Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 271

Íslendinga saga 271 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Ísls ch. 271)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
270271272

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Um haustið litlu eftir Maríumessu er Oddur var bannsunginn safnar hann mönnum að sér og ríður út á Fagranes. Hann spurði að Heinrekur biskup mundi þar vera og vígja kirkju. Það var frjádag næsta fyrir krossmessu en hún var mánadag eftir. Þessir menn fóru með Oddi: Steinólfur bróðir hans, Halla-Geir, Þorgeir kiðlingur, Örnólfur Jónsson, Már Eyjólfsson, Halldór galpin, Koðrán Pálsson, Þórarinn grautnefur, Þórir rödd, og fór hann út fyrir á Fagranes á njósn og kvaðst skyldu kaupa skreið til handa Bergþóri bónda úr Héraðsdal, grunaði það engi maður, og eru nú tíu menn. Indriði Þormóðsson, Markús Guðmundarson, Eyjólfur steinsungi, Hvofta-Kolur, Bangar-Oddur, Þórður kröbbungur, Ögmundur prjónn,$$ Ásleifarsynir tveir. Þeir komu á Fagranes og voru á þriðja tigi manna. Þá var biskup og hans menn undir borðum og matur fram borinn á borð en eigi til tekið. Þá bjó Brandur Þjóðólfsson á Fagranesi. Þeir gengu flestir fyrst í stofuna. Biskup bað brott bera matinn. Var svo gert. Þá tók Oddur til máls: Því em eg hér kominn herra, segir hann, að eg vil að við sættumst. Vil eg það bjóða af minni hendi að ríða af héraði og mínir félagar ef yður þykir svo betur en þér heitið mér því í móti að brennumenn komi eigi á hérað svo að bóndum verði mein að. Biskup kvaðst það eigi mega ábyrgjast. Oddur bað þá sættast vel með nokkuru móti. Biskup bað Odd ríða af sveitum þessum austur til fjarða og bæta Þorsteini rán það er hann rændi hann. Oddur kvað eigi það mundu, sagði hann víst eigi einn öllu ráða skyldu. Hvofta-Kolur segir svo að biskup vildi það eitt reyndar að fara með þeim, kvað hann lítt armvitkan um flest og lítt harmaðir þú, segir hann, er menn voru inni brenndir á Flugumýri. Það harma eg víst, segir hann, og það harma eg og að sál þín skal brenna í helvíti og viltu það, því er verr. Svo reigðist talið með þeim sem þeir töluðu lengur. Þá gengu þeir að pallinum innar Oddur og hans félagar og lögðu þeir fyrst hendur á biskup Hvofta-Kolur og Þórarinn grautnefur. Oddur kvað það öllum mönnum óráð skyldu að halda á biskupi. Biskup hafði sulli á sér og varð honum mjög meint við er þeir tóku á honum. Þeir höfðu enga viðtöku er fyrir voru því að engir treystust. Fór biskup þá út með þeim. Allir máttu það sjá að hann fór mjög nauðigur. Sumir Odds menn gengu út úr stofunni þegar þeir sáu að í óefni fór, Örnólfur og Indriði Þormóðarson. Þeir stigu á hesta sína og riðu suður á völlinn. Var biskupi búinn þá hestur til reiðar. Þórarinn prestur kaggi fór með honum. Þeir riðu um nóttina upp á Flugumýri. Þeir Oddur færðu biskup upp í virkið það er Kolbeinn ungi hafði gera látið. Voru þar þá enn hús nokkur. Var hann í þeirra valdi nokkurar nætur. Þessi illtíðindi spurðust brátt. Þá söfnuðust saman góðgjarnir menn, bæði norrænir og íslenskir. Ásbjörn Illugason var fyrir héraðsmönnum. Voru þeir alls nær tvö hundruð manna. Oddur hafði þá mannfátt. Fóru þá menn í milli þeirra. Voru Austmenn harðir í tillögum. Vildu þeir berjast til biskups ef hann væri eigi skjótt laus látinn. Ásbjörn sendi Oddi leynilega mann og bað að hann léti rakna þetta mál. Svo var að Oddur kveðst þetta gera vilja fyrir sakir bónda í héraðinu. Var biskup þá laus látinn. Þá hríð er biskup var eigi sjálfráði voru hvergi tíðir sungnar við tón og hvergi hringt í hans biskupssýslu. Páll Kolbeinsson frá Stað og Hallur Þorsteinsson úr Glaumbæ riðu frá búum sínum og suður um heiði. Var Páll um veturinn með Birni Sæmundarsyni á Velli móðurbróður sínum en Hallur var í Odda með Sigríði systur sinni. Oddur Þórarinsson reið bráðlega suður um heiðar og þeir menn flestir með honum er verið höfðu í Fagranesi. Fór hann í hríðinni til þess er hann kom austur í fjörðu og settist á Valþjófsstaði og var löngum fálátur meðan hann var heima þar. Ekki er getið að þeir Þorvarður bræður fyndust.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.