur Gissuri en brennumönnum, kvað alla menn undrast að Kolbeini varð ekki fyrir. Þá gengur Þórður í stofuna og mælti: Nú skal sjá hversu mikið þér verður fyrir. Laust hann þegar með öxi er hann hélt á svo að Þórður féll þegar í óvit. Litlu síðar fór Þórður kakali austur til Túnsbergs og tók konungur honum eigi marglega. Gissur var þar fyrir. Og er Þórður hafði þar skamma hríð verið biður hann konung að hann léti Gissur á brott fara og segir eigi örvænt að vandræði aukist af ef þeir væru í einum kaupstað báðir. Konungur svarar: Hver von er þér þess að eg reki Gissur frænda minn frá mér fyrir þessi ummæli þín? Eða mundir þú eigi vilja vera í himinríki ef Gissur væri þar? Vera gjarna herra, segir Þórður, og væri þó langt í milli okkar. Konungur brosti að. En þó gerði konungur það að hann fékk hvorumtveggja þeirra sýslu. Hafði Þórður sýslu í Skíðunni. Þeir fóru báðir til Hallands með konungi. Er þar mikil saga frá Þórði. Þórður var vinsæll í sýslu sinni og þykir þeim sem fáir íslenskir menn hafi slíkir verið af sjálfum sér sem Þórður. Svo segir Kolfinna Þorvaldsdóttir, og var hún þá með Þórði, að bréf Hákonar konungs komu til hans síð um kvöld er hann sat við drykk, það er Þórður vottaði að konungur hafði gefið honum orlof til Íslands og gera hann mestan mann. Varð hann svo glaður við að hann kvað öngvan hlut þann til bera að honum þætti þá betri. Þakkaði hann konunginum mikillega. Drukku menn þá og voru allkátir. Litlu síðar talaði Þórður, sagðist og eigi fara skyldu af Íslandi ef honum yrði auðið út að koma. Litlu síðar segir Þórður að svifi yfir hann. Var honum þá fylgt til hvílu sinnar. Tók hann þá sóttinni svo fast að hann lá skamma stund og leiddi hann til bana. Er frá honum mikil saga.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.