Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 259

Íslendinga saga 259 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Ísls ch. 259)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
258259260

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Nú er að segja frá Gissuri Þorvaldssyni að hann kom að skyrbúri og hann Guðmundur frændi hans fylgdi honum. Gissur bað hann fara frá sér, kvað heldur mega einn fá nokkuð undanbragð ef þess vildi auðna þar sem þeir fengju eigi báðir. Þar kom þá og Jón prestur Halldórsson og kvað Gissur þá báða skyldu brott fara frá sér að sinni. Gissur steypti þá af sér brynjunni og stálhúfunni en hafði sverðið í hendi. Þeir Jón prestur leituðu til suðurdura af búrinu og fengu báðir grið. Gissur Þorvaldsson gekk í búrið. Hann sá hvar skyrker stóð á stokkum í búrinu. Þar hleypti hann sverðinu Brynjubít ofan í skyrið svo að það sökk upp um hjöltin. Gissur sá að þar var ker í jörðu hjá lítið og var í sýra en skyrkerið stóð þar yfir ofan og huldi mjög sýrukerið það er í jörðunni var. Þar var rúm það er maður mátti komast í kerið og fór Gissur þar í kerið það er í jörðunni var og settist niður í sýruna í línklæðum einum og tók honum sýran í geirvörtur. Kalt var í sýrunni. Skamma hríð hafði hann þar setið áður hann heyrði mannamál og heyrði að um var talað ef hann fyndist að þrír menn voru til ætlaðir til áverka við hann og skyldi sitt högg höggva hver og fara ekki ótt að og vita hvernig hann yrði við. Hrani var til ætlaður og Kolbeinn grön og Ari Ingimundarson. Nú komu þeir í búrið með ljósi og leituðu allt. Þeir komu að kerinu er Gissur sat í kerinu og lögðu í kerið þrír menn með spjótum eða fjórir. Þeir þrættu um. Sögðu sumir að fyrir yrði en sumir ekki. Gissur hafði lófana fyrir kviði sér sem hóglegast að þeir skyldu sem síst kenna að fyrir yrði. Hann skeindist á lófunum og svo framan á beinum á sköfnungunum. Voru það lítil sár og mörg. Svo hefir Gissur sagt sjálfur áður þeir kæmu í búrið að hann skalf af kulda svo að svaglaði í kerinu en er þeir komu í búrið þá skalf hann ekki. Tvisvar leituðu þeir um búrið og fór svo í hvorttveggja sinn. Eftir það gengu þeir í brott og út og bjuggust í brott. Gengu menn þá til griða þeir er lífs voru, Guðmundur Fálkason, Þórður djákni, Ólafur er síðan var kallaður gestur og hafði Einar Þorgrímsson unnið á honum. Þá var í dagan. Stigu brennumenn þá á bak og riðu út úr garði. Fótar-Örn reið síðast og segir Eyjólfi að hann sá mann ganga til kirkju og var leiddur og kvaðst hyggja að Gissur væri, kvað það eitt ráð að snúa aftur. Þeir svöruðu margir, kváðu það ekki vera mega. Varð og ekki af að þeir sneru aftur. Gissur hafði þá gengið til kirkju sem Örn ætlaði því að svo var honum kalt orðið að hann þoldi eigi lengur þar að vera. Og er Gissur kom í kirkju voru klæði borin að honum og vermdi sú kona hann á lærum sér er Hallfríður hét og var kölluð garðafylja er síðan var heimakona með Kálfi Brandssyni á Víðimýri. Ornaði honum brátt. Hann var hás orðinn mjög af reyk og kulda. Gissur hresstist brátt og bar sig vel og drengilega eftir slíka mannraun og harma. Hallur son hans andaðist þá er nær var hálfljóst. Þá er brenna var á Flugumýri var liðið frá Önundarbrennu fjórum vetrum fátt í sex tigi vetra en frá Þorvaldsbrennu hálfur þriðji tugur vetra. Þessi tíðindi spurðust brátt og þótti öllum vitrum mönnum þessi tíðindi einhver mest hafa orðið hér á Íslandi sem guð fyrirgefi þeim er gerðu með sinni mikilli miskunn og mildi. Gissur reið þá upp í Tungu fyrst um morguninn og fátt manna með honum. Gerði hann það til varúðar ef óvini hans hefði að borið. Var hann þá aftur kominn á Flugumýri og nokkurir Tungubændur með honum er Páll Kolbeinsson frá Stað kom þar til móts við hann og mart manna með honum. Þá var borinn út á skildi Ísleifur Gissurarson og var hans ekki eftir nema búkurinn steiktur innan í brynjunni. Þá fundust og brjóstin af Gró og var það borið út á skildi að Gissuri. Þá mælti Gissur: Páll frændi, segir hann, hér máttu nú sjá Ísleif son minn og Gró konu mína. Og þá fann Páll að hann leit frá og stökk úr andlitinu sem haglkorn væri. Á Flugumýri brann mikið fé er margir menn áttu þeir er þar voru og margir menn höfðu þangað léð gripa sinna, dúnklæða og annarra gripa og brann það allt. En það brann þó mest í fémunum er Gissur átti, fyrst bærinn á Flugumýri er engi var jafnvirðulegur í Skagafirði fyrir utan staðinn að Hólum. Þar voru öll hús mjög vönduð að smíð, forskálar allir alþildir til stofu að ganga, skáli altjaldaður og stofa. Þar brunnu og margir gripir er átti Ingibjörg Sturludóttir. Ingibjörgu bauð til sín eftir brennuna Halldóra dóttir Snorra Bárðarsonar frændkona hennar er þá bjó í Odda. Fór hún þangað og förunautar hennar með henni. Var hún mjög þrekuð, barn að aldri.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.