Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 257

Íslendinga saga 257 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Ísls ch. 257)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
256257258

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Nú urðu margir atburðir senn og má þó frá einum senn segja. Gissur Þorvaldsson lá og þau Gróa hinum vestra megin í skála innar við þili það er næst var kvennaskála. En Hallur son hans og þau Ingibjörg lágu þar fyrir utan þilið næst í stafnrekkju og var gluggur kringlóttur á þilinu milli rúmanna. Í þann glugg hljóp Gissur um nóttina og utar á þau Hall son sinn og bað hann vaka skjótt. Gissur komst í brynju og fékk stálhúfu sett á höfuð sér. Gróa tók sverðið Brynjubít og spretti friðböndum og fékk Gissuri. Brá hann þá sverðinu. Hallur Gissurarson hljóp upp skjótt og fékk öll vopn sín og engi klæði þá fyrst nema línklæði. Hann eggjaði menn þegar að duga vel, kvað ekki mundu til saka. Þeir Eyjólfur og Hrani höfðu svo skipt liði til atgöngu að Eyjólfur gekk að syðrum durum en Hrani að nyrðrum durum með tuttugu menn hvor. Kolbeinn grön og Ari Ingimundarson, Þorsteinn genja gengu að syðrum durum með Eyjólfi en með Hrana sveitungar hans, Jón af Bakka, Einar af Öxnahóli. En tveir héldu logum, Skraf-Oddur og Þórarinn Ljótsungi. Þessir menn fengu vopn sín í skálanum og snerust allir til varnar: Gissur sjálfur Þorvaldsson og synir hans þrír, Gissur glaði, Björn Ólafsson, Beinir Steinsson, Þorsteinn Skeggjason, Guðmundur ofsi frændi Gissurar, Þórður djákni, og eru nú tíu. Þorbjörn nef, Svartur Þórisson, Grímur lömbungur, hann hljóp upp einn hver manna skjótast og þreif húðfat úr setinu og rak fyrir skáladyrin nyrðri svo að hurðin gekk aldrei upp með vörn Halls Gissurarsonar og þeirra fimm er þar vörðu með honum. Gátu þeir Hrani aldrei komist í skálann. Dugði þeim því lengi drengileg vörn svo að einum megin væri að þeim gengið svo að þeir kæmust í skálann. Ásgrímur hét maður er enn fékk vopn, norðan frá Þverá, hann var með Þórólfi munk ölgerðarmanni, og Halldór Ögmundarson er síðan var kallaður hálshögg. Þessir fimmtán veittu vörn allir drengilega. Jón prestur Halldórsson hafði eigi vopn en hann dugði þó drengilega til, eggjaði alla menn að duga sem best og bar klæði á vopn þeirra Eyjólfs jafnan er hann mátti. Skafti Dálksson, hann einn var svo manna fyrir í skálanum að ekki fullting var að. Steinn smiður fékk bolöxi. Hann var lítt í vörn en þó var hann hjá félögum sínum. Guðmundur Fálkason og Sokki Ormsson höfðu sofið í litlustofu. Ketill sútari og Kormákur bryti, Guðlaugur piltur voru í klefa og Kolbjörn veljungur. Þeir komust engir í skálann. Nú veittu þeir Eyjólfur atsókn harða í skálanum. Tókst nú harður bardagi og snörp atganga því að viðnámið varð hið drengilegsta. Þeir börðust lengi nætur og höfðu svo harðan atgang að því er þeir menn hafa sagt er þar voru að eldur þótti af hrjóta er vopnin mættust. Og svo sagði Þorsteinn Guðmundarson síðan að hann kvaðst þess hvergi komið hafa að menn hefðu jafnfræknlega varist. Og allir hafa vörn þá ágætt er varð á Flugumýri, bæði vinir og óvinir. Kolbeinn grön var fremstur Eyjólfs manna og Ari Ingimundarson, Kvistungar, Þorsteinn Guðmundarson, Eiríkur Brandsson. Hjuggu þeir bæði hart og tíðum. Þeir Björn Ólafsson og Gissur glaði, Guðmundur ofsi, Þórður djákni, Þorbjörn nef gerðu slíkt í móti. Reiddi þá Kolbein grön stundum utar í skálann en stundum viku hinir undan meir norður í skálann. Þeir börðust lengi nætur og tóku hvíldir sem við skinnleik. Og er þeir Hrani komust eigi í skálann þá fór Jón af Bakka upp á húsin og þeir þrír með honum og voru á verði. Fótar-Örn var lengstum á hesti og skyggndist. Þeir Hrani gátu upp komið svo hurðunni að leggja mátti sverðum en þó urðu fáir menn af því sárir. Þorbjörn Ólafsson og Gissur glaði höfðu brotið fengið nokkur spjót úr krókum er stóðu fyrir framan stafnrekkju í kvennaskáladurum og varð þeim það gott til varnar. Margir menn höfðu og skjöldu af Gissurar mönnum. Þorsteinn Skeggjason varði stafnrekkju gegnt rúmi því er Hallur hafði legið í. Hann hafði skjöld og sverð og varðist vel. Ísleifur Gissurarson varðist þar og með honum. Þorsteinn gekk fram fyrir Ísleif og bárust sár á hann. Björn Ólafsson lagði spjóti til Eyjólfs Þorsteinssonar og féll hann á bak aftur um kistu og varð ekki sár. Björn eggjaði jafnan um nóttina félaga sína og bað þá Eyjólf reka af sér, kvað þeirra eigi óvænna er fyrir voru og hans vörn brá Gissur jafnan við síðan að hann kvaðst aldrei röskvara mann séð hafa. Gissur Þorvaldsson hljóp þá upp í stafnrekkjuna er sár bárust á Þorstein. Og þá sóttu þeir Eyjólfur norður um kvennaskáladyrin og var Eyjólfur þá framarlega. Það sá Gissur er hann var í stafnrekkjunni og ætlaði að höggva tveim höndum á handlegg Eyjólfi með Brynjubít en blóðrefillinn sverðsins kom uppi í tjaldsprotann og kom það högg ekki á Eyjólf. Aldrei sáu þeir Eyjólfur Gissur um nóttina og eggjuðu að hann skyldi láta sjá sig en hann svaraði engu. Þá bað Kolbeinn grön að honum skyldi hrinda á fylking þeirra Gissurar manna og það var gert. Varð þá í hröngl mikið og í þeirri svipan hjó Ari Ingimundarson hönd af Ketilbirni Gissurarsyni. Hann mælti við sveininn er hann lét höndina svo að af tók: Skall þar einum og skyldi brátt meir. Skildir margir hengu í skálanum og bað Gissur menn taka skjölduna og skjóta skjaldborg í þeim durum er skálar mættust og svo var gert. Sóttu þeir Hrani og Kolbeinn fast að og gátu ekki að gert skjaldborginni. Þrífur Kolbeinn þá til og ætlaði að rífa af þeim skjölduna en Gissur hjó á höndina. Og þá börðust þeir enn lengi. Og þá er Eyjólfur sá að þeim sóttist seint en uggði að héraðsmenn mundu að koma þá báru þeir eld að. Jón af Bakka hafði haft tjörupinn með sér og þá tóku þeir gærur af þönum er þar voru úti og báru þar í eld og tjöruna. Sumir tóku töðu og tróðu í gluggana og lögðu þar eld í og varð þá reykur mikill brátt í húsunum og svælumikið. Gissur lagðist niður í skálanum með setstokkinum öðrum megin og lagði nasirnar og höfuðið við gólfið og þar Gróa kona hans hjá honum. Þorbjörn nef lá þar hjá þeim og horfðust þeir Gissur að höfðunum. Þorbjörn heyrði að Gissur bað fyrir sér á marga vega háleitlega til guðs, svo að eigi kvaðst hann slíkan formála heyrt hafa, en hann þóttist eigi sinn munn mega í sundur hefja fyrir reyk. Og eftir það stóð Gissur upp og hélt Gróa á honum. Gissur gekk í anddyrið syðra og var honum þá erfitt mjög bæði af reyk og hita og var það þá í hug að leita út heldur en vera lengur inni svældur. Gissur glaði stóð við dyrin og talaði við Kolbein grön og bauð Kolbeinn honum grið því að þeir höfðu fyrr það við mælst að hvor skyldi öðrum grið gefa hvor sem vald hefði til. Gissur Þorvaldsson stóð að baki nafna sínum meðan þeir töluðu þetta og svalaði honum heldur meðan. Gissur glaði beiddist að hann mundi kjósa mann með sér til griða. Kolbeinn játaði því þegar frá væru Gissur og synir hans. Þá kom þar til Gró í anddyrið Ingibjörg Sturludóttir og var í náttserk einum og berfætt. Hún var þá þrettán vetra gömul og var bæði mikil vexti og sköruleg að sjá. Silfurbelti hafði vafist um fætur henni er hún komst úr hvílunni fram. Var þar á pungur og þar í gull hennar mörg. Hafði hún það þar með sér. Gróa varð fegin henni mjög og segir að eitt skyldi yfir þær ganga báðar. Og er Gissuri hafði heldur svalað þá var honum það í hug að hlaupa eigi út. Hann var í línklæðum og í brynju, stálhúfu á höfði, sverðið Brynjubít í hendi. Gróa var og í náttserk einum. Gissur gekk að henni Gró og tók fingurgull tvö úr brókabeltispungi sínum og fékk henni í hönd því að hann ætlaði henni líf en sér dauða. Annað fingurgullið hafði átt Magnús biskup föðurbróðir hans en annað Þorvaldur faðir hans. Kvaðst hann vilja að þeirra gripa nytu vinir hans ef svo færi sem hann vildi. Gissur fann þá á Gró að henni fannst mikið um skilnaðinn þeirra. Leitaði Gissur þá innar eftir húsunum og með honum Guðmundur frændi hans. Hann vildi aldrei við hann skilja. Þeir komu að litlustofu og ætluðu þar út að leita. Þá heyrði hann þar mannamál úti og bölvan. Brott hvarf hann þaðan.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.