Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 262

Íslendinga saga 262 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Ísls ch. 262)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
261262263

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Gissur Þorvaldsson sat í Ási um veturinn sem fyrr var ritað og bar vel af sér harma sína og var kátur um veturinn við menn sína og vini er til hans komu. Hann var mikill borði og lét lítt á sig bíta það er að höndum hafði borið. Og aldrei bar honum þá hluti til handa í ófriði eða öðrum mannraunum að honum kvæði það fyrir málsvefni standa. Um veturinn eftir jól reið Gissur vestur um heiði og brá á það að hann mundi ríða vestur til Miðfjarðar. En hann reið eigi lengra en á Auðkúlustaði til Bjarna bónda og reið skjótt aftur til héraðs. Það spurðu brennumenn er hann reið vestur og höfðu þá engi varðhöld á sér. Gissur safnaði mönnum að sér skjótlega og ætlaði sem hann gerði norður að brennumönnum. Þótti honum eigi haldist hafa viðmæli þeirra um vistafar brennumanna. Var Kolbeinn grön annað skeið í Eyjafirði með Guðnýju Mánadóttur í Gnúpufelli. Þessir menn eru nefndir er fóru með Gissuri: Heimamenn hans, Ásbjörn Illugason var þá með honum og Grýlu-Brandur fylgdarmaður hans, Þorleifur hreimur systurson hans, Páll Hvalnesingur, Guðmundur ofsi, Markús Marðarson, Guttormur Guttormsson, Eyjólfur Þorleifsson, Ólafur gestur, Prest-Jóan, Ögmundur vandræðamágur, Ormur uppspretta, Þórarinn grautnefur. Þá voru bændur úr héraðinu: Geir auðgi Þorvaldsson, Snorri bróðir hans, Hjálmur af Víðivöllum, þrír Gellissynir, Arnoddur, Grímur, Þrándur; Örnólfur frá Þverá, Einar faxi. Sex menn fóru hins sétta tigar. Nú ríður Gissur með þessum flokki norður Öxnadalsheiði laugarnótt fyrir Pálsmessu en hún var drottinsdag eftir. Þeir komu á Bakka er skammt var frá dagsetri. Þá nótt lá Jón fyrsta inni í skála og Ljótur son hans en áður höfðu þeir legið í kirkju þar til. Menn Gissurar brutu upp hurð og gengu inn og tendruðu ljós. Jón hljóp upp á þvertré í skálanum. Ormur uppspretta lagði spjóti upp til hans. Féll hann þá ofan og bað guð gæta sín og helgan Jón postula kirkjudrottinn sinn. Ormur vó hann. Ljótur fannst eigi son hans. Gaf honum það líf. Ásbjörn Illugason frændi hans skaut honum undan. Eftir það riðu þeir í brott og ofan eftir dal. Og er þeir komu gegnt Yxnahóli ræddi Gissur um að hann vildi koma á Yxnahól og finna Einar. Sneru þá þangað á þriðja tigi manna. Þeir komu þar mjög á óvart og brutu upp hurðir. Einar hljóp upp er hann heyrði brestinn og gat fengið vopn sín. Hann lá í lokhvílu og varðist þaðan um hríð vel og drengilega. Síðan var hann tekinn og leiddur út. Ólafur gestur vó hann. Braut riðu þeir þaðan af Öxnahóli og fundust þar niðri á eyrunum. Frostviðri var á um nóttina og kalt veður. Þeir riðu nú þar til er þeir komu á Möðruvöllu. Þar voru fyrir þrír brennumenn, Andrés Brandsson, Ófeigur Eiríksson, Þorgils Sveinsson. Þeir lágu í skemmunni norður af húsum. Brutu þeir upp skemmuna. Var Ófeigur þar tekinn og leiddur út. Ögmundur vandræðamágur vó hann. Andrés komst út hjá þeim og ætlaði til kirkju. Einar faxi tók hann og ætlaði að fylgja honum til kirkjunnar en þeir tóku hann í höndum Einari og var hann þá veginn. Margir unnu á honum. Þorgils komst úr skemmunni og innar í almannastofu og varðist þaðan vel og drengilega. Margir sóttu þeir að honum, Páll Þorsteinsson og Þorleifur hreimur. Varð hann þá handtekinn. Margt fólk lá í stofunni og flest konur. Þorgils mælti áður þeir leiddu hann fram úr stofunni: Lifi konurnar ljúfu nú, segir hann, heilar og sælar. Og er hann kom út vó Ormur uppspretta hann. Gissur sendi nokkura menn út á Hallgilsstaði. Það er hið næsta Möðruvöllum. Þar átti Hámundur vorbelgur bú og mælti Gissur að þeir skyldu drepa hann. Þangað fóru nokkurir tíu menn eða tólf. Þeir tóku hús á Hámundi og brutu upp hurð. Kollsveinn kröbbungur var á húsum uppi og á baðstofu og horfði forviðris. Hámundur komst þar út að baki honum baðstofuglugg, í skyrtu og línbrókum, og komst til næsta bæjar og var þar fólginn. Dró hann svo undan og var kalinn á fótum. Þá var í öndverða dagan er þeir Gissur riðu af Möðruvöllum. Þeir átu dagverð í Hlíð, sumir að Gríms Einarssonar skeggs en sumir á öðrum bæjum. Þaðan riðu þeir upp eftir Eyjafirði. Þá kom í mót þeim hjá Eyrarlandi Eyjólfur andvaka er Gissur hafði sent á njósn og segir hann Gissuri að Kolbeinn grön var uppi í Eyjafirði og skömmu norðan kominn af Grenjaðarstöðum. Gissuri var eiskrandamikið áður hann spurði þetta, þótti það eitt fyrir hafa orðið að honum þótti lítil hefnd í. Þeir riðu nú þar til er þeir komu gegnt Hrafnagilslaugu. Gissur bað nokkura menn sína ríða til laugarinnar og forvitnast þangað til laugarinnar og þangað viku af tíu menn. Að laugunni var einn brennumaður, Ásmundur af Bringu og konur nokkurar. Konurnar lágu á honum ofan og grunaði þá ekki um það og riðu í brott. Þeir riðu eftir ánni upp og er þeir komu gegnt Hrafnagili gekk Guðmundur bóndi ofan til þeirra og bauð Gissuri þar að vera. Gissur þakkaði honum boðið en kveðst ríða mundu lengra. Töluðu þeir Gissur mjög langa stund. Svo er sagt að Gissur reið svartblesóttum hesti þá er þeir riðu upp eftir Eyjafirði. Hann var vopnaður vel. Í blárri kápu var hann og kálfskinnsskúar loðnir á fótum því að frost mikið var og kuldi. Þá hafði hann sanna frétt af að Kolbeinn grön var í Eyjafirði. Nokkurir menn hans riðu fyrir á Espihól, og skyldi þar leika um daginn, Örnólfur Jónsson og þeir fimm saman. Var þeim svarað skotyrðum er þeir komu á bæinn. Leika skyldi og í Möðrufelli um daginn. Þar kom til leiks Þorvaldur Sveinsson brennumaður og kvað betur mundu leikið á Espihóli og þangað fór hann um daginn. Nú kom flokkur Gissurar í tún. Þórður bóndi Ormsson gekk út og heilsaði Gissuri og tók í tauma hesti hans og leiddi hestinn undir honum suður eftir túninu. Gissur bað hann ekki leiða hest undir sér, bað alla menn af baki stíga og rannsaka bæinn. Var svo gert að allir menn stigu af hestum sínum. Gissur var úti og allur þorri flokksins en Þorleifur hreimur gekk inn og Prest-Jóan og þeir tíu saman. Kolbeinn grön var þar fyrir og hafði séð flokkinn sem von var að og vildi eigi í kirkju. Hann var þá kominn í stofu og stóð undir tjaldi í stofunni. Prest-Jóan sá að grænt kyrtilsblað kom undan tjaldinu. Var hann þá tekinn og út leiddur. Kolbeinn beiddi prestsfundar en þeir gáfu að því engan gaum. Þótti þeim þar fangs von að frekum úlfi er hann var ef nokkuð undanbragð yrði. Og er Gissur sá Kolbein brá hann sverðinu Brynjubít og þótti eigi svo skjótt unnið á Kolbeini sem hann vildi og spurði hví þeir væru nú svo lathentir. Þá hjó Prest-Jóan til Kolbeins og kom það högg í höfuðið. Var það mikill áverki og féll hann eigi. Kolbeinn tók til mannanna drjúgum og kippti fast er maðurinn var öflugur og lagði nær að hann mundi kippa sumum mönnum undir höggin. Þá unnu þeir margir á honum og féll hann eigi. Þá hjó Prest-Jóan annað högg í höfuð Kolbeini og gekk það sár ofan í ennið og þá féll Kolbeinn á knéin bæði uppi við vegginn norður frá brandadurum og þar vógu þeir hann og varð við allhraustlega sitt líflát. Þorvaldur Sveinsson var úti í túninu og vissu Gissurar menn eigi hver hann var. Gissur mælti þá: Hver er sá hinn lauslegi, segir hann, er þar reikar um túnið? Og er hann heyrði orð Gissurar brá hann við og vildi hlaupa til kirkju. En á kirkjustéttinni stóð Geir bóndi hinn auðgi Þorvaldsson og vildi leggja til Þorvalds en spjótið kom í lær Þorbirni Sællendingi, förunaut þeirra sjálfra, varð það mikill áverki. Þorvaldur varð tekinn og vó Ögmundur vandræðamágur hann. Eftir það riðu þeir Gissur á brott og reið allur flokkurinn í Saurbæ um kveldið til Þorvarðar. Þá gekk njósn norður til þeirra Eyjólfs á Grenjaðarstaði. Kölluðu þeir þetta sættarof og leituðu að forða sér og riðu upp Laxárdal og til Mývatns. Ætluðu þeir að Gissur mundi norður á snúa en Gissur reið þegar vestur aftur til Skagafjarðar. Þá kvað Gissur vísu þessa: Páll Þorsteinsson kvað þessa vísu: Gissur settist í Ási með sveit manna en sumir bændur fóru heim. Og er Heinrekur biskup spurði þessi tíðindi lýsti hann stórmælum yfir Gissuri og þeim mönnum öllum er þessa ferð fóru með honum, kvað þá vera griðníðinga, gengið á grið og gervar sættir og eigi skyldi syngja né hringja svo að þeir væru hjá. Brátt eftir víg þessi reið Gissur vestur yfir heiði með nokkura menn til Langadals í Geitarskarð til Gunnars Klængssonar og tók til sín Ingibjörgu Gunnarsdóttur til frillu og unni henni brátt mikið. Hún var sköruleg kona og góð kona fyrir margra hluta sakir. Fór hún heim í Ás með honum. Þá var fátt með þeim Heinreki biskupi og Gissuri og varð þeim margt til. Hafði biskup harðmæli mikil á Gissur um víg þessi. Gissuri þótti biskup halda heldur ríkt brennumenn. Gissur reið suður til sveita sinna á föstunni og flest þeirra manna er til víganna voru norður með honum um veturinn. Hann var í Kallaðarnesi er þeir komu suður.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.