Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Heið ch. 7

Heiðarvíga saga 7 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Heið ch. 7)

Anonymous íslendingasögurHeiðarvíga saga
678

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Þau tíðindi gjörðust eitt haust að miður heimtist af fjöllum en vant var þó vandlega væri leitað. Kenndu menn þessar illar fjárheimtur útileguþjófum nema ef einhverjir væru í byggð þeir er þessu yllu en það varð þó ei uppvíst. Styr var þar mestur sveitarhöfðingi og setti hann þau lög með fremstu bændum að hver maður skyldi eitt auðkenni brúka á fé sínu og sýna nágrönnum sínum.



Sumarið eftir ber so við eitt sinn að von er á Styr til Jörva. Þar var einn alinn hrútur sem á sumrum gekk í töðum og túnum ómarkaður því hann var alltíð heima við bæ og gekk eigi með öðru fé. Hann var glettinn við vinnukonur og spillti oft mjólk þeirra. Lögðu þær til hann væri slátraður að fagna Styr með, því hann var vel feitur. Það þótti hendi næst og á það féllst húsfreyja sem [minnir mig] Þorgerður hét. Var nú so gjört.



Styr kemur og gistir þar um nótt. Er hönum gjörður góður beini sem vant var. Að morgni áður Styr vill burt, ganga þeir til dagverðar. Er nú slátrið af hrútnum borið fram og fylgdi þar höfuðið með. Og þá þeir sitja að borðum tekur einn Styrs manna höfuðið upp og segir þetta sé geysifeitur sauður.



Styr lítur til og skoðar höfuðið og mælir: "Þetta er furðu mikið höfuð eður sýnist öðrum sem mér að ekkert er auðkenni á eyrum?"



Þeir segja so vera.



Styr mælti: "Veistu það eigi Þórhalli að vér sveitarhöfðingjar höfum í lög sett að hver maður hafi eitt mark á fé sínu, en þetta er ómerktur sauður?"



Þórhalli kveðst það vel vita en segir að sauður þessi hafi gengið heima í töðum síðan hann var lamb og hafi menn því eigi hirt að leggja mark á hann. Styr mælti að samt hefði hönum borið að sýna hann nágrönnum sínum so þeir beri vitni hér um. Þórhalli segir að hverki þeim né öðrum sé það dult því sauðurinn hafi helgað sig hans eign þar hann hafi heima við bæinn gengið fyrir allra augum óátalið. Styr segir að það hæfi þó ei að bændur kasti orðum sveitarhöfðingja undir fætur sér so gálauslega og hafi hann oft eigi látið minni sakir óhegndar.



Þorgerður kemur að í þessu og segir að það sé ójöfnuður stór að Styr kenni bónda sínum þjófnað og launi þanninn góðan greiða sem menn hans hafi oftsinnis illa þegið. Verður hún óðamálug mjög en Styr svarar fáu en safnar reiði og segir hann muni eigi líða bændum lagabrot órefsað og so kunni hér að verða. Skiljast þeir síðan og líkar hverutveggjum allilla.



Nú hugsar Þórhalli um þetta mál og þykir þungs að von þar sem Styr á hlut að. Mágar og frændur hans voru í Borgarfirði. Fer hann suður um haustið seint og spyr þá ráða, Kleppjárn, Illuga svarta og Þorstein Gíslason mág sinn. Þeir ráða hönum að færa sig burt úr héraðinu og sæta eigi lengur álögum Styrs því eigi megi vita nema hann bíði líftjón af hans völdum og bjóða þeir hönum þangað suður til sín so hann sé óhultari fyrir Styr og skuli hann flytja sig að vori. Þetta boð þekkist Þórhalli og þykir allgott ráð, fer heim til sín vestur og lætur ekki á þessari ráðagjörð bera. Og líður nú so af veturinn.



Vorið var kalt og vindasamt og víða hart milli fólks. Var því illt til hesta og komu grös seint upp. Lætur Þórhalli ekkert á sínu áformi brydda og bíður fram til þings þar til Styr er riðinn heiman og vill þá flytja allt sitt suður. En Styr fær þó njósnir hér um. Nú spyr Þórhalli að Styr er heiman farinn. Og hér um eftir tvo daga [að mig minnir] tekur hann sig upp og flytur nú fyrst búsgögn sín. Hefur hann meðferðis níu klyfjaða hesta og einn húskarl með sem Ingjaldur hét. Ætlar hann í næstu ferð að flytja sig alfarið með konu og börnum.



Styr hefur fengið grun af fyrirætlun Þórhalla, snýr af vegi sínum og sest í veg fyrir hann sunnan í heiðarbrekkunum þar hann veit að leið Þórhalla liggur um. Styr reið við fimmta mann.



Nú kemur Þórhalli með húskarli sínum vestan af fjallinu ofan í brekkurnar. Húskarlinn var betur skyggn en Þórhalli og segist sjá þar menn í einni brekku og segist ugga hvert allt muni trútt og mætti vel ske að hér væri Styr. Þórhalli segist vera fyrir því óhræddur. Þá þeir koma nokkru nær segist Ingjaldur þekkja að þetta er Styr og muni hann hafa eitthvað illt í sinni þar hann hagi so ferðum sínum og telur besta ráð að þeir snúi aftur því þó þeir hafi hesta lúnari þá megi enn vel takast að ríða undan þeim vestur af fjallinu og þá verði þeim nóg til mannastyrks. Þórhalli vill það eigi og segist aldrei skuli so hræddur að hann renni undan mönnum þó fleiri séu og bindi so með hræðslu sakir að sjálfum sér. Viti hann ei heldur að hann hafi gjört þær sakir við Styr að þess séu verðar að hann leiti eftir bana sínum. Ingjaldur vill samt til baka ríða því hann hafi skjótari hest og afla sér manna ef þeirra kunni að þurfa sem sér sýnist og viðskipti þeirra yrðu ei so skjót. Þórhalli segir hann megi því ráða því ef Styr hafi víg í hug muni hann eftir sér sækja heldur en hönum. Ríður nú Ingjaldur til baka það hraðast hann getur en Þórhalli rekur áfram hestana sína leið og lætur sem hann verði þeirra eigi var.



Þegar þeir sjá Þórhalla skunda þeir á hesta sína og ríða í veg fyrir hann. Mætast þeir Styr og heilsar Þórhalli hönum vingjarnlega. Styr spyr hvað valdi þessum tiltektum hans er sér lítist hann vilji flytja sig úr héraðinu. Þórhalli segist því sjálfur ráða þó hann leiti sér betri bólfestu en kveðst ei kunna skil á því að hann mætir Styr hér. Styr segist so hafa til ætlað að þeir fyndust hér og að það yrði fundur þeirra hinn seinasti. Þórhalli segist ei vita sig hafa það til saka gjört að hann þurfi að banna sér leið sína og eigi vænti hann þess að hann sitji eftir lífi sínu. Styr mælti að so minntist hann seinasta viðtals á Jörva að eigi þyldi hann hönum lagabrot eður nokkra skapraun við sig og sé nú eigi annar kostur en verja sig. Þórhalli kveðst eigi flýja mundu.



Sækja nú menn Styrs að hönum í ákafa en Styr gefur sig eigi að. Verst Þórhalli vasklega og veitir þeim mörg sár en verður ákaflega móður því maðurinn var við aldur. Gengur so nokkra stund að þeir sækja en vinna hann þó eigi og verða allir móðir. Kalla þeir að Styr að hann komi og sitji eigi hjá en selji sig í hættu. Hleypur nú Styr að og skiptast þeir ei mörgum höggum við áður Styr höggur með öxi aftan í höfuð Þórhalla og fellir hann þar, ríður þaðan burt sem skjótast en lætur reka alla hestana heim að Hrauni og fer leið sína til þings og gjörir ekki orð á þessu.



Fréttist þetta nokkru síðar um sumarið í Borgarfjörð og þótti vinum og mágum Þórhalla sér nærri höggvið og fara stór orð frá þeim um haustið. En þá Styr heyrir það kvað hann vísu í hverri innihaldið var orðtækið: Eigi verður það allt að regni er rökkur í lofti og so mundi fara um hótanir Borgfirðinga.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.