Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 266

Íslendinga saga 266 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Ísls ch. 266)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
265266267

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Þetta sumar bjó Gissur mál til á hendur brennumönnum og kvaddi heiman níu búa sem þá voru lög til. Síðan reið hann suður um heiði en Oddur settist þá á Flugumýri. Oddur spurði að Hrani Koðránsson skógarmaður hans fór út til Grímseyjar og þeir nokkurir saman en Eyjólfur reið norður með Þorvarði til Reykjardals og reið Þorvarður þá austur allt í fjörðu. Oddur Þórarinsson safnar að sér mönnum og skipum og ætlar út að Hrana til Grímseyjar. Hann hafði skútu frá Hofi er átti Broddi Þorleifsson. Aðra skútu hafði hann úr Fljótum. Var þar Ari Styrkársson. Þriðja skip fór af Skaga. Fjórða skip höfðu þeir og vel sjö tigi manna. Ásbjörn Illugason fór með Oddi og margt röskra manna, bæði úr héraði og Fljótum, og margir heimamenn Gissurar þeir er verið höfðu um veturinn með honum. Þórður Hvalnesingur fór er átti Helgu úr Hvammi dóttur Gríms. Gellissynir tveir fóru, Arnoddur og Þrándur, Indriði Þormóðarson. Með Ásbirni fór Einar úr Hvammi Steingrímsson. Þeir fóru fyrst til Flateyjar og tóku þar undir kirkju einn brennumann, Þóri bukksunga, og vildu flestir að hann væri drepinn. Ásbjörn mælti hann undan og þeir Einar úr Hvammi og því samþykktist Oddur er hann var svo nær kirkjunni tekinn. Þaðan fóru þeir til Grímseyjar og komu þar föstumorgun hinn næsta fyrir hvítasunnu. Þeir komu mjög á óvart að eyjunni og lögðu að í Sandvík. Þeir Hrani þóttust vita að ófriður mundi vera þegar er þeir sáu skipin. Þetta var á fardagavikunni. Þar voru fyrir vel tuttugu menn vígir. Þeir Hrani hljópu ofan í fjöruna og hans félagar og ætluðu að verja þeim Oddi landgöngu sem þeir gerðu. Þessir menn voru með Hrana: Þormóður brauðnefur og Einar Grímsson. Þeir voru brennumenn báðir. Þeir Oddur lögðu að alldjarflega. Þeir Ásbjörn voru á einu skipi og voru báðir herklæddir. Oddur hljóp þegar fyrir borð er skip hans kenndi grunns og hver að öðrum hans manna. Þormóður brauðnefur hljóp í mót Oddi og hjó með handöxi á öxl Oddi hina vinstri og gengu í sundur treyjur tvær og brynjan lúðist og var Oddur óvígur þeirri hendi en var lítt sár. Hljópu menn þá þykkt utan af skipunum. Ásbjörn Illugason hjó til Þormóðar með sverðinu Níðingi og hjó af honum fótinn í ristarliðnum við fjörugrjótinu en skoraði mjög annan. Þormóður féll þá. Var hann þá og særður banasárum og lá þar í fjörunni og var þó eigi dauður. Hann fékk síðan alla þjónustu. Tekst þar nú bardagi í fjörunni. Hrani varðist vel og stökk brott og til Bása annan veg á eyna þá er hann sá að eigi mátti við halda. Þar féll og í fjörunni Einar Grímsson og lét líf sitt og hafði vel varist. Tófi hét maður er þar féll og enn hinn fjórði maður lést þar. Hrani hljóp á skip. Oddur bað sína menn eftir honum sækja. Tóku menn þá skip og sóttu eftir mjög margir, Arnoddur Gellisson, Kollsveinn kröbbungur og margir voru þeir. Ásbjörn Illugason tók og skip og bað Odd að Hrani mundi grið fá. Þá svarar Þórður Þorsteinsson: Þá er og allill ferðin vor, segir hann, við Oddur sárir báðir en sá gangi undan er helst er nokkur hefnd í. Eða til hvers gerði Oddur Hrana sekjan ef hann skal enn lifa lengur ef menn gætu nú náð honum? Oddur kvað hann aldrei skyldu grið fá. Þeir Arnoddur lögðu nú að Hrana. Þá kom Ásbjörn að og vildi verja hann. Kollsveinn þreif sverðið Níðing af herðum honum Ásbirni og slöngdi útbyrðis öllu saman og umgerðinni með og hefir það aldrei fundist síðan að flestra manna sögn. Ásbirni líkar nú allilla og kveðst þessa hefna skulu þegar hann má. Þá kom Oddur að í því og bað drepa Hrana. Þá hjó Ásbjörn hártaug þá er skipið var fest með og var hún ferföld og tók handöxin eigi í sundur allt bandið og urðu þeir eigi lausir. Héldu menn þá skipinu en sumir sóttu að Hrana. Þá mælti Hrani, bað þá velja tvo menn af liði sínu og ganga á land upp og berjast við sig. Oddur kvað það ekki svo fara mundu og bað menn ganga skjótt að honum. Hrani beiddi þá prestsfundar og kom til hans Hákon prestur út á skipið. Hrani lagði þá af sér vopnin og tók ráðning af prestinum. Allir menn sáu það að hann hafði mjög við komist er hann stóð upp. Hrani mælti þá: Vera má, segir hann, að yður þyki eigi karlmannlega við orðið minnar handar. En mig má mjög ugga að eigi sé vís gistingin sú er mér gegndi. Síðan mælti hann við prest og eftir það tók hann vopn sín og kvað það hverjum manni boðið að verja líf sitt. Þeir sóttu að honum en hann varðist. Brátt fékk hann lag af spjóti í augað. Varð þaðan frá lítt um vörnina hans. Var þá unnið á honum af þeim mörgum og lét hann þar líf sitt mörgum sárum særður. Jafnlengd Hrana er og þeirra manna er þar létust fjórtán nóttum eftir Hallvarðsmessu en ellefu nóttum fyrir Kólumbamessu. Þeir Oddur voru þar í eyjunni um hvítadagahelgina en fóru úr eyjunni þegar gaf eftir helgina. Þórður Þorsteinsson var sár orðinn mikið sár í kinnina. Oddur fór á Flugumýri og hans félagar. Jóan Sturluson andaðist áður um vorið fjórum nóttum eftir Ambrósíusmessu en Solveig móðir hans Sæmundardóttir andaðist og það sama sumar sex nóttum fyrir Jónsmessu Hólabiskups.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.