Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 255

Íslendinga saga 255 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Ísls ch. 255)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
254255256

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Nú líður að brúðlaupsstefnu. Ríða þeir Sturla og Hrafn vestan með sjö tigu manna. Þeir höfðu gott mannval. Með þeim var Fell-Snorri prestur, Vigfús Gunnsteinsson, Þorleifur Fagurdæll og margt annarra góðra manna. Ekki er frá ferð að segja fyrr en þeir koma föstukveld hið síðasta í sumri í Skagafjörð. Tók Hrafn gisting á Víðimýri og þeir tíu saman. Arnór Eiríksson var þá heima. Sturla gisti á Reykjarhóli. Var þar með honum Helga kona hans og Ingibjörg dóttir hans Sturlu og þau fimmtán saman. Þá var skipt liði á aðra bæi. Laugarmyrgin kom á Víðimýri Ásgrímur Þorsteinsson og þeir þrír saman. Hann gekk til tals við Hrafn og segir honum ætlan þeirra Eyjólfs bróður síns og Hrana, að þeir ætluðu að stefna að Gissuri og sonum hans brátt eftir brúðlaupið og drepa hann eða sonu hans eða inni brenna ef þeir fengju þá eigi með vopnum sótta, og beiddi þess Hrafn að hann mundi þá sækja með vopnum inni í húsum en þeir með eldi utan. Hrafn kvaðst eigi það gera mundu og latti þessa óráðs en kveðst eigi nenna mundu að segja þá upp og við það skildu þeir. Ásgrímur reið norður til móts við Eyjólf. Gissur hafði boðið mörgum bóndum um Skagafjörð og svo norðan úr Eyjafirði. Gissur bauð Páli frá Stað og Brodda frá Hofi og fór hvorgi. Þorvarður úr Saurbæ fór norðan og Guðmundur frá Hrafnagili og þeir feðgar úr Miklagarði, Þorvarður og Örnólfur son hans, og enn fleiri bændur norðan. Sunnan kom Ísleifur og Ketilbjörn Gissurarsynir og kom hann fyrst, Sámur Magnússon, Ámundi og þeir tíu saman. Mikið á öðru hundraði var boðsmanna Gissurar, hinir bestu bændur úr öllum sveitum þar í nánd. Nú komu menn til brúðlaups laugarkveldið á Flugumýri. Þar var sú mannaskipan að Gissur sat á hinn eystra langbekk miðjan og Hrafn innar frá honum hið næsta, þá förunautar hans og félagar innar frá honum. Utar frá Gissuri sat hið næsta honum Hallur son hans brúðgumi, þá Ísleifur, þá Þórir tottur Arnþórsson, þá Sámur, þá Þorvarður úr Saurbæ og þeir Eyfirðingar. Á hinn vestra bekk miðjan sat Sturla, innar frá honum Snorri prestur, utar frá honum Vigfús Gunnsteinsson. Forsæti voru fyrir endilöngum bekk hvorumtveggja. Kirkjustólar voru settir eftir miðju gólfi og var þar setið á tveim megin. Ketilbjörn son Gissurar sat á þeim stóli innar mjög við pall og þar hjá honum synir Brands Kolbeinssonar, Kálfur og Þorgeir, er horfði að þeim bekk er Gissur sat á. Og er mönnum var í sæti skipað voru log upp dregin fyrst. Þá stóð Gissur upp og talaði og segir svo: Guð sé með oss nú og jafnan. Hér er gott mannval saman komið þess er kostur er á landi voru. Kunnigt er flestum mönnum, þeim er hér eru, um málaferli þau er orðið hafa milli manna hér á landi það er nú ber oss næst. Nú er þeim málum, er betur er, til góðra lykta snúið með öllum þeim bestum mönnum er hér eru nú saman komnir, Sturlu bónda og Hrafni Oddssyni. Vil eg vænta nú með guðs miskunn að vorar sættir fari vel af hendi. Ætla eg að þessi samkundu skulum vér binda með fullu góðu vorn félagsskap með mágsemd þeirri er til er hugað. En til varhygðar vil eg grið setja allra manna í milli þeirra er hér eru saman komnir að hver sé í góðum huga til annars í orði og verki. Síðan mælti Gissur fyrir griðum og talaði þá enn vel og skörulega og lauk vel sínu máli. Eftir það voru borð upp tekin um alla stofuna og ljós tendruð. Stofan var sex alna og tuttugu löng og tólf alna breið. Sexfalt var setið í stofunni. Og er menn höfðu matast um hríð kom innar skenkur í stofuna, átta menn fyrir hvorn bekk og gengu með hornum allir. Þorleifur hreimur var fyrir þeim. Fjórir menn skenktu konum. Var þar drukkið fast þegar um kveldið, bæði mjöður og mungát. Var þar hin besta veisla er verið hefir á Íslandi í þann tíma. Hefir það lengi kynríkt verið með Haukdælum og Oddaverjum að þeir hafa hinar bestu veislur haldið. Um daginn eftir var hin besta veisla. Sat þá Ísleifur Gissurarson innar frá Hrafni og drukku af einu silfurkeri og minntust við jafnan um daginn er hvor drakk til annars. Og er veisluna þraut riðu menn í brott og gaf Gissur mörgum mönnum góðar gjafir. Hrafni gaf hann stóðhross góð er Mikilgerðingar höfðu gefið honum, Þorvarður og Örnólfur. Hrafn reið síð á brott mánadaginn og mælti varúðarmálum til Gissurar, bað hann gæta sín vel. Já Hrafn minn, segir hann, eða veistu mér nokkurs ótta von? Eigi veit eg, sagði Hrafn, hvaðan óður eða ölur kemur að. Þar kom Ari Ingimundarson um daginn á Flugumýri áður Hrafn reið í brott. Gekk Hallur í móti honum með silfurkeri og fagnaði honum allvel og töluðu þeir Hrafn lengi og segir hann Hrafni þá enn ætlan þeirra, að þeir mundu koma að vitja Gissurar og vita ef þeir næðu lífi þeirra allra feðga er þeir voru þá allir í einum stað. Þeir töluðu og í litlustofu allir samt Gissur og Hrafn og Ari og Hallur son Gissurar. Og vildi Gissur að Eyjólfur kæmi til hans og mælti til Ara: Komið Ari minn að finna mig og gerum sættir vorar góðar og tryggvar. Efa aldrei það Gissur, segir hann, að vér komum að finna þig og eigi skulum við Kolbeinn grön frændi minn vera með Eyjólfi ef eigi komum vér að finna þig. Gissur grunaði ekki slík orð en kalla mátti að Ari segði honum í hverju orði. Ríður Hrafn út til Hóla um kvöldið. Hrafn segir Sámi áður hann reið í brott að þeim mundi eigi ljúgast brátt ófriðurinn og kveðst svo hugur um segja. Sturla reið í brott fyrst um daginn með sveit sína og skildu þeir Gissur með blíðu mikilli. Tveir menn voru eftir með Ingibjörgu dóttur Sturlu, Þorbjörn nef Þórðarson móðurbróðir hennar, annar Svartur Þórisson. Þorleifur hreimur reið í brott þriðjadag og Prest-Jóan og þeir nokkurir saman upp í Tungu og ætluðu suður um heiði. En Ísleifur varð eigi búinn þriðjakveldið og þeir sunnanmenn. Voru sumir hestar hans eigi komnir en sumir eigi járnaðir.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.