Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorg ch. 98

Þorgils saga skarða 98 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Þorg ch. 98)

Anonymous SturlungaÞorgils saga skarða
979899

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Vetur þann er Þorgils var veginn átti bú að Stað á Snæfellsnesi Böðvar og Sighvatur son hans. Var Böðvar þá gamall en Sighvatur ungur. Guðmundur bróðir Þorgils hafði verið á Miklabæ með honum um veturinn. Þá er tíðindi þessi spurðust vestur í sveitir þótti mönnum mikill skaði að um Þorgils. Guðmundur reið norðan litlu eftir vígið og fann Hrafn. Bauð Hrafn honum til sín og hét honum vináttu og lét illa yfir vígi Þorgils. Þeir Sighvatur, Hrafn og Sturla fundust í Borgarfirði í Þingnesi á langaföstu. Þótti Sturlu að Þorgilsi hinn mesti skaði og þótti sér eigi allmjög á óvart komið hafa. Þóttist hann Þorgils við því mest varað hafa að trúa Þorvarði til fullnaðar. Sighvatur leitaði á Hrafn til liðveislu en hann fór undan alla vega og vildi í öngvu bindast og féll eigi með þeim margt. Um vorið í páskum söfnuðu þeir Sighvatur og Sturla mönnum. Fóru þeir þá með flokka norður til Skagafjarðar. Gaf þeim veðráttu svo illa að menn vissu eigi dæmi til að jafnhart vor væri. Þá var og sóttin mikla í Miðfirði. Fylgdarmenn Þorgils og bændur nokkurir í héraði stóðu upp með þeim. Þeir spurðu að Þorvarður var á Grund. Riðu þeir þá norður Hraunárheiði og ofan Vaskárdal. Komu þeir á Grund nær náttmáli. Þorvarði hafði komið njósn um kvöldið eftir nón af Jóni í Glæsibæ. Hafði Þorvarður þegar brott riðið og út í Kaupang og ætlaði þegar norður af héraði því að nær ekki gekk manna upp með honum. Nú er þeir Sighvatur og Sturla komu á Grund voru þar brotnar upp hurðir og fannst Þorvarður eigi þar. Var þar farið heldur óspaklega. Menn höfðu hesta þrotna. Sighvatur vildi þegar ríða eftir Þorvarði. Var það ætlað að hann mundi eigi lengra ríða en til Kaupangs. Reið Sighvatur ofan um nóttina eftir firði. Hafði hann nær fjóra tigi manna. Og er þeir komu í Kaupang var þeim sagt að Þorvarður var riðinn út til Svalbarðs ef hann væri eigi á heiði riðinn. Menn sáu reið Þorvarðs. Riðu þeir Sighvatur þá eftir þeim en þeir urðu eigi meir en tíu. Varð þá aftur að hverfa. Þorvarður reið norður en Sighvatur reið á Grund og sat þar nokkurar nætur. Þá kom norðan Ólafur prestur Kráksson. Var hann sendur af Þorvarði að leita um sættir. Lét nú Þorvarður allsáttgjarnlega. Var þá fundur lagður við fjörðinn á Gásaeyri og grið sett. Kom þar til Eyjólfur ábóti og flestir hinir bestu héraðsbændur. Þorvarður kom fjölmennur. Voru með honum Reykdælir og Fnjóskdælir. Var þá rætt um sætt, að málin skyldu fara í dóm undir jafnmarga menn. En Brandur ábóti var þar til yfirsýndar. Skyldi Þorvarður þá eigi sitja í héraði. Riðu þeir Sturla og Sighvatur vestur heim. Þorvarður reið á Grund og dvaldist þar skamma stund. Reið hann síðan austur í fjörðu. Varð hann aldrei síðan höfðingi yfir Eyjafirði. Loftur Hálfdanarson tók þá við búi á Grund. Stóð þetta mál þá kyrrt. Dróst fundur undan og varð engi á því sumri.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.