Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞormR ch. 1

Þormóðar þáttr Kolbrúnarskálds R 1 — ed. R. D. Fulk

Not published: do not cite (ÞormR ch. 1)

UnattributedÞormóðar þáttr Kolbrúnarskálds R1

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Nú skal segja frá Þormóði að hann undi lítt eftir víg Þorgeirs fóstbróður síns og þótti eigi vænt til hefnda, tekur sér far um sumarið og fór utan með þeim manni er Hárekur hét. Þeir tóku eyjar nokkurar og lágu þar um stund.



Það var einn dag að til eyjanna komu skip nokkur og lögðu allnær kaupskipinu. Var þar kominn Ólafur konungur og hafði komið að austan úr Vík. Menn fóru af skipi konungs og á kaupskipið og spurðu tíðinda eða hvað íslenskra manna þar væru á skipi, þeirra er konungi ættu landaura að gjalda. Hárekur sagði að þar var maður íslenskur sá er eigi hafði fyrr komið til Noregs og vísuðu til Þormóðar. Þormóður sat á kistu einni er stóð hjá húðfati hans og hafði öxi eina í hendi. Konungsmenn viku til hans og spurði einn hver hann væri. Hann sagðist vera íslenskur og heita Þormóður.



"Þú munt fá mér í hendur landaura þá er þú átt konungi að lúka."



Þormóður svarar: "Eigi mun eg lúka neina landaura en konungur mun hafa hvað er hann vill þá er eg kem fyrir hann."



"Þú skalt lúka víst fyrri," segir hann.



"Lúka ef eg vil," segir Þormóður, "og eigi þér."



Bragðavaðmál lá í húðfati Þormóðar.



Sá tók vaðmálið og mælti: "Þetta mun eg hafa fyrir landauraskuldina" og sneri í brott.



Þormóður stóð upp þegar og hjó í höfuð honum svo að konungsmaður dó þegar. Sneri Þormóður þegar í brott en menn vildu að honum og grípa hann.



Þormóður lét berast að víginu og hljóp af því á konungsskip og gengur þá aftur í lyftingina og féll til fóta konungi og mælti: "Allt á guðs valdi og yðru herra," segir hann.



Konungur mælti: "Hví fer maður þessi svo eða hver er hann?"



Þá koma menn og segja konungi vígið.



Konungur spyr: "Hvert er nafn þitt?"



Hann svarar: "Þormóður heiti eg."



Konungur mælti: "Ertu kallaður Kolbrúnarskáld?"



"Svo er víst herra," segir hann.



"Varstu svarabróðir Þorgeirs Hávarssonar?"



"Já," segir hann.



Konungur mælti: "Njóta skaltu hans að því að þú skalt þiggja líf með því að þú komst þó á minn fund. En það skaltu vita að mjög þykir mér misboðið í drápi hans og þakkir kynni eg þér fyrir ef þú vildir hefna hans og ver með oss velkominn."



Þormóður kvað þá vísu:



Þarf sá er þér skal hvarfla,þengill, fyrir kné lengi,svaraðu hóglega hverju,hugborð, konungr orði.Fáir erum vér, né frýju,frændr, vorum þó vændir,minnist eg meir á annaðmitt starf, konungdjarfir.

"Skil eg," kvað konungur, "hvað þú munt hafa ætlað og mun vera mikið að þér. Skaltu taka nafnbót þá sem haft hefir Gjafaldur og starfa. Eða hversu gamall maður ertu eða hversu marga menn hefir þú drepið?"



Þormóður kvað þá vísu:



Sex hef eg alls síð er uxuónhjalta Tý fjónir,kenndur er eg við styr stundum,stálregns boða vegna.Þó em eg enn að mun mannamorðs varlega orðinn,vér létum þó þeira,þrítugr, skarar bíta.

Konungur mælti: "Mikið er það og er þó eigi sýnt að þú látir hér staðar nema."



Þormóður gerðist nú hirðmaður Ólafs konungs og var með konungi og virðist vel. Hann var löngum ókátur og hljóður.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.